Stjórnvöld blekki almenning með villandi framsetningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. maí 2022 12:42 Finnur Ricart segir markmið stjórnvalda í loftslagsmálum stórlega ýkt af þeim sjálfum. aðsend Stjórnvöld blekkja almenning með villandi framsetningu á tölum um markmið sín í loftslagsmálum að mati Ungra umhverfissinna. Allt stefni í að samdráttur í heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá árinu 2005 til 2030 verði aðeins 4,3 prósent en ekki 55 prósent eins og stefnt er að. Fá stjórnvöld falleinkunn í loftslagsmálum? Þessi spurning var titill ráðstefnu á vegum Landverndar og Ungra umhverfissinna og svarið við henni er einfalt að mati samtakanna: Já, stjórnvöld fá algjöra falleinkunn. Og ekki nóg með það heldur setja þau fram útreikninga um samdrátt gróðurhúsalofttegunda á afar villandi hátt að mati Finns Ricart Andrasonar, loftslagsfulltrúa Ungra umhverfissinna. „Já, stjórnvöld eru heldur betur að blekkja almenning. Þau básúna í fjölmiðlum og á alþjóðlegum ráðstefnum að þau séu með metnaðarfull markmið og að þau vilji setja loftslagsmálin í forgang og hlusti á vísindin,“ segir Finnur. En eftir að hafa kafað í tölur um losun sem Umhverfisstofnun heldur utan um segir Finnur að markmið stjórnvalda um 55 prósenta samdrátt í losuninni milli áranna 2005 til 2030 taki ekki til allrar losunar á landinu. Það markmið miði við úrelta staðla og inni í þeim vanti losun frá landnotkun og stóriðju sem eru auðvitað einhverjir stærstu þættir losunar landsins. „Þannig að raunverulegur samdráttur sem stjórnvöld stefna að í heildarlosun er einungis 13 prósent,“ segir Finnur. Stefnt að 13 prósenta samdrætti ef stóriðjan og fleira er tekið inn í myndina, mun minna en helmingssamdrætti eins og alþjóðavísindasamfélagið kallar eftir á heimsvísu. Og Finnur segir að allt líti út fyrir að stjórnvöld nái ekki einu sinni þessu markmiði um 13 prósenta samdrátt. „Ef við förum lengra og horfum á þá losun sem við hofum fram á sem Umhverfisstofnun er nýbúin að framreikna þá sjáum við fram á að raunverulegur samdráttur í heildarlosun verður einungis um 4,3 prósent en ekki 50 prósent eins og við þurfum virkilega á að halda til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga,“ segir Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Fá stjórnvöld falleinkunn í loftslagsmálum? Þessi spurning var titill ráðstefnu á vegum Landverndar og Ungra umhverfissinna og svarið við henni er einfalt að mati samtakanna: Já, stjórnvöld fá algjöra falleinkunn. Og ekki nóg með það heldur setja þau fram útreikninga um samdrátt gróðurhúsalofttegunda á afar villandi hátt að mati Finns Ricart Andrasonar, loftslagsfulltrúa Ungra umhverfissinna. „Já, stjórnvöld eru heldur betur að blekkja almenning. Þau básúna í fjölmiðlum og á alþjóðlegum ráðstefnum að þau séu með metnaðarfull markmið og að þau vilji setja loftslagsmálin í forgang og hlusti á vísindin,“ segir Finnur. En eftir að hafa kafað í tölur um losun sem Umhverfisstofnun heldur utan um segir Finnur að markmið stjórnvalda um 55 prósenta samdrátt í losuninni milli áranna 2005 til 2030 taki ekki til allrar losunar á landinu. Það markmið miði við úrelta staðla og inni í þeim vanti losun frá landnotkun og stóriðju sem eru auðvitað einhverjir stærstu þættir losunar landsins. „Þannig að raunverulegur samdráttur sem stjórnvöld stefna að í heildarlosun er einungis 13 prósent,“ segir Finnur. Stefnt að 13 prósenta samdrætti ef stóriðjan og fleira er tekið inn í myndina, mun minna en helmingssamdrætti eins og alþjóðavísindasamfélagið kallar eftir á heimsvísu. Og Finnur segir að allt líti út fyrir að stjórnvöld nái ekki einu sinni þessu markmiði um 13 prósenta samdrátt. „Ef við förum lengra og horfum á þá losun sem við hofum fram á sem Umhverfisstofnun er nýbúin að framreikna þá sjáum við fram á að raunverulegur samdráttur í heildarlosun verður einungis um 4,3 prósent en ekki 50 prósent eins og við þurfum virkilega á að halda til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga,“ segir Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira