„Fyrir mér mikilvægast að láta fótboltann tala“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2022 20:40 Ada Hegerberg stangar boltann í netið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Norska markadrottningin Ada Hegerberg var eðlilega í sjöunda himni eftir magnaðan 3-1 sigur Lyon á Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ada var að sjálfsögðu á skotskónum en það er ekki sjálfsagt eftir undanfarin misseri hjá þessari mögnuðu íþróttakonu. Segja má að sigur kvöldsins hafi fullkomnað endurkomu Ödu Hegerberg. Eftir að slíta krossbönd snemma árs 2020 þá meiddist hún illa aftur sama ár. Á endanum var hún frá í meira en eitt og hálft ár. Hún sneri til baka í október síðastliðnum og hefur verið að koma sér í sitt gamla form hægt og rólega. Í aðdraganda úrslitaleiksins sagði Ada að henni fyndist að fólk hefði verið full fljótt að gleyma hversu gott lið Lyon væri. Hún bakkaði það svo upp á vellinum. Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal og enska landsliðsins, spurði Ödu út í fagnið hennar en hann taldi að hún væri að gefa eitthvað í skyn með því hvernig hún hefur fagnað mörkum sínum að undanförnu. „Ég veit það ekki, fyrir mér mikilvægast að láta fótboltann tala. Við viljum ekki tala of mikið utan vallar, þetta snýst allt um að standa sig innan vallar. Við höfum alltaf sagt það sem lið, við einbeitum okkur að því,“ sagði Ada eftir leik og hélt áfram. „Þetta snýst alltaf um næsta bikar, svo maður verður að koma sér aftur út á völl, vinna hart að sér og leyfa öðru fólki að tala.“ @AdaStolsmo: "Resilience!"Big words from the champ. pic.twitter.com/KZXP2EoRxv— DAZN Football (@DAZNFootball) May 21, 2022 „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að standa hér ári síðar. Ég er komin langa leið, ég fæ gæsahúð við að hugsa um það. Seigla, leggja hart að sér, þetta er allt þess virði. Það er svo hvetjandi og ég bara 26 svo ég á nóg eftir,“ sagði Ada hlæjandi að endingu aðspurð út í meiðslin. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Segja má að sigur kvöldsins hafi fullkomnað endurkomu Ödu Hegerberg. Eftir að slíta krossbönd snemma árs 2020 þá meiddist hún illa aftur sama ár. Á endanum var hún frá í meira en eitt og hálft ár. Hún sneri til baka í október síðastliðnum og hefur verið að koma sér í sitt gamla form hægt og rólega. Í aðdraganda úrslitaleiksins sagði Ada að henni fyndist að fólk hefði verið full fljótt að gleyma hversu gott lið Lyon væri. Hún bakkaði það svo upp á vellinum. Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal og enska landsliðsins, spurði Ödu út í fagnið hennar en hann taldi að hún væri að gefa eitthvað í skyn með því hvernig hún hefur fagnað mörkum sínum að undanförnu. „Ég veit það ekki, fyrir mér mikilvægast að láta fótboltann tala. Við viljum ekki tala of mikið utan vallar, þetta snýst allt um að standa sig innan vallar. Við höfum alltaf sagt það sem lið, við einbeitum okkur að því,“ sagði Ada eftir leik og hélt áfram. „Þetta snýst alltaf um næsta bikar, svo maður verður að koma sér aftur út á völl, vinna hart að sér og leyfa öðru fólki að tala.“ @AdaStolsmo: "Resilience!"Big words from the champ. pic.twitter.com/KZXP2EoRxv— DAZN Football (@DAZNFootball) May 21, 2022 „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að standa hér ári síðar. Ég er komin langa leið, ég fæ gæsahúð við að hugsa um það. Seigla, leggja hart að sér, þetta er allt þess virði. Það er svo hvetjandi og ég bara 26 svo ég á nóg eftir,“ sagði Ada hlæjandi að endingu aðspurð út í meiðslin.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“