„Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2022 11:31 Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Vísir/Sigurjón Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur. Nær algjört hlé hefur verið á brottvísunum í faraldri kórónuveirunnar vegna ferðatakmarkanna af ýmsum toga. En nú stendur til að hefja brottvísanir á ný og umbjóðendur Magnúsar Davíðs Norðdahls lögmanns eru byrjaðir að fá símtöl þess efnis. Fréttablaðið ræddi við Magnús um málið í morgun. „Ákaflega sorglegt“ Í tilkynningu ríkislögreglustjóra í morgun segir að um 250 dvelji enn hér á landi án heimildar vegna þess að þeir hafi neitað að undirgangast sóttvarnareglur móttökuríkjanna. Magnús mótmælir þessari alhæfingu í samtali við fréttastofu - hann sé með umbjóðendur sem ekki hafi neitað slíku. Þá bendir hann á að aðstæður í móttökuríkinu Grikklandi séu afar slæmar. Auk þess sem umbjóðendur hans hafi fest hér rætur. „Þarna eru aðilar sem hafa kannski verið hér í tvö ár, rúmlega sumir hverjir, hafa aðlagast hér, myndað tengsl við landið. Jafnvel eignast barn hérna, fengið vilyrði um vinnu á þessum tíma. Þarna er líka tilvonandi móðir sem gengin er átta mánuði á leið sem stendur til að vísa úr landi líka. Þannig að þetta er auðvitað ákaflega sorglegt,“ segir Magnús. Þú hefur verið í sambandi við umbjóðendur þína, hvernig líður þeim? „Þeim líður bara hræðilega. Það er ekkert hægt að lýsa því öðruvísi. Þetta er mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki.“ Prófmál fyrir dóm í september Þá bendir Magnús á að margir í hópnum hafi verið hér á landi í að minnsta kosti ár og ættu því rétt á að fá mál sín tekin til efnismeðferðar. Stjórnvöld hafi hins vegar kennt umbjóðendum hans um að hafa tafið mál sín - og þeir fái því ekki efnismeðferð. „Við erum að láta reyna á þetta núna fyrir dómi. Það er eitt mál af þessu tagi sem verður flutt 13 september næstkomandi. Ef það mál vinnst þá er alveg ljóst að stjórnvöld eru að framkvæma ólögmætar brottvísanir og eru ranglega að kenna umsækjendum um alþjóðlega vernd um að hafa tafið mál sín,“ segir Magnús. Hælisleitendur Dómsmál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Nær algjört hlé hefur verið á brottvísunum í faraldri kórónuveirunnar vegna ferðatakmarkanna af ýmsum toga. En nú stendur til að hefja brottvísanir á ný og umbjóðendur Magnúsar Davíðs Norðdahls lögmanns eru byrjaðir að fá símtöl þess efnis. Fréttablaðið ræddi við Magnús um málið í morgun. „Ákaflega sorglegt“ Í tilkynningu ríkislögreglustjóra í morgun segir að um 250 dvelji enn hér á landi án heimildar vegna þess að þeir hafi neitað að undirgangast sóttvarnareglur móttökuríkjanna. Magnús mótmælir þessari alhæfingu í samtali við fréttastofu - hann sé með umbjóðendur sem ekki hafi neitað slíku. Þá bendir hann á að aðstæður í móttökuríkinu Grikklandi séu afar slæmar. Auk þess sem umbjóðendur hans hafi fest hér rætur. „Þarna eru aðilar sem hafa kannski verið hér í tvö ár, rúmlega sumir hverjir, hafa aðlagast hér, myndað tengsl við landið. Jafnvel eignast barn hérna, fengið vilyrði um vinnu á þessum tíma. Þarna er líka tilvonandi móðir sem gengin er átta mánuði á leið sem stendur til að vísa úr landi líka. Þannig að þetta er auðvitað ákaflega sorglegt,“ segir Magnús. Þú hefur verið í sambandi við umbjóðendur þína, hvernig líður þeim? „Þeim líður bara hræðilega. Það er ekkert hægt að lýsa því öðruvísi. Þetta er mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki.“ Prófmál fyrir dóm í september Þá bendir Magnús á að margir í hópnum hafi verið hér á landi í að minnsta kosti ár og ættu því rétt á að fá mál sín tekin til efnismeðferðar. Stjórnvöld hafi hins vegar kennt umbjóðendum hans um að hafa tafið mál sín - og þeir fái því ekki efnismeðferð. „Við erum að láta reyna á þetta núna fyrir dómi. Það er eitt mál af þessu tagi sem verður flutt 13 september næstkomandi. Ef það mál vinnst þá er alveg ljóst að stjórnvöld eru að framkvæma ólögmætar brottvísanir og eru ranglega að kenna umsækjendum um alþjóðlega vernd um að hafa tafið mál sín,“ segir Magnús.
Hælisleitendur Dómsmál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira