Erlent

Apa­bóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Banda­ríkjunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sjúkdómurinn, sem er náskyldur bólusótt en mun vægari, finnst yfirleitt aðeins í Afríku.
Sjúkdómurinn, sem er náskyldur bólusótt en mun vægari, finnst yfirleitt aðeins í Afríku. AP

Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum.

Sjúkdómurinn, sem er náskyldur bólusótt en mun vægari, finnst yfirleitt aðeins í Afríku.  

Síðustu daga hefur hann hinsvegar skotið upp kollinum í Bretlandi, Kanada, Portúgal og á Spáni. Maðurinn sem greindist smitaður í Massachussetts var einmitt nýkominn frá Kanada.

Grunur leikur á að smitin tengist með einhverjum hætti en það er í rannsókn. 

Heilbrigðisyfirvöld segja almenningi engin hætta búin af sjúkdómnum, sem sé sjaldnast banvænn, heldur jafnar fólk sig á nokkrum vikum. 

Í Afríku smitast apabóla yfirleitt við bit frá nagdýrum og smitast hún ekki auðveldlega á milli manna. 

Í frétt AP segir að rannsakendur í Evrópu segi flest tilfellin tengjast sam- eða tvíkynhneigðum karlmönnum og er nú verið að kanna hvort að sjúkdómurinn fari manna í millum í gegnum kynmök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×