Van Basten vill að Ten Hag sæki leikmann til Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2022 11:30 Romelu Lukaku og Hakim Ziyech fagna marki Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Getty/Stu Forster Hollendingar eru mjög spenntir fyrir því að Erik Ten Hag sé að taka við liði Manchester United. Þeir eru líka duglegir að spyrja goðsögnina Marco van Basten um sína skoðun á því sem landi hans eigi að gera. Það er búist við miklum hreinsunum hjá Manchester United, margir leikmenn eru á förum og þá er búist við því að félagið verði í aðalhlutverki á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Erik Ten Hag gerði frábæra hluti með Ajax og setti í raun saman tvö lið hjá félaginu. Það fyrra fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar en eftir það tímabil seldi hollenska félagið allar sínar stærstu stjörnur. Nú eru sögusagnir um það að Erik Ten Hag gæti verið að reyna að safna gamla bandinu sínu saman á Old Trafford. Miðjumaðurinn Frenkie De Jong og miðvörðurinn Matthijs de Ligt hafa báðir verið orðaðir við Manchester United. Matthijs de Ligt, Frenkie de Jong and now Hakim Ziyech, Ten Hag really is getting the gang back together! https://t.co/hppIV0ySxY— SPORTbible (@sportbible) May 18, 2022 Van Basten vill hins vegar að Ten Hag sæki leikmann til Chelsea, leikmann sem fór á kostum undir stjórn hans hjá Ajax. Þar erum við að tala um Hakim Ziyech. Hann er nú 29 ára gamall og hefur verið hjá Chelsea frá 2020. Á þeim tíma hefur hann unnið Meistaradeildina, Ofurbikar UEFA og heimsmeistarakeppni félagsliða. Ziyech hefur á sama tíma dregist aftur úr í goggunarröðinni á Stamford Bridge en Van Basten er sannfærður um að hann myndir blómstra undir stjórn Ten Hag. „Sá sem kemur upp í minn huga er Ziyech. Hann er að spila í Englandi og gæti orðið mjög góður leikmaður fyrir Manchester United undir stjórn Eriks,“ sagði Marco van Basten á Ziggo Sport. Erik Ten Hag er hættur sem stjóri Ajax og þegar byrjaður að vinna hjá Manchester United. Nú er bara spurning um hvaða fyrrum leikmaður hans hjá Ajax verður sá fyrsti til að endurnýja kynnin á Old Trafford. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fleiri fréttir Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Sjá meira
Það er búist við miklum hreinsunum hjá Manchester United, margir leikmenn eru á förum og þá er búist við því að félagið verði í aðalhlutverki á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Erik Ten Hag gerði frábæra hluti með Ajax og setti í raun saman tvö lið hjá félaginu. Það fyrra fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar en eftir það tímabil seldi hollenska félagið allar sínar stærstu stjörnur. Nú eru sögusagnir um það að Erik Ten Hag gæti verið að reyna að safna gamla bandinu sínu saman á Old Trafford. Miðjumaðurinn Frenkie De Jong og miðvörðurinn Matthijs de Ligt hafa báðir verið orðaðir við Manchester United. Matthijs de Ligt, Frenkie de Jong and now Hakim Ziyech, Ten Hag really is getting the gang back together! https://t.co/hppIV0ySxY— SPORTbible (@sportbible) May 18, 2022 Van Basten vill hins vegar að Ten Hag sæki leikmann til Chelsea, leikmann sem fór á kostum undir stjórn hans hjá Ajax. Þar erum við að tala um Hakim Ziyech. Hann er nú 29 ára gamall og hefur verið hjá Chelsea frá 2020. Á þeim tíma hefur hann unnið Meistaradeildina, Ofurbikar UEFA og heimsmeistarakeppni félagsliða. Ziyech hefur á sama tíma dregist aftur úr í goggunarröðinni á Stamford Bridge en Van Basten er sannfærður um að hann myndir blómstra undir stjórn Ten Hag. „Sá sem kemur upp í minn huga er Ziyech. Hann er að spila í Englandi og gæti orðið mjög góður leikmaður fyrir Manchester United undir stjórn Eriks,“ sagði Marco van Basten á Ziggo Sport. Erik Ten Hag er hættur sem stjóri Ajax og þegar byrjaður að vinna hjá Manchester United. Nú er bara spurning um hvaða fyrrum leikmaður hans hjá Ajax verður sá fyrsti til að endurnýja kynnin á Old Trafford.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fleiri fréttir Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Sjá meira