Drengur A$AP- og Rihönnuson kominn í heiminn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. maí 2022 18:50 Parið á tískuvikunni í Mílanó á Ítalíu í febrúar. Rocky og Rihanna eru bæði nokkuð hátt skrifuð í tískuheimum. Jacopo M. Raule/Getty Images Stórsöngkonan Rihanna og rapparinn A$AP Rocky eignuðust son í síðustu viku. Um er að ræða fyrsta barn parsins, sem aðdáendur þeirra um víða veröld hafa beðið með mikilli eftirvæntingu. Frá þessu greinir TMZ-fréttavefurinn, sem er fremstur meðal jafningja þegar kemur að tíðindum úr heimi ríka og fallega fólksins í Hollywood, og hefur eftir heimildamanni sem sagður er standa parinu nærri. TMZ greinir þá frá því að nafn unga drengsins, sem fæddist í Los Angeles, liggi ekki enn fyrir. Slúðurpressan náði síðast í skottið á parinu þann 9. maí, fjórum dögum áður en drengurinn fæddist. Þá var parið statt í Los Angeles um mæðradagshelgina, sem tíðkast að halda upp á í Bandaríkjunum, og fékk sér að borða á veitingastaðnum Giorgio Baldi. Það var í janúar síðastliðinn sem parið tilkynnti um að það ætti von á sínu fyrsta barni, aðdáendum beggja til mikillar gleði og ánægju. Í síðasta mánuði komst orðrómur um ástarlíf parsins á kreik, þess efnis að Rocky hefði haldið fram hjá Rihönnu, með skóhönnuðinum Aminu Muaddi, sem starfar fyrir Fenty, tískuvörumerki í eigu Rihönnu. Aðdáendur söngkonunnar heimsfrægu urðu æfir og olli orðrómurinn miklu fjaðrafoki í þeim kimum Internetsins sem sýsla með líf hinna ríku og frægu. Orðrómurinn var þó fljótt kveðinn í kútinn og reyndist enginn fótur fyrir honum, ef marka má virtustu slúðurblöðin vestan hafs. Hollywood Börn og uppeldi Tímamót Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Frá þessu greinir TMZ-fréttavefurinn, sem er fremstur meðal jafningja þegar kemur að tíðindum úr heimi ríka og fallega fólksins í Hollywood, og hefur eftir heimildamanni sem sagður er standa parinu nærri. TMZ greinir þá frá því að nafn unga drengsins, sem fæddist í Los Angeles, liggi ekki enn fyrir. Slúðurpressan náði síðast í skottið á parinu þann 9. maí, fjórum dögum áður en drengurinn fæddist. Þá var parið statt í Los Angeles um mæðradagshelgina, sem tíðkast að halda upp á í Bandaríkjunum, og fékk sér að borða á veitingastaðnum Giorgio Baldi. Það var í janúar síðastliðinn sem parið tilkynnti um að það ætti von á sínu fyrsta barni, aðdáendum beggja til mikillar gleði og ánægju. Í síðasta mánuði komst orðrómur um ástarlíf parsins á kreik, þess efnis að Rocky hefði haldið fram hjá Rihönnu, með skóhönnuðinum Aminu Muaddi, sem starfar fyrir Fenty, tískuvörumerki í eigu Rihönnu. Aðdáendur söngkonunnar heimsfrægu urðu æfir og olli orðrómurinn miklu fjaðrafoki í þeim kimum Internetsins sem sýsla með líf hinna ríku og frægu. Orðrómurinn var þó fljótt kveðinn í kútinn og reyndist enginn fótur fyrir honum, ef marka má virtustu slúðurblöðin vestan hafs.
Hollywood Börn og uppeldi Tímamót Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira