Hvað hefði lögreglan átt að gera? Arndís Anna Gunnarsdóttir skrifar 22. maí 2022 09:01 Í miðjum aprílmánuði síðastliðnum höfðu lögregla og sérsveitin afskipti af saklausum sextán ára dreng í tvígang. Sérsveitarmenn veittust að drengnum þar sem hann sat í Strætó í fyrra skiptið, og lögregluþjónar undu sér upp að drengnum þar sem hann sat í bakaríi með móður sinni í síðara skiptið. Tilefni afskiptanna var í báðum tilfellum það að lögreglunni barst ábending um að þar gæti verið á ferð strokufangi sem lögregla lýsti sem sérstaklega hættulegum afbrotamanni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem grunur vaknar um alvarlega kynþáttamörkun í aðgerðum lögreglu, en árið 2019 þurfti ríkið að greiða bætur til svarts manns vegna kynþáttamörkunar eftir ábendingu frá almenningi, þar sem hann var ranglega sakaður um þjónað á gömlum raftækjum. Eftir að fréttirnar bárust boðaði ég strax til fundar allsherjar- og menntamálanefndar með ríkislögreglustjóra, Sigríði Björk Guðjónsdóttur. Mér fannst afar mikilvægt að Alþingi fengi skýringar á vinnubrögðum lögreglu og sérsveitar. Lélegt verklag leiðir til kynþáttamörkunar Lögreglan lýsti eftir strokufanganum í færslu á samfélagsmiðlum. Með færslunni fylgdi mynd af manninum, auk nafns hans og lýsingum á hæð hans, þyngd og klæðaburði. Húðlitur strokufangans var ekki sérstaklega tilgreindur í lýsingunni, en myndin sem fylgdi með sá um að hann kæmist skýrt til skila. Færslan hefur verið tekin niður við skrif þessarar greinar. Ábendingarnar sem bárust lögreglunni eru okkur ekki aðgengilegar, en leiða má líkur að því að þær hafi ekki tekið mið af nokkru öðru en húðlit og hárgreiðslu drengsins. Þetta þýðir að það sé nóg að lögreglan fái ábendingu um að ungur maður, dökkur á hörund með dredda, hafi sést á almannafæri til þess að vopnuð sérsveit rjúki á staðinn til að handtaka hann. Við getum nefnilega gefið okkur með nánast fullri vissu að ábendingarnar sem lögreglunni bárust hafi ekki tilgreint fleira en húðlit og/eða hár – einmitt vegna þess að ef fleiri einkenni hefðu verið tilgreind eða ef lögreglan hefði gengið betur úr skugga um þau hefði hún ekki þurft að veitast að sama saklausa drengnum í tvígang. Þá hefði mátt ætla að aðrir þættir væru teknir inn í myndina við mat á því hvort um réttan mann væri að ræða, svo sem aðstæður á vettvangi og annað. En ekkert verklag er til staðar. Engin viðmið. Þessi vinnubrögð eru að mínu mati óneitanlega dæmi um kynþáttamörkun (e. racial profiling). Kynþáttamörkun á sér stað þegar kynþáttur og/eða húðlitur er notaður til þess að skilgreina einstaklinga eða hópa fólks og réttlæta mismunun gegn þeim. Þá skiptir nákvæmlega engu máli hvort kynþáttamörkunin sé meðvituð eða ómeðvituð – í þessu tilfelli er auðséð að húðlitur einn hafi ráðið för þegar lögregla tekur ákvarðanir um að fylgja ábendingunum eftir með handtökuaðgerðum. Er virkilega engin önnur leið? „Það er raunverulega óþolandi að það skuli vera saklaust ungmenni sem þarna á í hlut sem verður fyrir þessari „trámatísku“ reynslu [...] þó ég sjái ekki hvernig við hefðum getað gert þetta öðruvísi í þessu tilviki,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í vikunni (feitletrun áhersla greinarhöfundar). Það er svo sannarlega ólíðandi að saklaust ungmenni verði fyrir slíkri reynslu – þar er ég sammála ríkislögreglustjóra. Það er ekki bara ólíðandi vegna þess að ungmennið verður fyrir meiri háttar áfalli við það að upplifa ógnandi aðför að sér af hálfu lögreglu – heldur eru vinnubrögðin ólíðandi og óafsakanleg vegna þess að þau eyðileggja traust fólks sem er dökkt á hörund eða af erlendu bergi brotið gagnvart lögreglunni. Á meðan vinnubrögð lögreglu eru ekki markvissari en raun ber vitni verður ekki hjá annarri niðurstöðu komist en að fólk sem er dökkt á hörund þurfi svara spurningu á við „gæti þetta komið fyrir mig?“ með eftirfarandi hætti: já, ég gæti auðveldlega átt í hættu á því að sérsveitarmaður ráðist að mér þar sem ég sit í strætó – og það bara vegna húðlitar míns. Ólíðandi meðvitundarleysi Það sem vekur þó einna helst upp áhyggjur í þessu máli er það að lögreglan virðist ekki hafa græna glóru um það hvað hún gerði rangt í þessu máli. Svör ríkislögreglustjóra afhjúpa alvarlegan skort á innsýn um það sem fór úrskeiðis innan stofnunarinnar, því það hefði augljóslega verið hægt að „gera þetta öðruvísi“. Hefði lögreglan haft einhverskonar verklag í kringum eftirfylgni ábendinga værum við augljóslega ekki að glíma við þessa atburði. Þegar ekkert verklag er til staðar getur starfsfólk lögreglu ekki reitt sig á neitt annað en eigið innsæi, og þá er hætt við því að fólki yfirsjáist mikilvægir þættir sem skipta máli. Brýn þörf á úttekt á vinnubrögðum lögreglu Fundur allsherjar- og menntamálanefndar leiddi það fyrst og fremst í ljós hversu brýn nauðsyn er á því að gerð sé víðtæk úttekt á vinnubrögðum lögreglu í ljósi grunsemdanna sem aðgerðir hennar vekja. Það verður sífellt erfiðara að komast hjá þeirri niðurstöðu að stofnunin glími við kerfisbundinn rasisma. Kerfislægur rasismi birtist einna helst í viðhöfðu verklagi stofnana – oft á ómeðvitaðan hátt og þá helst vegna skorts á skýru verklagi, illa skilgreindra reglna og viðbragðsviðmiða. Þess vegna er vægast sagt uggvænlegt að lögreglan haldi því statt, staðfast og stöðugt fram að ekki sé um rasisma að ræða í viðbrögðunum sem hér um ræðir, því það er svo margt sem bendir til annars. Viljinn er vafalaust fyrir hendi, en skilninginn á vandamálinu skortir: sem stofnun verður lögreglan að gera sitt allra ítrasta til þess að fyrirbyggja mismunun eins og þá sem hér um ræðir. Gagnrýnin snýr að lögreglunni sem stofnun, ekki að tilteknum lögreglumönnum – svo það er ekki nokkur ástæða til þess að hrökkva í vörn og neita því þvermóðskulega að hér gæti verið um rasisma að ræða. Á fundinum bar öll orðræða ríkislögreglustjóra keim máttleysis og erfiðleika; talað var um að til hafi staðið að gera þjónustukönnun sem hafi reynst afar flókin og erfið í framkvæmd, um óljóst útfærða og alfarið valkvæða fræðslu sem sömuleiðis væri erfið í framkvæmd, og að þess vegna hefði í raun lítið sem ekkert verið gert. Allt situr á hakanum því við vitum ekki hvar við eigum að byrja – og það er vegna þess að þau sem ábyrgðina bera virðast ekki hafa hugmynd um hvað vandamálið snýst. Það er vissulega óþolandi að lögreglan komi fram við saklausan ungan dreng sem hún gerði – en það er enn stærra áhyggjuefni að stofnunin bregðist í kjölfarið við réttmætri gagnrýni á störf sín á þessa vegu. Það hefði ekki bara verið hægt að gera þetta öðruvísi, heldur bæði allt öðruvísi og án þess að innræta táningi ótta við lögregluna vegna litarháttar síns. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Kynþáttafordómar Lögreglumál Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í miðjum aprílmánuði síðastliðnum höfðu lögregla og sérsveitin afskipti af saklausum sextán ára dreng í tvígang. Sérsveitarmenn veittust að drengnum þar sem hann sat í Strætó í fyrra skiptið, og lögregluþjónar undu sér upp að drengnum þar sem hann sat í bakaríi með móður sinni í síðara skiptið. Tilefni afskiptanna var í báðum tilfellum það að lögreglunni barst ábending um að þar gæti verið á ferð strokufangi sem lögregla lýsti sem sérstaklega hættulegum afbrotamanni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem grunur vaknar um alvarlega kynþáttamörkun í aðgerðum lögreglu, en árið 2019 þurfti ríkið að greiða bætur til svarts manns vegna kynþáttamörkunar eftir ábendingu frá almenningi, þar sem hann var ranglega sakaður um þjónað á gömlum raftækjum. Eftir að fréttirnar bárust boðaði ég strax til fundar allsherjar- og menntamálanefndar með ríkislögreglustjóra, Sigríði Björk Guðjónsdóttur. Mér fannst afar mikilvægt að Alþingi fengi skýringar á vinnubrögðum lögreglu og sérsveitar. Lélegt verklag leiðir til kynþáttamörkunar Lögreglan lýsti eftir strokufanganum í færslu á samfélagsmiðlum. Með færslunni fylgdi mynd af manninum, auk nafns hans og lýsingum á hæð hans, þyngd og klæðaburði. Húðlitur strokufangans var ekki sérstaklega tilgreindur í lýsingunni, en myndin sem fylgdi með sá um að hann kæmist skýrt til skila. Færslan hefur verið tekin niður við skrif þessarar greinar. Ábendingarnar sem bárust lögreglunni eru okkur ekki aðgengilegar, en leiða má líkur að því að þær hafi ekki tekið mið af nokkru öðru en húðlit og hárgreiðslu drengsins. Þetta þýðir að það sé nóg að lögreglan fái ábendingu um að ungur maður, dökkur á hörund með dredda, hafi sést á almannafæri til þess að vopnuð sérsveit rjúki á staðinn til að handtaka hann. Við getum nefnilega gefið okkur með nánast fullri vissu að ábendingarnar sem lögreglunni bárust hafi ekki tilgreint fleira en húðlit og/eða hár – einmitt vegna þess að ef fleiri einkenni hefðu verið tilgreind eða ef lögreglan hefði gengið betur úr skugga um þau hefði hún ekki þurft að veitast að sama saklausa drengnum í tvígang. Þá hefði mátt ætla að aðrir þættir væru teknir inn í myndina við mat á því hvort um réttan mann væri að ræða, svo sem aðstæður á vettvangi og annað. En ekkert verklag er til staðar. Engin viðmið. Þessi vinnubrögð eru að mínu mati óneitanlega dæmi um kynþáttamörkun (e. racial profiling). Kynþáttamörkun á sér stað þegar kynþáttur og/eða húðlitur er notaður til þess að skilgreina einstaklinga eða hópa fólks og réttlæta mismunun gegn þeim. Þá skiptir nákvæmlega engu máli hvort kynþáttamörkunin sé meðvituð eða ómeðvituð – í þessu tilfelli er auðséð að húðlitur einn hafi ráðið för þegar lögregla tekur ákvarðanir um að fylgja ábendingunum eftir með handtökuaðgerðum. Er virkilega engin önnur leið? „Það er raunverulega óþolandi að það skuli vera saklaust ungmenni sem þarna á í hlut sem verður fyrir þessari „trámatísku“ reynslu [...] þó ég sjái ekki hvernig við hefðum getað gert þetta öðruvísi í þessu tilviki,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í vikunni (feitletrun áhersla greinarhöfundar). Það er svo sannarlega ólíðandi að saklaust ungmenni verði fyrir slíkri reynslu – þar er ég sammála ríkislögreglustjóra. Það er ekki bara ólíðandi vegna þess að ungmennið verður fyrir meiri háttar áfalli við það að upplifa ógnandi aðför að sér af hálfu lögreglu – heldur eru vinnubrögðin ólíðandi og óafsakanleg vegna þess að þau eyðileggja traust fólks sem er dökkt á hörund eða af erlendu bergi brotið gagnvart lögreglunni. Á meðan vinnubrögð lögreglu eru ekki markvissari en raun ber vitni verður ekki hjá annarri niðurstöðu komist en að fólk sem er dökkt á hörund þurfi svara spurningu á við „gæti þetta komið fyrir mig?“ með eftirfarandi hætti: já, ég gæti auðveldlega átt í hættu á því að sérsveitarmaður ráðist að mér þar sem ég sit í strætó – og það bara vegna húðlitar míns. Ólíðandi meðvitundarleysi Það sem vekur þó einna helst upp áhyggjur í þessu máli er það að lögreglan virðist ekki hafa græna glóru um það hvað hún gerði rangt í þessu máli. Svör ríkislögreglustjóra afhjúpa alvarlegan skort á innsýn um það sem fór úrskeiðis innan stofnunarinnar, því það hefði augljóslega verið hægt að „gera þetta öðruvísi“. Hefði lögreglan haft einhverskonar verklag í kringum eftirfylgni ábendinga værum við augljóslega ekki að glíma við þessa atburði. Þegar ekkert verklag er til staðar getur starfsfólk lögreglu ekki reitt sig á neitt annað en eigið innsæi, og þá er hætt við því að fólki yfirsjáist mikilvægir þættir sem skipta máli. Brýn þörf á úttekt á vinnubrögðum lögreglu Fundur allsherjar- og menntamálanefndar leiddi það fyrst og fremst í ljós hversu brýn nauðsyn er á því að gerð sé víðtæk úttekt á vinnubrögðum lögreglu í ljósi grunsemdanna sem aðgerðir hennar vekja. Það verður sífellt erfiðara að komast hjá þeirri niðurstöðu að stofnunin glími við kerfisbundinn rasisma. Kerfislægur rasismi birtist einna helst í viðhöfðu verklagi stofnana – oft á ómeðvitaðan hátt og þá helst vegna skorts á skýru verklagi, illa skilgreindra reglna og viðbragðsviðmiða. Þess vegna er vægast sagt uggvænlegt að lögreglan haldi því statt, staðfast og stöðugt fram að ekki sé um rasisma að ræða í viðbrögðunum sem hér um ræðir, því það er svo margt sem bendir til annars. Viljinn er vafalaust fyrir hendi, en skilninginn á vandamálinu skortir: sem stofnun verður lögreglan að gera sitt allra ítrasta til þess að fyrirbyggja mismunun eins og þá sem hér um ræðir. Gagnrýnin snýr að lögreglunni sem stofnun, ekki að tilteknum lögreglumönnum – svo það er ekki nokkur ástæða til þess að hrökkva í vörn og neita því þvermóðskulega að hér gæti verið um rasisma að ræða. Á fundinum bar öll orðræða ríkislögreglustjóra keim máttleysis og erfiðleika; talað var um að til hafi staðið að gera þjónustukönnun sem hafi reynst afar flókin og erfið í framkvæmd, um óljóst útfærða og alfarið valkvæða fræðslu sem sömuleiðis væri erfið í framkvæmd, og að þess vegna hefði í raun lítið sem ekkert verið gert. Allt situr á hakanum því við vitum ekki hvar við eigum að byrja – og það er vegna þess að þau sem ábyrgðina bera virðast ekki hafa hugmynd um hvað vandamálið snýst. Það er vissulega óþolandi að lögreglan komi fram við saklausan ungan dreng sem hún gerði – en það er enn stærra áhyggjuefni að stofnunin bregðist í kjölfarið við réttmætri gagnrýni á störf sín á þessa vegu. Það hefði ekki bara verið hægt að gera þetta öðruvísi, heldur bæði allt öðruvísi og án þess að innræta táningi ótta við lögregluna vegna litarháttar síns. Höfundur er þingmaður Pírata.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun