Óvæntrar samsetningar gæti verið að vænta Snorri Másson skrifar 18. maí 2022 19:58 Hildur skælbrosandi eftir fyrstu tölur á laugardagskvöld, en Sjálfstæðisflokkurinn fékk sex fulltrúa. Stöð 2 Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að dregið geti til óvæntra tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í Reykjavík á næstu dögum. Fleiri en ein stjórn komi til greina fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins hefur nú rætt við alla oddvita hinna flokkanna. Það eru að verða komnir fjórir dagar frá því að niðurstöður kosninga lágu fyrir og enn er ekkert farið að skýrast með myndun meirihluta í borginni. Að teknu tilliti til alls og alls er það helst stjórn Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar sem rætt er um. Það eru þrettán. Dagur, Einar og Dóra gætu þó komist að þeirri niðurstöðu að þau þyrftu ekki á Þórdísi að halda, enda þarf bara að telja upp að tólf. Á sama hátt gæti Þórdís Lóa endurskoðað óformlegt bandalag sitt með Samfylkingu og Pírötum, farið og rætt við Sjálfstæðisflokk og myndað stjórn með honum, Framsóknarflokki og Flokki fólksins. Það er líka eini sjáanlegi möguleiki Sjálfstæðisflokksins, nema ef Samfylkingin kysi að vinna með honum. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur ekki fyrsti kostur „Það er ekki fyrsti kostur. En allt má skoða,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Dagur vill ekki tala við ykkur? „Við höfum ekki rætt saman símleiðis.“ Hildur segist ósammála því að Sjálfstæðisflokkurinn sé í þröngri stöðu; og ítrekar að fleiri en einn möguleiki sé í stöðunni fyrir flokkinn. „Það eru ýmis mynstur í umræðunni og ég held að það muni koma svolítið í ljós, hvað er verið að ræða og það gæti orðið svolítið óvænt.“ Þannig að þú boðar tíðindi? „Hugsanlega. Það er að minnsta kosti verið að ræða lausnir sem gætu markað ákveðin tíðindi.“ Hvenær má vænta þeirra? „Ég veit það ekki. Við erum bara að taka þessa umræðu og að vanda okkur öll, þannig að kannski í kvöld, kannski á morgun, maður skal ekki segja. Ég gef bara loðin svör. Trúnaður skiptir öllu þegar maður er í svona viðkvæmum umræðum.“ Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag. 17. maí 2022 19:20 Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. 18. maí 2022 12:25 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Það eru að verða komnir fjórir dagar frá því að niðurstöður kosninga lágu fyrir og enn er ekkert farið að skýrast með myndun meirihluta í borginni. Að teknu tilliti til alls og alls er það helst stjórn Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar sem rætt er um. Það eru þrettán. Dagur, Einar og Dóra gætu þó komist að þeirri niðurstöðu að þau þyrftu ekki á Þórdísi að halda, enda þarf bara að telja upp að tólf. Á sama hátt gæti Þórdís Lóa endurskoðað óformlegt bandalag sitt með Samfylkingu og Pírötum, farið og rætt við Sjálfstæðisflokk og myndað stjórn með honum, Framsóknarflokki og Flokki fólksins. Það er líka eini sjáanlegi möguleiki Sjálfstæðisflokksins, nema ef Samfylkingin kysi að vinna með honum. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur ekki fyrsti kostur „Það er ekki fyrsti kostur. En allt má skoða,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Dagur vill ekki tala við ykkur? „Við höfum ekki rætt saman símleiðis.“ Hildur segist ósammála því að Sjálfstæðisflokkurinn sé í þröngri stöðu; og ítrekar að fleiri en einn möguleiki sé í stöðunni fyrir flokkinn. „Það eru ýmis mynstur í umræðunni og ég held að það muni koma svolítið í ljós, hvað er verið að ræða og það gæti orðið svolítið óvænt.“ Þannig að þú boðar tíðindi? „Hugsanlega. Það er að minnsta kosti verið að ræða lausnir sem gætu markað ákveðin tíðindi.“ Hvenær má vænta þeirra? „Ég veit það ekki. Við erum bara að taka þessa umræðu og að vanda okkur öll, þannig að kannski í kvöld, kannski á morgun, maður skal ekki segja. Ég gef bara loðin svör. Trúnaður skiptir öllu þegar maður er í svona viðkvæmum umræðum.“
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag. 17. maí 2022 19:20 Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. 18. maí 2022 12:25 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag. 17. maí 2022 19:20
Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. 18. maí 2022 12:25