Grunaður um mansal og að hafa brotið kynferðislega á ungum dreng Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2022 14:32 Maðurinn kom til landsins með drenginn með flugi frá Kaupmannahöfn í lok apríl síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði síðastliðinn fimmtudag karlmann í vikulangt áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um mansal og að hafa brotið kynferðislega á dreng. Landsréttur staðfesti úrskurðinn fyrr í vikunni, en maðurinn hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi haft afskipti af manninum, sem er erlendur ríkisborgari, þegar hann kom til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn 28. apríl síðastliðinn. Með honum var ungur drengur en þeir voru báðir án ferðaskilríkja og óskaði maðurinn eftir alþjóðlegri vernd fyrir hönd hans og drengsins. Maðurinn sagðist hafa verið á flakki um Evrópu í þrjú ár ásamt barninu. Framvísaði maðurinn pappír sem hann sagði heimila sér að ferðast með barnið. Skjalið er í dómnum hins vegar sagt „ótraust“ og geti sérfræðingar ekkert sagt til um gildi innihaldsins. Ótrúverðugur og reikull framburður Framburður mannsins var sagður afar ótrúverðugur og reikull, bæði varðandi fyrri dvöl í Evrópu, ferðaleik og um barnið. Leikur grunur á að brotið hafi verið á barninu kynferðislega og það „beitt vanvirðandi háttsemi“. Í dómnum segir að rannsókn lögreglu sé í fullum gangi, sé umfangsmikil og unnin í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld. Unnið sé að því að staðfesta kennsl og tengsl mannsins við barnið, en uppruni barnsins er sagaður vera óljós. Ekki gefið réttar skýringar Í niðurstöðukafla úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness segir að ljóst sé að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem þung fangelsrefsins sé lögð við. Hafi maðurinn jafnframt viðurkennt að hafa upphaflega ekki gefið réttar skýringar á veru sinni með barnið hér á landi. Rétt sé að veita lögreglu ráðrúm til að ljúka rannsókn á málinu og var manninum því gert að sæta gæsluvarðhaldi til dagsins í dag. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Landsréttur staðfesti úrskurðinn fyrr í vikunni, en maðurinn hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi haft afskipti af manninum, sem er erlendur ríkisborgari, þegar hann kom til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn 28. apríl síðastliðinn. Með honum var ungur drengur en þeir voru báðir án ferðaskilríkja og óskaði maðurinn eftir alþjóðlegri vernd fyrir hönd hans og drengsins. Maðurinn sagðist hafa verið á flakki um Evrópu í þrjú ár ásamt barninu. Framvísaði maðurinn pappír sem hann sagði heimila sér að ferðast með barnið. Skjalið er í dómnum hins vegar sagt „ótraust“ og geti sérfræðingar ekkert sagt til um gildi innihaldsins. Ótrúverðugur og reikull framburður Framburður mannsins var sagður afar ótrúverðugur og reikull, bæði varðandi fyrri dvöl í Evrópu, ferðaleik og um barnið. Leikur grunur á að brotið hafi verið á barninu kynferðislega og það „beitt vanvirðandi háttsemi“. Í dómnum segir að rannsókn lögreglu sé í fullum gangi, sé umfangsmikil og unnin í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld. Unnið sé að því að staðfesta kennsl og tengsl mannsins við barnið, en uppruni barnsins er sagaður vera óljós. Ekki gefið réttar skýringar Í niðurstöðukafla úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness segir að ljóst sé að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem þung fangelsrefsins sé lögð við. Hafi maðurinn jafnframt viðurkennt að hafa upphaflega ekki gefið réttar skýringar á veru sinni með barnið hér á landi. Rétt sé að veita lögreglu ráðrúm til að ljúka rannsókn á málinu og var manninum því gert að sæta gæsluvarðhaldi til dagsins í dag.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira