Dagný framlengdi við West Ham: „Fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2022 13:30 Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki ásamt liðsfélaga sínum Kate Longhurst í leik West Ham á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á nýloknu tímabili. Getty/Bradley Collyer Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir verður áfram í London næstu árin en hún hefur gengið frá nýjum samningi við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. West Ham sagði frá því á heimasíðu að Dagný hafi skrifað undir samning til ársins 2024 en þá verður hún á 33. aldursári. Dagný spilaði 29 leiki fyrir West Ham á tímabilinu og aðeins einn annar leikmaður liðsins spilaði fleiri leiki. Hún varð markahæst, ásamt Claudia Walker, með sex mörk þrátt fyrir að spila miðjunni. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) Dagný skoraði mikilvæg mörk gegn Reading, Everton og Tottenham Hotspur. Hún fagnaði samningnum í viðtali við heimasíðu West Ham. „Ég er mjög ánægð að geta spilað áfram með West Ham United. Ég hef haft virkilega gaman af tíma mínum hér undanfarið eitt og hálfa árið og ég hlakka til að búa til fleiri minningar í vínrauða og bláa búningnum,“ sagði Dagný. „Það er fjölskylduandi í félaginu og þeir styðja svo vel við mig sem mömmu með Brynjar son minn. West Ham hefur séð til að þetta er eins og annað heimili fyrir mig og fjölskyldu mína síðan ég kom. Það að ég hef verið stuðningsmaður félagsins alla tíð á mikinn þátt í því,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Ég tel að ég hafi bætt mig sem leikmann síðan ég kom til London. Ég vil halda áfram að bæta mig og vonandi get ég hjálpað liðinu að byggja ofan á þær framfarir sem við höfðum náð á nýloknu tímabili,“ sagði Dagný. „Við erum mjög ánægðir með að Dagný hefur ákveðið að framlengja samning sinn um tvö ár. Koma hennar í janúar 2021 var hvatinn af þeim jákvæðu breytingum sem hafa orðið hjá félaginu enda er hún leiðtogi sem lætur verkin tala innan sem utan vallar,“ sagði Aidan Boxall framkvæmdastjóri West Ham. „Fagmennska hennar og reynsla hefur verið skínandi dæmi fyrir unga leikmenn okkar og hún hefur líka skorað mikilvæg mörk og gefið mikilvægar stoðsendingar á þessu tímabili,“ sagði Boxall. „Dagný er líka fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur. Hún sýnir að þú getur bæði verið atvinnuíþróttamaður og móðir á sama tíma. Hún hefur verið stuðningsmaður Hammers alla tíð og er nú leiðtogi hjá uppáhaldsfélaginu sínu. Dagný er frábært dæmi um að draumar geta ræst ef þú leggur nógu mikið á þig,“ sagði Boxall. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
West Ham sagði frá því á heimasíðu að Dagný hafi skrifað undir samning til ársins 2024 en þá verður hún á 33. aldursári. Dagný spilaði 29 leiki fyrir West Ham á tímabilinu og aðeins einn annar leikmaður liðsins spilaði fleiri leiki. Hún varð markahæst, ásamt Claudia Walker, með sex mörk þrátt fyrir að spila miðjunni. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) Dagný skoraði mikilvæg mörk gegn Reading, Everton og Tottenham Hotspur. Hún fagnaði samningnum í viðtali við heimasíðu West Ham. „Ég er mjög ánægð að geta spilað áfram með West Ham United. Ég hef haft virkilega gaman af tíma mínum hér undanfarið eitt og hálfa árið og ég hlakka til að búa til fleiri minningar í vínrauða og bláa búningnum,“ sagði Dagný. „Það er fjölskylduandi í félaginu og þeir styðja svo vel við mig sem mömmu með Brynjar son minn. West Ham hefur séð til að þetta er eins og annað heimili fyrir mig og fjölskyldu mína síðan ég kom. Það að ég hef verið stuðningsmaður félagsins alla tíð á mikinn þátt í því,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Ég tel að ég hafi bætt mig sem leikmann síðan ég kom til London. Ég vil halda áfram að bæta mig og vonandi get ég hjálpað liðinu að byggja ofan á þær framfarir sem við höfðum náð á nýloknu tímabili,“ sagði Dagný. „Við erum mjög ánægðir með að Dagný hefur ákveðið að framlengja samning sinn um tvö ár. Koma hennar í janúar 2021 var hvatinn af þeim jákvæðu breytingum sem hafa orðið hjá félaginu enda er hún leiðtogi sem lætur verkin tala innan sem utan vallar,“ sagði Aidan Boxall framkvæmdastjóri West Ham. „Fagmennska hennar og reynsla hefur verið skínandi dæmi fyrir unga leikmenn okkar og hún hefur líka skorað mikilvæg mörk og gefið mikilvægar stoðsendingar á þessu tímabili,“ sagði Boxall. „Dagný er líka fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur. Hún sýnir að þú getur bæði verið atvinnuíþróttamaður og móðir á sama tíma. Hún hefur verið stuðningsmaður Hammers alla tíð og er nú leiðtogi hjá uppáhaldsfélaginu sínu. Dagný er frábært dæmi um að draumar geta ræst ef þú leggur nógu mikið á þig,“ sagði Boxall. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars)
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira