Áfangi í baráttunni fyrir húsnæðisöryggi Drífa Snædal skrifar 20. maí 2022 14:00 Áfanga var náð í húsnæðismálum í gær þegar húsnæðishópur þjóðhagsráðs skilaði af sér tillögum sínum. Það er ekkert launungarmál að við í verkalýðshreyfingunni vildum ganga lengra, enda staðan á leigumarkaði og hjá þeim sem bera nú íþyngjandi vaxtahækkanir orðin óbærileg. Við stóðum þó að skýrslunni enda hangir við hana yfirlýsing um ný húsaleigulög í haust, á forsendum þess sem lofað hefur verið, og ítrekað í skýrslunni. Það er ljóst að umbætur í húsnæðismálum er ein forsenda kjarasamningsgerðar í haust. Í skýrslunni er jafnframt viðurkennt það viðmið að húsnæðiskostnaður eigi að vera 25% af tekjum fólks og ef hann fer umfram 40% er húsnæðiskostnaður orðinn íþyngjandi. Loksins er komið viðmið um hvað telst ásættanlegur húsnæðiskostnaður og þá skal miða uppbyggingu húsnæðis og húsnæðisstuðning hins opinbera við það. Fleiri tíðindi eru boðuð í tillögunum, en við erum komin nær því en nokkurn tíma áður að geta áætlað húsnæðisþörfina örugglega fram í tímann. Er hún nú talin vera 4.000 íbúðir árlega á landsvísu næstu fimm árin og 3.500 næstu fimm ár þar á eftir. Enn erum við að súpa seyðið af bankahruninu þegar byggingamarkaðurinn fór í frost og við höfum ekki náð upp í þær alvarlegu afleiðingar. Af þessum nýbyggingum næstu árin eiga því sem næst 30% íbúðanna að vera í almenna íbúðakerfinu, sem sagt byggð af óhagnaðardrifnum leigufélögum eins og Bjargi. Þetta er hærra hlutfall en áður hefur verið miðað við og ef vel tekst til þá mun þetta hafa veruleg áhrif á húsnæðisöryggi og afkomu. Fjölmörg önnur atriði eru í tillögunum en mig langar sérstaklega að staldra við endurbætur á húsnæðisstuðningi hins opinbera. ASÍ sýndi glögglega fram á það í vetur að húsnæðisstuðningurinn færi frekar til þeirra sem eru tekjuhæstir en lág- og milliltekjuhópa í samfélaginu. Þau sem þurfa ekki á stuðningi að halda fá hann, aðrir sitja eftir. Á grunni þessara gagna verður farið í að endurskipuleggja húsnæðisstuðning hins opinbera og er það einnig tímasett hvernær því skal lokið. Ég segi það enn og aftur: Húsnæðismál eru stærsta lífskjaramálið, bæði húsnæðiskostnaður og ekki síður húsnæðisöryggi. Það náðist áfangi í þeirri baráttu í gær og við fylgjum því fast eftir. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Áfanga var náð í húsnæðismálum í gær þegar húsnæðishópur þjóðhagsráðs skilaði af sér tillögum sínum. Það er ekkert launungarmál að við í verkalýðshreyfingunni vildum ganga lengra, enda staðan á leigumarkaði og hjá þeim sem bera nú íþyngjandi vaxtahækkanir orðin óbærileg. Við stóðum þó að skýrslunni enda hangir við hana yfirlýsing um ný húsaleigulög í haust, á forsendum þess sem lofað hefur verið, og ítrekað í skýrslunni. Það er ljóst að umbætur í húsnæðismálum er ein forsenda kjarasamningsgerðar í haust. Í skýrslunni er jafnframt viðurkennt það viðmið að húsnæðiskostnaður eigi að vera 25% af tekjum fólks og ef hann fer umfram 40% er húsnæðiskostnaður orðinn íþyngjandi. Loksins er komið viðmið um hvað telst ásættanlegur húsnæðiskostnaður og þá skal miða uppbyggingu húsnæðis og húsnæðisstuðning hins opinbera við það. Fleiri tíðindi eru boðuð í tillögunum, en við erum komin nær því en nokkurn tíma áður að geta áætlað húsnæðisþörfina örugglega fram í tímann. Er hún nú talin vera 4.000 íbúðir árlega á landsvísu næstu fimm árin og 3.500 næstu fimm ár þar á eftir. Enn erum við að súpa seyðið af bankahruninu þegar byggingamarkaðurinn fór í frost og við höfum ekki náð upp í þær alvarlegu afleiðingar. Af þessum nýbyggingum næstu árin eiga því sem næst 30% íbúðanna að vera í almenna íbúðakerfinu, sem sagt byggð af óhagnaðardrifnum leigufélögum eins og Bjargi. Þetta er hærra hlutfall en áður hefur verið miðað við og ef vel tekst til þá mun þetta hafa veruleg áhrif á húsnæðisöryggi og afkomu. Fjölmörg önnur atriði eru í tillögunum en mig langar sérstaklega að staldra við endurbætur á húsnæðisstuðningi hins opinbera. ASÍ sýndi glögglega fram á það í vetur að húsnæðisstuðningurinn færi frekar til þeirra sem eru tekjuhæstir en lág- og milliltekjuhópa í samfélaginu. Þau sem þurfa ekki á stuðningi að halda fá hann, aðrir sitja eftir. Á grunni þessara gagna verður farið í að endurskipuleggja húsnæðisstuðning hins opinbera og er það einnig tímasett hvernær því skal lokið. Ég segi það enn og aftur: Húsnæðismál eru stærsta lífskjaramálið, bæði húsnæðiskostnaður og ekki síður húsnæðisöryggi. Það náðist áfangi í þeirri baráttu í gær og við fylgjum því fast eftir. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun