Hefur þú komið til Sómalíu ráðherra? Helen Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2022 14:00 Ég sit hér á skrifstofunni minni í Mogadishu í Sómalíu og er að lesa fréttir frá Íslandi. Það á að vísa 22 ára gamalli sómalískri stúlku úr landi. Það á að senda hana til Grikklands þar sem ljóst er að hún lendir strax á götunni. Dómsmálaráðherra segir eitthvað á þá leið að „þetta fólk“ hafi vitað af þessum brottvísunum svo þetta eigi ekki að koma á óvart. Stúlkan sem um ræðir Asli Jama og er nú þegar komin í sjálfboðastarf hjá Rauða Krossinum og ber því vel þess merki að hún sé að aðlagast lífinu vel á Íslandi. Mig setur hljóðan. Hvernig má það vera að land sem gefur sig út fyrir að vera brautryðjandi í vörslu kvenréttinda snúi baki við ungri konu í þessari stöðu? Útlendingastofa og ráðherra fela sig á bak við Dyflinarregluna en það þarf ekki annað en að vísa í Mannréttindasáttmála SÞ og sáttmála um flóttamenn sem skylda Íslendinga til að vernda flóttamenn, sér í lagi viðkvæmustu hópana. Hluti af minni vinnu hér í Sómalíu snýr að því að skoða sérstaklega áhrif stríðsins á konur og börn og hvernig megi vernda þessa hópa betur. Fyrir þá sem ekki vita að þá býr fjórðungur landsmanna við hungursneyð, stríð geisa á milli ættbálka og hryðjuverkasamtökin Al-Shabab, íslamskir heittrúarmenn, stýra hér stórum landsvæðum. Það líður varla sá dagur í Mogadishu að við heyrum ekki sprengjur þar sem oftar en ekki saklaust fólk deyr vegna árása Al-Shabab og eða annarra. Það gefur augaleið að staða kvenna hér er vægast sagt hörmuleg. Asli Jama getur ekki þvælst um götur Grikklands. Við myndum ekki óska okkar eigin börnum slík örlög. Hún á það á hættu að vera nauðgað, vera hneppt í mannsal eða hennar bíða bara ömurlegar aðstæður í sárri fátækt. Hún getur ekki snúið aftur til Sómalíu. Ég horfi á andlit þessarar stúlku og hún lítur bara út eins og allar stelpurnar hér sem ég get ekki hjálpað. Ráðherra getur gert hið rétta og bjargað þessari ungu konu frá skelfilegum örlögum. Það er hans persónuleg og pólitísk ákvörðun hvort hann veitir henni tækifæri , eða sendir hana á vergang þar sem örlög Asli eru ekki góð. Höfundur er öryggisráðgjafi fyrir SÞ í Sómalíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sit hér á skrifstofunni minni í Mogadishu í Sómalíu og er að lesa fréttir frá Íslandi. Það á að vísa 22 ára gamalli sómalískri stúlku úr landi. Það á að senda hana til Grikklands þar sem ljóst er að hún lendir strax á götunni. Dómsmálaráðherra segir eitthvað á þá leið að „þetta fólk“ hafi vitað af þessum brottvísunum svo þetta eigi ekki að koma á óvart. Stúlkan sem um ræðir Asli Jama og er nú þegar komin í sjálfboðastarf hjá Rauða Krossinum og ber því vel þess merki að hún sé að aðlagast lífinu vel á Íslandi. Mig setur hljóðan. Hvernig má það vera að land sem gefur sig út fyrir að vera brautryðjandi í vörslu kvenréttinda snúi baki við ungri konu í þessari stöðu? Útlendingastofa og ráðherra fela sig á bak við Dyflinarregluna en það þarf ekki annað en að vísa í Mannréttindasáttmála SÞ og sáttmála um flóttamenn sem skylda Íslendinga til að vernda flóttamenn, sér í lagi viðkvæmustu hópana. Hluti af minni vinnu hér í Sómalíu snýr að því að skoða sérstaklega áhrif stríðsins á konur og börn og hvernig megi vernda þessa hópa betur. Fyrir þá sem ekki vita að þá býr fjórðungur landsmanna við hungursneyð, stríð geisa á milli ættbálka og hryðjuverkasamtökin Al-Shabab, íslamskir heittrúarmenn, stýra hér stórum landsvæðum. Það líður varla sá dagur í Mogadishu að við heyrum ekki sprengjur þar sem oftar en ekki saklaust fólk deyr vegna árása Al-Shabab og eða annarra. Það gefur augaleið að staða kvenna hér er vægast sagt hörmuleg. Asli Jama getur ekki þvælst um götur Grikklands. Við myndum ekki óska okkar eigin börnum slík örlög. Hún á það á hættu að vera nauðgað, vera hneppt í mannsal eða hennar bíða bara ömurlegar aðstæður í sárri fátækt. Hún getur ekki snúið aftur til Sómalíu. Ég horfi á andlit þessarar stúlku og hún lítur bara út eins og allar stelpurnar hér sem ég get ekki hjálpað. Ráðherra getur gert hið rétta og bjargað þessari ungu konu frá skelfilegum örlögum. Það er hans persónuleg og pólitísk ákvörðun hvort hann veitir henni tækifæri , eða sendir hana á vergang þar sem örlög Asli eru ekki góð. Höfundur er öryggisráðgjafi fyrir SÞ í Sómalíu.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar