„Er harðasti Valsarinn í heiminum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2022 11:31 Má ég heyra? vísir/bára Kristófer Acox varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn með Val í gær og í fjórða skiptið alls. Hann var að vonum í skýjunum þegar Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við hann eftir sigurinn á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í Origo-höllinni. „Það er alltaf erfitt að gera upp á milli titla en ég set hann alveg efst með hinum. Þetta er ólýsanleg tilfinning, að fá að vera Íslandsmeistari fyrir framan þessa áhorfendur. Þetta er gjörsamlega geðveikt,“ sagði Kristófer. Tæplega fjögurra áratuga bið Vals eftir Íslandsmeistaratitli lauk loks í gær. Kristófer segir sérstakt að vera hluti af liðinu sem braut þennan þykka ís. „Þetta er algjör heiður. Við vorum vonsviknir að detta út í fyrra og ætluðum okkur titilinn. Við vissum að við ættum að rífa þetta félag upp á hæsta plan. Það var helvíti erfitt að labba út og sjá alltaf 1983 á veggnum,“ sagði Kristófer og vísaði til meistaraveggsins fræga á Hlíðarenda. „Þetta hefur verið markmiðið frá byrjun og það er geggjað að fá að upplifa þetta núna eftir alla þessa mánuði.“ Klippa: Viðtal við Kristófer Acox Kristófer segir að Valsmenn séu ekki saddir og ætli sér að byggja ofan á árangur tímabilsins. „Algjörlega. Maður vill alltaf verja titilinn og halda áfram. Allir sem upplifðu þetta núna vilja pottþétt upplifa þetta aftur. Við erum að reyna að búa til alvöru stemmningu. Horfum í kringum okkur. Þetta er komið til að vera,“ sagði Kristófer. En hversu mikill Valsari er Kristófer orðinn? „Ég er harðasti Valsarinn í heiminum,“ svaraði Kristófer sem skoraði þrettán stig og tók nítján fráköst í oddaleiknum í gær. Kristófer er uppalinn hjá KR en yfirgaf félagið 2020 vegna launadeilu sem fór fyrir dómstóla. KR var á endanum gert að greiða honum tæpar fjórar milljónir króna vegna vangoldinna launa. Í úrslitakeppninni var Kristófer með 11,6 stig og 10,1 fráköst að meðaltali í leik. Í deildarkeppninni var hann með 15,0 stig og 11,3 fráköst að meðaltali í leik. Subway-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
„Það er alltaf erfitt að gera upp á milli titla en ég set hann alveg efst með hinum. Þetta er ólýsanleg tilfinning, að fá að vera Íslandsmeistari fyrir framan þessa áhorfendur. Þetta er gjörsamlega geðveikt,“ sagði Kristófer. Tæplega fjögurra áratuga bið Vals eftir Íslandsmeistaratitli lauk loks í gær. Kristófer segir sérstakt að vera hluti af liðinu sem braut þennan þykka ís. „Þetta er algjör heiður. Við vorum vonsviknir að detta út í fyrra og ætluðum okkur titilinn. Við vissum að við ættum að rífa þetta félag upp á hæsta plan. Það var helvíti erfitt að labba út og sjá alltaf 1983 á veggnum,“ sagði Kristófer og vísaði til meistaraveggsins fræga á Hlíðarenda. „Þetta hefur verið markmiðið frá byrjun og það er geggjað að fá að upplifa þetta núna eftir alla þessa mánuði.“ Klippa: Viðtal við Kristófer Acox Kristófer segir að Valsmenn séu ekki saddir og ætli sér að byggja ofan á árangur tímabilsins. „Algjörlega. Maður vill alltaf verja titilinn og halda áfram. Allir sem upplifðu þetta núna vilja pottþétt upplifa þetta aftur. Við erum að reyna að búa til alvöru stemmningu. Horfum í kringum okkur. Þetta er komið til að vera,“ sagði Kristófer. En hversu mikill Valsari er Kristófer orðinn? „Ég er harðasti Valsarinn í heiminum,“ svaraði Kristófer sem skoraði þrettán stig og tók nítján fráköst í oddaleiknum í gær. Kristófer er uppalinn hjá KR en yfirgaf félagið 2020 vegna launadeilu sem fór fyrir dómstóla. KR var á endanum gert að greiða honum tæpar fjórar milljónir króna vegna vangoldinna launa. Í úrslitakeppninni var Kristófer með 11,6 stig og 10,1 fráköst að meðaltali í leik. Í deildarkeppninni var hann með 15,0 stig og 11,3 fráköst að meðaltali í leik.
Subway-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum