Makindaleg á frottésloppnum Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 20. maí 2022 08:30 Á síðasta áratug hefur ástand á leigumarkaði farið síversnandi. Leiguverð á Íslandi hefur hækkað 104% eða sjö sinnum meira en leiguverð á meginlandi Evrópu. Frá árinu 2005 hafa 67% af öllu fasteignum farið til eignafólks og fyrirtækja sem sækja sem aldrei fyrr inn á leigumarkaðinn í leit að góðri ávöxtun. Við þetta hefur séreignarhlutfall á Íslandi hrapað niður í 70%. Þrefalt fleiri ungmenni búa í foreldrahúsum á Íslandi en í Danmörku og íslenskir námsmenn borga þrefalt hærri leigu en námsmenn þar í landi. Leigjendur á íslenskum leigumarkaði eldri en 34 ára hafa 0,5 – 1.4% líkur á að sleppa af leigumarkaði. Hlutfall óhagnaðardrifins leiguhúsnæðis á almennum markað á Íslandi er með því allra minnsta sem gerist í Evrópu. Samkvæmt mælingum HMS borga 45% leigjenda yfir 45% af öllum ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu, á meðan að 9% íbúa á meginlandi Evrópu borga yfir 40% af ráðstöfunartekjum. Ástandið er því nærri því fimmfalt verra meðal leigjenda á Íslandi. Íslenskir leigjendur flytja líka búferlum margfalt oftar en leigjendur í öðrum löndum. Íslenskur leigumarkaður ekki boðlegur siðuðu samfélagi Í öllum öðrum löndum Evrópu þar sem séreignarhlutfallið fer undir 80% kemur til annaðhvort regluvæddur leigumarkaður sem ver leigjendur eða umfangsmikill óhagnaðardrifinn almennur leigumarkaður. Siðuð samfélög hafa áttað sig á því að leigjendur þurfa vernd frá fjármagnsöflunum og/eða þjónustu frá samfélaginu. Í siðuðum löndum eru leigjendur ekki álitnir auðlind fyrir fjármagnseigendur. Ríki og sveitarfélög hafa slíka kyldum að gegna gagnvart íbúum. Skv lögum hafa yfirvöld frumkvæðisskyldu gagnvart þeim sem eru á leigumarkaði. Það er þeirra að útvega húsnæði og að tryggja velferð leigjenda. Umboðsmaður barna hefur einnig áréttað þetta í áliti sínum um hnignandi velferð barna á leigumarkaði. Það blasir við öllum að ástandið á íslenskum leigumarkaði er ekki boðlegt neinu samfélagi. Ekkert samfélag sem festir fólk í ánauð á fasteignamarkaði og lætur það skapa öðrum auð getur kallað sig velferðarsamfélag. Það er sannarlega vítaverð vanræksla að sitja hjá á meðan að peningaöflunum er hleypt inn á húsnæðismarkaðinn og leyfa þeim að athafna sig í fullkomnu skeytingarleysi gagnvart þeim sem sitja föst og geta ekki varið sig. Leigumarkaðurinn er hamfarsvæði þar sem réttindi leigjenda eru lítil og illa varin, þar sem öryggi þeirra er fyrir borð borið og þar sem afkomuótti, streita, fátækt og heilsubrestur ríkja sem bein afleiðing af ástandinu. Fátækt á leigumarkaði er alvarlegt vandamál sem kostar þá sem búa við hana gríðarlega mikla streitu sem bæði erfist og dregur úr heilbrigði og lífslíkum. Að slökkva bálið með hitamæli Það er því blaut tuska í andlit leigjenda og alveg ferleg gaslýsing þegar stjórnvöld koma makindaleg með stillingu, hógværð og tómlæti á frottéslopp inn á hið félagslega hamfarasvæði sem leigumarkaðurinn er og boða engar breytingar á velferð leigjenda. Leigjendur sem hafa búið við sífellt verri og íþyngjandi skilyrði og verðlagningu á leigumarkaði í rúman áratug geta bara haldið áfram að éta það sem úti frýs á meðan ráðamenn vilja safna tölum, tölum sem hugsanlega munu upplýsa stjórnvöld um breytingar á leigumarkaði á komandi misserum.Það er til marks um forrétindablindu þeirra sem ekki búa á leigumarkaði en hafa örlög leigjenda í höndum sér þegar svona aðgerðarleysi er lagt til. Það er líka gagnrýnivert að ráðherra húsnæðismála taki við slíkum tillögum úr átakshópi um úrbætur á húsnæðismarkaði í annað skipti á 3 árum án þess að í þeim felist nokkur umræða um hvernig velferð leigjenda skuli tryggð. Hann mælist þó til þess að því er virðist að við reynum að slökkva bálið á leigumarkaði með því að mæla hitann á eldinum. Sigurður Ingi Jóhannsson Innviðaráðherra hefur jú boðað breytingar á húsaleigulögunum, breytingar sem hann segir að eigi að auka húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjenda. Í frumvarpinu sem hann lagði fram 17. maí síðastliðinn mælir hann fyrir um skráningarskyldu á leigusamningum, sem er gott og gilt. En hann segir jafnframt að sú framkvæmd muni tryggja húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjenda sem er langsótt firra svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Starfshópur Þjóðhagsráðs um umbætur á húsnæðismarkaði sem Sigurður Ingi vísar til og byggir tillögur sínar á hefur starfað í tvígang frá árinu 2019. Á því ári skrifuðu stjórnvöld undir yfirlýsingu til að tryggja lífskjarasamninginn. Í skýrslu starfshópsins og í áðurnefndum lífskjarasamning var að finna tillögur að alvöru réttarbótum fyrir leigjendur. Þetta voru loforð sem núverandi stjórnvöld undirgengust og mæltu fyrir og þau loforð þarf að efna. Það vantaði heldur ekki tillögur um úrbætur á leigumarkaði inn í þá vinnu sem var að ljúka núna í vikunni og kynnt var í gær þ. 19. maí. Undirritaður sat tvo fundi sem fulltrúi leigjenda í 23 manna undirhópi um málefni leigumarkaðarins sem eini fulltrúi leigjenda. Lagði ég fram fjölda atriða um það sem betur mætti fara á leigumarkaði, sem sá eini sem hafði innsýn og skilning á verunni þar, þeim var öllum hafnað eða hunsað. Loforð svikin af mikilli elju. Í frumvarpi að breytingum á húsaleigulögum sem var lagt inn á samráðsgátt alþingis í febrúar 2020 var að finna ákvæði um leigubremsu, en leigubremsa takmarkar möguleika leigusala á að hækka leigu umfram vísitölu. Þetta var eitt af þeim atriðum sem ASÍ, BHM og BSRB börðust hvað harðast fyrir í lífskjarasamningnum og er umfram allt eitt stærsta hagsmunamál leigjenda. Það skýtur því skökku við að þetta loforð hafi verið svikið að undirlagi embættismanna í ráðuneytunum og þau svik samþykkt af þeim sem fara fyrir þessum málaflokki. Að sama skapi var loforð nr. 13 í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við lífskjarasamninginn svohljóðandi: „Stuðningur við hagsmunasamtök leigjenda verði aukinn og þau gerð að virkum málsvara leigjenda”. Það loforð hefur ekki verið efnt, þrátt fyrir ítrekaðar óskir Samtaka leigjenda á Íslandi sem nú þegar sinna umfangsmikilli hagsmunagæslu og þjónustu við leigjendur. Það er ekki mikils að vænta frá stjórnvöldum sem fara fram með slíku taktleysi og tómlæti og svíkja loforð sín hægri vinstri. Það er greinilegt að leigjendur eru dæmdir til þess að vera áfram auðlind fyrir fjármagnseigendur á fasteignamarkaði. Hnignandi velferð þeirra sem búa á leigumarkaði, hvort sem er barna, ungmenna, fullorðinna og eldri borgara, telja stjórnvöld réttmætan fórnarkostnað. En þrátt fyrir hrópandi dugleysi stjórnvalda ætti að vera hægt að krefjast þess að þau efni þau loforð sem þau hafa þegar undirritað, og að þeir sem hvöttu til réttarbóta fyrir leigjendur styðji við kröfur um efndir. Leigjendur er lagðir af stað í hagsmunabaráttu, langferð sem mun enda með því að þeirra kröfum um velferð og réttlæti verður mætt. Leigjendur alls staðar í heiminum hafa nánast undantekningarlaust haft sigur og náð sínum kröfum fram. Það skyldi því enginn vanmeta mátt og þrautseigju heimilisfólks þeirra 40.000 heimila sem eru á leigumarkaði. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hrafn Arngrímsson Leigumarkaður Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Á síðasta áratug hefur ástand á leigumarkaði farið síversnandi. Leiguverð á Íslandi hefur hækkað 104% eða sjö sinnum meira en leiguverð á meginlandi Evrópu. Frá árinu 2005 hafa 67% af öllu fasteignum farið til eignafólks og fyrirtækja sem sækja sem aldrei fyrr inn á leigumarkaðinn í leit að góðri ávöxtun. Við þetta hefur séreignarhlutfall á Íslandi hrapað niður í 70%. Þrefalt fleiri ungmenni búa í foreldrahúsum á Íslandi en í Danmörku og íslenskir námsmenn borga þrefalt hærri leigu en námsmenn þar í landi. Leigjendur á íslenskum leigumarkaði eldri en 34 ára hafa 0,5 – 1.4% líkur á að sleppa af leigumarkaði. Hlutfall óhagnaðardrifins leiguhúsnæðis á almennum markað á Íslandi er með því allra minnsta sem gerist í Evrópu. Samkvæmt mælingum HMS borga 45% leigjenda yfir 45% af öllum ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu, á meðan að 9% íbúa á meginlandi Evrópu borga yfir 40% af ráðstöfunartekjum. Ástandið er því nærri því fimmfalt verra meðal leigjenda á Íslandi. Íslenskir leigjendur flytja líka búferlum margfalt oftar en leigjendur í öðrum löndum. Íslenskur leigumarkaður ekki boðlegur siðuðu samfélagi Í öllum öðrum löndum Evrópu þar sem séreignarhlutfallið fer undir 80% kemur til annaðhvort regluvæddur leigumarkaður sem ver leigjendur eða umfangsmikill óhagnaðardrifinn almennur leigumarkaður. Siðuð samfélög hafa áttað sig á því að leigjendur þurfa vernd frá fjármagnsöflunum og/eða þjónustu frá samfélaginu. Í siðuðum löndum eru leigjendur ekki álitnir auðlind fyrir fjármagnseigendur. Ríki og sveitarfélög hafa slíka kyldum að gegna gagnvart íbúum. Skv lögum hafa yfirvöld frumkvæðisskyldu gagnvart þeim sem eru á leigumarkaði. Það er þeirra að útvega húsnæði og að tryggja velferð leigjenda. Umboðsmaður barna hefur einnig áréttað þetta í áliti sínum um hnignandi velferð barna á leigumarkaði. Það blasir við öllum að ástandið á íslenskum leigumarkaði er ekki boðlegt neinu samfélagi. Ekkert samfélag sem festir fólk í ánauð á fasteignamarkaði og lætur það skapa öðrum auð getur kallað sig velferðarsamfélag. Það er sannarlega vítaverð vanræksla að sitja hjá á meðan að peningaöflunum er hleypt inn á húsnæðismarkaðinn og leyfa þeim að athafna sig í fullkomnu skeytingarleysi gagnvart þeim sem sitja föst og geta ekki varið sig. Leigumarkaðurinn er hamfarsvæði þar sem réttindi leigjenda eru lítil og illa varin, þar sem öryggi þeirra er fyrir borð borið og þar sem afkomuótti, streita, fátækt og heilsubrestur ríkja sem bein afleiðing af ástandinu. Fátækt á leigumarkaði er alvarlegt vandamál sem kostar þá sem búa við hana gríðarlega mikla streitu sem bæði erfist og dregur úr heilbrigði og lífslíkum. Að slökkva bálið með hitamæli Það er því blaut tuska í andlit leigjenda og alveg ferleg gaslýsing þegar stjórnvöld koma makindaleg með stillingu, hógværð og tómlæti á frottéslopp inn á hið félagslega hamfarasvæði sem leigumarkaðurinn er og boða engar breytingar á velferð leigjenda. Leigjendur sem hafa búið við sífellt verri og íþyngjandi skilyrði og verðlagningu á leigumarkaði í rúman áratug geta bara haldið áfram að éta það sem úti frýs á meðan ráðamenn vilja safna tölum, tölum sem hugsanlega munu upplýsa stjórnvöld um breytingar á leigumarkaði á komandi misserum.Það er til marks um forrétindablindu þeirra sem ekki búa á leigumarkaði en hafa örlög leigjenda í höndum sér þegar svona aðgerðarleysi er lagt til. Það er líka gagnrýnivert að ráðherra húsnæðismála taki við slíkum tillögum úr átakshópi um úrbætur á húsnæðismarkaði í annað skipti á 3 árum án þess að í þeim felist nokkur umræða um hvernig velferð leigjenda skuli tryggð. Hann mælist þó til þess að því er virðist að við reynum að slökkva bálið á leigumarkaði með því að mæla hitann á eldinum. Sigurður Ingi Jóhannsson Innviðaráðherra hefur jú boðað breytingar á húsaleigulögunum, breytingar sem hann segir að eigi að auka húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjenda. Í frumvarpinu sem hann lagði fram 17. maí síðastliðinn mælir hann fyrir um skráningarskyldu á leigusamningum, sem er gott og gilt. En hann segir jafnframt að sú framkvæmd muni tryggja húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjenda sem er langsótt firra svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Starfshópur Þjóðhagsráðs um umbætur á húsnæðismarkaði sem Sigurður Ingi vísar til og byggir tillögur sínar á hefur starfað í tvígang frá árinu 2019. Á því ári skrifuðu stjórnvöld undir yfirlýsingu til að tryggja lífskjarasamninginn. Í skýrslu starfshópsins og í áðurnefndum lífskjarasamning var að finna tillögur að alvöru réttarbótum fyrir leigjendur. Þetta voru loforð sem núverandi stjórnvöld undirgengust og mæltu fyrir og þau loforð þarf að efna. Það vantaði heldur ekki tillögur um úrbætur á leigumarkaði inn í þá vinnu sem var að ljúka núna í vikunni og kynnt var í gær þ. 19. maí. Undirritaður sat tvo fundi sem fulltrúi leigjenda í 23 manna undirhópi um málefni leigumarkaðarins sem eini fulltrúi leigjenda. Lagði ég fram fjölda atriða um það sem betur mætti fara á leigumarkaði, sem sá eini sem hafði innsýn og skilning á verunni þar, þeim var öllum hafnað eða hunsað. Loforð svikin af mikilli elju. Í frumvarpi að breytingum á húsaleigulögum sem var lagt inn á samráðsgátt alþingis í febrúar 2020 var að finna ákvæði um leigubremsu, en leigubremsa takmarkar möguleika leigusala á að hækka leigu umfram vísitölu. Þetta var eitt af þeim atriðum sem ASÍ, BHM og BSRB börðust hvað harðast fyrir í lífskjarasamningnum og er umfram allt eitt stærsta hagsmunamál leigjenda. Það skýtur því skökku við að þetta loforð hafi verið svikið að undirlagi embættismanna í ráðuneytunum og þau svik samþykkt af þeim sem fara fyrir þessum málaflokki. Að sama skapi var loforð nr. 13 í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við lífskjarasamninginn svohljóðandi: „Stuðningur við hagsmunasamtök leigjenda verði aukinn og þau gerð að virkum málsvara leigjenda”. Það loforð hefur ekki verið efnt, þrátt fyrir ítrekaðar óskir Samtaka leigjenda á Íslandi sem nú þegar sinna umfangsmikilli hagsmunagæslu og þjónustu við leigjendur. Það er ekki mikils að vænta frá stjórnvöldum sem fara fram með slíku taktleysi og tómlæti og svíkja loforð sín hægri vinstri. Það er greinilegt að leigjendur eru dæmdir til þess að vera áfram auðlind fyrir fjármagnseigendur á fasteignamarkaði. Hnignandi velferð þeirra sem búa á leigumarkaði, hvort sem er barna, ungmenna, fullorðinna og eldri borgara, telja stjórnvöld réttmætan fórnarkostnað. En þrátt fyrir hrópandi dugleysi stjórnvalda ætti að vera hægt að krefjast þess að þau efni þau loforð sem þau hafa þegar undirritað, og að þeir sem hvöttu til réttarbóta fyrir leigjendur styðji við kröfur um efndir. Leigjendur er lagðir af stað í hagsmunabaráttu, langferð sem mun enda með því að þeirra kröfum um velferð og réttlæti verður mætt. Leigjendur alls staðar í heiminum hafa nánast undantekningarlaust haft sigur og náð sínum kröfum fram. Það skyldi því enginn vanmeta mátt og þrautseigju heimilisfólks þeirra 40.000 heimila sem eru á leigumarkaði. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun