Grindavík heimsótti Akureyri og mætti Þór. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoraði það sem virtist ætla að vera eina mark leiksins í fyrri hálfleik en þegar leiktíminn var við það að renna út kom Jewook Woo heimamönnum til bjargar, lokatölur 1-1.
Í Safamýri var KV í heimsókn en nýliðarnir höfðu tapað fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Fylki og HK. Ekki tókst þeim að ná í sitt fyrsta stig er Kórdrengir unnu 2-0 sigur þökk sé mörkum Þóris Rafns Þórissonar í sitt hvorum hálfleiknum.
Ingólfur Sigurðsson klúðraði vítaspyrnu fyrir KV í stöðunni 1-0.
Í Mosfellsbæ reyndist Ýmir Halldórsson hetja heimamanna en hann jafnaði metin þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ingvi Rafn Óskarsson hafði komið gestunum frá Selfossi yfir þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka, lokatölur 1-1.
Stöðuna í deildinni má finna á vef Knattspyrnusambands Íslands.