„Var hætt að vera stressuð fyrir leiki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2022 09:01 Glódís Perla Viggósdóttir átti farsælan tíma í Svíþjóð áður en fór til Bayern München. vísir/bjarni Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fann að hún þurfti á nýrri áskorun að halda í fyrra. Hún gekk þá í raðir Bayern München frá Rosengård. Glódís fór til Eskilstuna United frá Stjörnunni fyrir tímabilið 2015. Hún lék þar í tvö og hálft tímabil áður en hún samdi við Rosengård. Glódís lék með liðinu fram í júlí 2017 þegar hún gekk í raðir Bayern. „Ég var ekki komin á endastöð en á stað þar sem ég var hætt að vera stressuð fyrir leiki, þekkti öll liðin alltof vel og mér fannst ég vera tilbúin í næsta skref,“ sagði Glódís þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni í Prag í síðasta mánuði, fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM. „Mig langaði í nýja áskorun. Mér fannst þetta ekki vera áskorun lengur. Það voru kannski 2-3 leikir á ári sem mér fannst vera áskorun. Mér fannst ég klár í næsta skref og er ótrúlega ánægð með það.“ Vildi ekki fara bara eitthvað Glódís er á því að hún hafi valið rétta tímann til að færa sig yfir í sterkari deild, þótt það hafi komið til greina að gera það fyrr. „Auðvitað kom það nokkrum sinnum upp í hausinn að færa mig um set. Ég vildi samt ekki taka neina ákvörðun í flýti og fara bara eitthvað, af því bara,“ sagði Glódís. „Ég fann bara þegar ég kom til baka í byrjun árs 2021 að mig langaði að prófa eitthvað annað. Svo sýndi Bayern áhuga snemma árs og þá small þetta. Við lentum líka á móti þeim í Meistaradeildinni. Mér leið eins og þetta hefði átt að gerast.“ Klippa: Glódís um stökkið til Bayern En var stökkið frá Rosengård til Bayern stórt? „Já og nei. Fótboltinn í Þýskalandi er öðruvísi en í Svíþjóð. Að því leitinu var þetta stórt stökk. Mér fannst ég vera í frábæru umhverfi í Rosengård en í Þýskalandi eru meiri einstaklingsgæði,“ sagði Glódís. Meiri einstaklingshugsun „Þar ertu með miklu fleiri betri einstaklinga. Upp á það að gera er þetta meiri áskorun. Þar er þetta meira einstaklingsmiðað á meðan það er meira hugsað um liðið og heildina í Svíþjóð. Í Þýskalandi er meiri einstaklingshugsun sem hefur reynt ótrúlega mikið á mig sem varnarmann. Ég fæ mikið út úr því að spila gegn frábærum leikmönnum sem eru góðir einn á einn, sem ég fékk ekki endilega í Svíþjóð.“ Glódís og stöllur hennar í Bayern enduðu í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í vetur, komust í undanúrslit bikarkeppninnar og átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þýski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Körfubolti Fleiri fréttir Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira
Glódís fór til Eskilstuna United frá Stjörnunni fyrir tímabilið 2015. Hún lék þar í tvö og hálft tímabil áður en hún samdi við Rosengård. Glódís lék með liðinu fram í júlí 2017 þegar hún gekk í raðir Bayern. „Ég var ekki komin á endastöð en á stað þar sem ég var hætt að vera stressuð fyrir leiki, þekkti öll liðin alltof vel og mér fannst ég vera tilbúin í næsta skref,“ sagði Glódís þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni í Prag í síðasta mánuði, fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM. „Mig langaði í nýja áskorun. Mér fannst þetta ekki vera áskorun lengur. Það voru kannski 2-3 leikir á ári sem mér fannst vera áskorun. Mér fannst ég klár í næsta skref og er ótrúlega ánægð með það.“ Vildi ekki fara bara eitthvað Glódís er á því að hún hafi valið rétta tímann til að færa sig yfir í sterkari deild, þótt það hafi komið til greina að gera það fyrr. „Auðvitað kom það nokkrum sinnum upp í hausinn að færa mig um set. Ég vildi samt ekki taka neina ákvörðun í flýti og fara bara eitthvað, af því bara,“ sagði Glódís. „Ég fann bara þegar ég kom til baka í byrjun árs 2021 að mig langaði að prófa eitthvað annað. Svo sýndi Bayern áhuga snemma árs og þá small þetta. Við lentum líka á móti þeim í Meistaradeildinni. Mér leið eins og þetta hefði átt að gerast.“ Klippa: Glódís um stökkið til Bayern En var stökkið frá Rosengård til Bayern stórt? „Já og nei. Fótboltinn í Þýskalandi er öðruvísi en í Svíþjóð. Að því leitinu var þetta stórt stökk. Mér fannst ég vera í frábæru umhverfi í Rosengård en í Þýskalandi eru meiri einstaklingsgæði,“ sagði Glódís. Meiri einstaklingshugsun „Þar ertu með miklu fleiri betri einstaklinga. Upp á það að gera er þetta meiri áskorun. Þar er þetta meira einstaklingsmiðað á meðan það er meira hugsað um liðið og heildina í Svíþjóð. Í Þýskalandi er meiri einstaklingshugsun sem hefur reynt ótrúlega mikið á mig sem varnarmann. Ég fæ mikið út úr því að spila gegn frábærum leikmönnum sem eru góðir einn á einn, sem ég fékk ekki endilega í Svíþjóð.“ Glódís og stöllur hennar í Bayern enduðu í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í vetur, komust í undanúrslit bikarkeppninnar og átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Þýski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Körfubolti Fleiri fréttir Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira