Bjórinn kláraðist á Hlíðarenda: „Langstærsti dagur í sögu Fjóssins“ Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2022 10:31 Það var létt yfir mönnum í Fjósinu bæði fyrir og eftir oddaleikinn á miðvikudag þar sem Valur tryggði sér langþráðan Íslandsmeistaratitil í körfubolta. vísir/Hulda Margrét „Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt,“ segir Gunnar Kristjánsson, vertinn í Fjósinu á Hlíðarenda, sem aldrei hefur verið nálægt því að selja eins mikið af bjór eins og á miðvikudagskvöld. Valur og Tindastóll mættust í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta þar sem Valsmenn tryggðu sér titilinn í fyrsta sinn í 39 ár. Uppselt var á leikinn og gestir sögulega duglegir að svala þorstanum þetta eftirminnilega kvöld. „Þessi fjögur ár sem við höfum verið með Fjósið hef ég ekki upplifað annað eins. Þetta er lang-, lang-, langstærsti dagur í sögu Fjóssins enda 2.200 manns á svæðinu. Það kláraðist allt,“ segir Gunnar en hann ræddi við Andra Má Eggertsson í gærkvöld eftir að hafa undirbúið næstu törn, vegna úrslitaeinvíganna í handboltanum. Gleðin var við völd í Fjósinu og aldrei hefur selst þar eins mikið magn af öli á einum degi.vísir/Hulda Margrét „Það fóru hérna á þriðja tug kúta, og þúsund dósir, og það var eiginlega ekki til dropi á Hlíðarenda þegar ég fór heim um nóttina. Það var bara allt búið,“ segir Gunnar um miðvikudagskvöldið á meðan að stjórnmálamaðurinn Brynjar Níelsson krækti sér í einn kaldan. Klippa: Vertinn í Fjósinu aldrei selt eins mikinn bjór „Tindastólsmenn eiga þvílíkt hrós skilið“ Gleðin var við völd fram á nótt í Fjósinu þar sem bæði Valsarar og Skagfirðingar nutu lífsins. „Þegar leikmennirnir komu hérna inn að fagna þá var þvílíkt hoppað og dansað hérna, og svo mikil gleði. Snobbið var að vera inni í eldhúsi að tala. Það var snobbsvæðið. Finnur og Jón Arnór og þeir voru þar að kjafta. Tindastólsmenn eiga þvílíkt hrós skilið. Þeir voru svo flottir. Fögnuðu okkar Íslandsmeistaratitli, klöppuðu fyrir okkur, tóku til eftir sig, komu inn í Fjós eftir leik og fögnuðu og óskuðu okkur til hamingju,“ segir Gunnar sem mun eflaust einnig hafa í nægu að snúast í kringum úrslitaeinvígin í handboltanum. Þar léku Valsmenn gegn ÍBV í gærkvöld og Valskonur hefja einvígi sitt við Fram í Safamýri í kvöld en eiga svo heimaleik á mánudagskvöld. Valur Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stuð og stemmning hjá stuðningsmönnum Vals og Tindastóls Það styttist óðum í oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Uppselt er á leikinn stuðningsmenn liðanna gerðu sér glaðan dag fyrir hann. 18. maí 2022 19:23 Myndaveisla frá oddaleiknum ótrúlega Valur varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn síðan 1983 eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik á Hlíðarenda. 19. maí 2022 13:28 Umfjöllun: Valur - Tindastóll 73-60 | Valsmenn Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 39 ár Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta karla í þriðja sinn og í fyrsta sinn í 39 ár eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í troðfullri Origo-höll. 18. maí 2022 22:10 Finnur: Mjög erfitt að segja þetta fyrir framan þig en Pavel er sá besti Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson lýsti Pavel Ermolinski sem besta leikmanni sögunnar í íslensku deildakeppninni í körfubolta, eftir að þeir urðu Íslandsmeistarar með Val í gær. 19. maí 2022 12:00 „Er harðasti Valsarinn í heiminum“ Kristófer Acox varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn með Val í gær og í fjórða skiptið alls. Hann var að vonum í skýjunum þegar Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við hann eftir sigurinn á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í Origo-höllinni. 19. maí 2022 11:31 Finnur Freyr tók fram úr Sigga Ingimundar í gærkvöldi Finnur Freyr Stefánsson varð í gærkvöldi fyrsti þjálfarinn í sögunni sem nær að vinna sex Íslandsmeistaratitla í úrslitakeppni karlakörfuboltans. 19. maí 2022 13:45 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira
Valur og Tindastóll mættust í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta þar sem Valsmenn tryggðu sér titilinn í fyrsta sinn í 39 ár. Uppselt var á leikinn og gestir sögulega duglegir að svala þorstanum þetta eftirminnilega kvöld. „Þessi fjögur ár sem við höfum verið með Fjósið hef ég ekki upplifað annað eins. Þetta er lang-, lang-, langstærsti dagur í sögu Fjóssins enda 2.200 manns á svæðinu. Það kláraðist allt,“ segir Gunnar en hann ræddi við Andra Má Eggertsson í gærkvöld eftir að hafa undirbúið næstu törn, vegna úrslitaeinvíganna í handboltanum. Gleðin var við völd í Fjósinu og aldrei hefur selst þar eins mikið magn af öli á einum degi.vísir/Hulda Margrét „Það fóru hérna á þriðja tug kúta, og þúsund dósir, og það var eiginlega ekki til dropi á Hlíðarenda þegar ég fór heim um nóttina. Það var bara allt búið,“ segir Gunnar um miðvikudagskvöldið á meðan að stjórnmálamaðurinn Brynjar Níelsson krækti sér í einn kaldan. Klippa: Vertinn í Fjósinu aldrei selt eins mikinn bjór „Tindastólsmenn eiga þvílíkt hrós skilið“ Gleðin var við völd fram á nótt í Fjósinu þar sem bæði Valsarar og Skagfirðingar nutu lífsins. „Þegar leikmennirnir komu hérna inn að fagna þá var þvílíkt hoppað og dansað hérna, og svo mikil gleði. Snobbið var að vera inni í eldhúsi að tala. Það var snobbsvæðið. Finnur og Jón Arnór og þeir voru þar að kjafta. Tindastólsmenn eiga þvílíkt hrós skilið. Þeir voru svo flottir. Fögnuðu okkar Íslandsmeistaratitli, klöppuðu fyrir okkur, tóku til eftir sig, komu inn í Fjós eftir leik og fögnuðu og óskuðu okkur til hamingju,“ segir Gunnar sem mun eflaust einnig hafa í nægu að snúast í kringum úrslitaeinvígin í handboltanum. Þar léku Valsmenn gegn ÍBV í gærkvöld og Valskonur hefja einvígi sitt við Fram í Safamýri í kvöld en eiga svo heimaleik á mánudagskvöld.
Valur Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stuð og stemmning hjá stuðningsmönnum Vals og Tindastóls Það styttist óðum í oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Uppselt er á leikinn stuðningsmenn liðanna gerðu sér glaðan dag fyrir hann. 18. maí 2022 19:23 Myndaveisla frá oddaleiknum ótrúlega Valur varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn síðan 1983 eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik á Hlíðarenda. 19. maí 2022 13:28 Umfjöllun: Valur - Tindastóll 73-60 | Valsmenn Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 39 ár Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta karla í þriðja sinn og í fyrsta sinn í 39 ár eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í troðfullri Origo-höll. 18. maí 2022 22:10 Finnur: Mjög erfitt að segja þetta fyrir framan þig en Pavel er sá besti Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson lýsti Pavel Ermolinski sem besta leikmanni sögunnar í íslensku deildakeppninni í körfubolta, eftir að þeir urðu Íslandsmeistarar með Val í gær. 19. maí 2022 12:00 „Er harðasti Valsarinn í heiminum“ Kristófer Acox varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn með Val í gær og í fjórða skiptið alls. Hann var að vonum í skýjunum þegar Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við hann eftir sigurinn á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í Origo-höllinni. 19. maí 2022 11:31 Finnur Freyr tók fram úr Sigga Ingimundar í gærkvöldi Finnur Freyr Stefánsson varð í gærkvöldi fyrsti þjálfarinn í sögunni sem nær að vinna sex Íslandsmeistaratitla í úrslitakeppni karlakörfuboltans. 19. maí 2022 13:45 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira
Stuð og stemmning hjá stuðningsmönnum Vals og Tindastóls Það styttist óðum í oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Uppselt er á leikinn stuðningsmenn liðanna gerðu sér glaðan dag fyrir hann. 18. maí 2022 19:23
Myndaveisla frá oddaleiknum ótrúlega Valur varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn síðan 1983 eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik á Hlíðarenda. 19. maí 2022 13:28
Umfjöllun: Valur - Tindastóll 73-60 | Valsmenn Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 39 ár Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta karla í þriðja sinn og í fyrsta sinn í 39 ár eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í troðfullri Origo-höll. 18. maí 2022 22:10
Finnur: Mjög erfitt að segja þetta fyrir framan þig en Pavel er sá besti Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson lýsti Pavel Ermolinski sem besta leikmanni sögunnar í íslensku deildakeppninni í körfubolta, eftir að þeir urðu Íslandsmeistarar með Val í gær. 19. maí 2022 12:00
„Er harðasti Valsarinn í heiminum“ Kristófer Acox varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn með Val í gær og í fjórða skiptið alls. Hann var að vonum í skýjunum þegar Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við hann eftir sigurinn á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í Origo-höllinni. 19. maí 2022 11:31
Finnur Freyr tók fram úr Sigga Ingimundar í gærkvöldi Finnur Freyr Stefánsson varð í gærkvöldi fyrsti þjálfarinn í sögunni sem nær að vinna sex Íslandsmeistaratitla í úrslitakeppni karlakörfuboltans. 19. maí 2022 13:45