Kynferðisbrotamenn reyni að nálgast börn í auknum mæli á Snapchat Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. maí 2022 12:07 Ævar pálmi Pálmasson hjá kynferðisbrotaadeild Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Vísir Ábendingum til lögreglu um meinta kynferðisbrotamenn á samskiptaforritinu Snapchat hefur fjölgað á undanförnum árum. Þetta segir lögregla sem telur óvíst hvort lögregla hafi lagalegar heimildir til að loka slíkum reikningum. Brynjar Joensen Creed var í gær dæmdur í sex ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að meðal annars hafa nauðgað þremur stúlkum undir lögaldri og einnig mörg önnur alvarleg og sérlega svívirðileg kynferðisbrot. Brynjar nálgaðist stúlkurnar á samskiptaforritinu Snapchat og sagði lögregla fyrir dómi að hún hefði fundið kennitölur á um 100 stúlkum sem Brynjar hafi verið í samband við. Lögregla beitti tálbeituaðgerð til að hafa hendur í hári Brynjars. Nánar má lesa um dóminn í fréttinni hér að neðan. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar segir að fjölgun hafi verið í ábendingum til lögreglu um vafasamt fólk sem reynir að nálgast börn á forritinu. „Það er gríðarleg notkun barna á þessum miðli. Við sjáum auknar ábendingar og mál sem við höfum verið með í rannsókn og mál sem hefur verið í fréttum undanfarið sýnir það. Þetta hefur aukist,“ sagði Ævar Pálmi. Nota meintir kynferðisbrotamenn þennan vettvang í meiri mæli en áður? „Já klárlega. Það fylgir aukinni almennri notkun að brotamenn nota þennan vettvang miklu, miklu meira.“ Heimildir lögreglu til þess að aðhafast eru misjafnar eftir eðli máls. „Við getum t.d. út frá heimild brotaþola eða tilkynnanda farið inn á Snapchat reikning þess aðila og aflað gagna, en svo er hægt að afla gagna líka frá Snapchat sjálfu en það er allt þyngra í vöfum og tekur lengri tíma. Þannig við höfum lagalegar heimildir til þess að afla ganga varðandi þetta.“ Óvíst hvort lögregla geti lokað vafasömum aðgöngum Hafið þið lagalegar heimildir til þess að loka svona aðgöngum? „Það yrði þá alltaf að gerast í einhvers konar samvinnu við Snapchat. Ég bara þekki það ekki nógu vel hvort við höfum lagalegar heimildir til þess að loka svona aðgangi, ég held nú ekki svona í fljótu bragði.“ Ævar segir að brotaþolar og meintir brotaþolar noti þennan vettvang í auknum mæli til þess að nálgast börn. Varasamur valmöguleiki á Snapchat Í dóminum sem féll í gær kemur fram að ákærði, Brynjar, hafi lýst því hvernig hann notaði svokallað „quick add“ á Snapchat til þess að komast í samband við fjölda kvenna sem hann þekkti ekki. Getur þú lýst því hvað felst í „quick add“ og hvaða hættur felast í því? „Já við höfum séð það í rannsóknum að þessi „quick add“ valmöguleiki er varasamur. Þá er það þannig að hver sem er getur stofnað Snapchat reikning og sendir vinabeiðni eða addar einhverjum aðila, tökum sem dæmi barni, og þá reiknar algóritminn út þannig að hann fer að stinga upp á öðrum vinum sem eru þá yfirleitt krakkar á sama reki, sem eru vinir barnsins sem var addað fyrst og þá ýtir viðkomandi endalaust á „quick add“ og kastar út neti og bíður eftir að eitthvað barn lendi í því.“ Mikilvægt sé að upplýsa börn um hætturnar sem geta falist í notkun Snapchat . „Fyrst og fremst þarf að upplýsa börn um hætturnar og ekki adda neinum eða smaþykkja neinn sem þau þekkja ekki á þessum miðlum. Ræða af virðingu við börnin, ekki ásaka þau eða skamma þau fyrir eitt né neitt. Ræða við þau á jafningagrundvelli um hætturnar sem þarna leynast.“ Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Sjá meira
Brynjar Joensen Creed var í gær dæmdur í sex ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að meðal annars hafa nauðgað þremur stúlkum undir lögaldri og einnig mörg önnur alvarleg og sérlega svívirðileg kynferðisbrot. Brynjar nálgaðist stúlkurnar á samskiptaforritinu Snapchat og sagði lögregla fyrir dómi að hún hefði fundið kennitölur á um 100 stúlkum sem Brynjar hafi verið í samband við. Lögregla beitti tálbeituaðgerð til að hafa hendur í hári Brynjars. Nánar má lesa um dóminn í fréttinni hér að neðan. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar segir að fjölgun hafi verið í ábendingum til lögreglu um vafasamt fólk sem reynir að nálgast börn á forritinu. „Það er gríðarleg notkun barna á þessum miðli. Við sjáum auknar ábendingar og mál sem við höfum verið með í rannsókn og mál sem hefur verið í fréttum undanfarið sýnir það. Þetta hefur aukist,“ sagði Ævar Pálmi. Nota meintir kynferðisbrotamenn þennan vettvang í meiri mæli en áður? „Já klárlega. Það fylgir aukinni almennri notkun að brotamenn nota þennan vettvang miklu, miklu meira.“ Heimildir lögreglu til þess að aðhafast eru misjafnar eftir eðli máls. „Við getum t.d. út frá heimild brotaþola eða tilkynnanda farið inn á Snapchat reikning þess aðila og aflað gagna, en svo er hægt að afla gagna líka frá Snapchat sjálfu en það er allt þyngra í vöfum og tekur lengri tíma. Þannig við höfum lagalegar heimildir til þess að afla ganga varðandi þetta.“ Óvíst hvort lögregla geti lokað vafasömum aðgöngum Hafið þið lagalegar heimildir til þess að loka svona aðgöngum? „Það yrði þá alltaf að gerast í einhvers konar samvinnu við Snapchat. Ég bara þekki það ekki nógu vel hvort við höfum lagalegar heimildir til þess að loka svona aðgangi, ég held nú ekki svona í fljótu bragði.“ Ævar segir að brotaþolar og meintir brotaþolar noti þennan vettvang í auknum mæli til þess að nálgast börn. Varasamur valmöguleiki á Snapchat Í dóminum sem féll í gær kemur fram að ákærði, Brynjar, hafi lýst því hvernig hann notaði svokallað „quick add“ á Snapchat til þess að komast í samband við fjölda kvenna sem hann þekkti ekki. Getur þú lýst því hvað felst í „quick add“ og hvaða hættur felast í því? „Já við höfum séð það í rannsóknum að þessi „quick add“ valmöguleiki er varasamur. Þá er það þannig að hver sem er getur stofnað Snapchat reikning og sendir vinabeiðni eða addar einhverjum aðila, tökum sem dæmi barni, og þá reiknar algóritminn út þannig að hann fer að stinga upp á öðrum vinum sem eru þá yfirleitt krakkar á sama reki, sem eru vinir barnsins sem var addað fyrst og þá ýtir viðkomandi endalaust á „quick add“ og kastar út neti og bíður eftir að eitthvað barn lendi í því.“ Mikilvægt sé að upplýsa börn um hætturnar sem geta falist í notkun Snapchat . „Fyrst og fremst þarf að upplýsa börn um hætturnar og ekki adda neinum eða smaþykkja neinn sem þau þekkja ekki á þessum miðlum. Ræða af virðingu við börnin, ekki ásaka þau eða skamma þau fyrir eitt né neitt. Ræða við þau á jafningagrundvelli um hætturnar sem þarna leynast.“
Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Sjá meira