Framkonur unnu fyrsta leik liðanna með minnsta mögulega mun, 28-27, í Safamýri á föstudag og nú þurfa Valskonur að svara en liðin höfnuðu í tveimur efstu sætum deildarkeppninnar í vetur.
Auk handboltaleiksins verður fótboltaveisla á sportstöðvum Stöðvar 2 þar sem fjórir leikir úr Bestu deildinni verða í beinni útsendingu í dag og kvöld.
Í Vestmannaeyjum verður landsbyggðaslagur milli ÍBV og Þórs/KA. Keflavík og Þróttur eigast við á sama tíma og KR og Afturelding mætast áður en Stjarnan og Selfoss eigast við.
Alla sjónvarpsviðburði dagsins má sjá hér að neðan.