Vaktin: Rússar sakaðir um að stela úkraínsku korni Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Vésteinn Örn Pétursson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. maí 2022 06:53 Selenskí segir Rússa vilja svipta Úkraínumenn öllu, þar á meðal réttinum til lífs. Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá. Í ávarpi sínu sagði Selenskí að heimurinn stæði á vendipunkti og að stríðið í Úkraínu myndi ráða til um það hvort heiminum yrði stýrt með valdi eða ekki. Sjá einnig: Segir heiminn á vendipunkti Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að senda sérsveitarmenn til Úkraínu. Þeirra hlutverk yrði að verja sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði og ættu ekki að taka þátt í bardögum á nokkurn hátt. Þessar vangaveltur eru á grunnstigi en sendiráðið var opnað aftur í síðustu viku, eftir að hafa verið lokað í um þrjá mánuði. Líf almennings í Rússlandi hefur tekið miklum breytingum frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Refsiaðgerðir séu farnar að taka sinn og einangrun Rússlands og tilheyrandi brottflutningur stórra fyrirtækja hafi kostað fjölmarga lífsviðurværi sitt. Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustumála í Varnarmálaráðuneyti Úkraínu, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi lifað af banatilræði fyrir um tveimur mánuðum. Hann staðhæfir að ráðist hafi verið á forsetann. Aðilar frá Kákasusarfjöllum hafi gert það en banatilræðið hafi misheppnast og verið þaggað niður.Staðhæfingu Budanov hefur þó verið mætt af tortryggni. Fastafulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf mun hafa sagt upp í dag vegna stríðsins í Úkraínu. Boris Bondarev segist aldrei hafa skammast sín eins mikið fyrir land sitt og hann gerir nú, þó hann hafi starfað sem erindreki í tuttugu ár. Rússneski hermaðurinn Vadim Shishimarin var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að skjóta úkraínskan mann til bana í upphafi innrásar Rússa. Hermaðurinn hafði játað sekt sína. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, munu einnig flytja ávörp í Davos í dag. Stoltenberg á ekki von á öðru en hægt verði að fá Tyrki til að láta af andstöðu við NATO-aðild Svía og Finna. Skipuleggjendur viðburðarins í Davos slitu öll tengsl við rússnesk fyrirtæki og embættismenn í mars og sögðu þá sem sættu refsiaðgerðum vegna innrásarinnar ekki velkomna á ráðstefnuna í ár. Breska varnarmálaráðuneytið segir mannfall í röðum Rússa líklega jafnast á við mannfall meðal sveita Sovétríkjanna í níu ára stríði þeirra í Afganistan. Þetta megi rekja til ýmissa mistaka og skorts á vernd úr lofti. Gera megi ráð fyrir vaxandi óánægju heima fyrir samhliða mannfallinu. Gervihnattamyndir virðast sýna að úkraínsku korni hafi verið skipað upp í rússnesk flutningaskip Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins reiknar með að 2022 verði slæmt ár, efnahagslega, á heimsvísu. Þar spilar stríðið í Úkraínu stórt hlutverk. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin sést ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Í ávarpi sínu sagði Selenskí að heimurinn stæði á vendipunkti og að stríðið í Úkraínu myndi ráða til um það hvort heiminum yrði stýrt með valdi eða ekki. Sjá einnig: Segir heiminn á vendipunkti Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að senda sérsveitarmenn til Úkraínu. Þeirra hlutverk yrði að verja sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði og ættu ekki að taka þátt í bardögum á nokkurn hátt. Þessar vangaveltur eru á grunnstigi en sendiráðið var opnað aftur í síðustu viku, eftir að hafa verið lokað í um þrjá mánuði. Líf almennings í Rússlandi hefur tekið miklum breytingum frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Refsiaðgerðir séu farnar að taka sinn og einangrun Rússlands og tilheyrandi brottflutningur stórra fyrirtækja hafi kostað fjölmarga lífsviðurværi sitt. Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustumála í Varnarmálaráðuneyti Úkraínu, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi lifað af banatilræði fyrir um tveimur mánuðum. Hann staðhæfir að ráðist hafi verið á forsetann. Aðilar frá Kákasusarfjöllum hafi gert það en banatilræðið hafi misheppnast og verið þaggað niður.Staðhæfingu Budanov hefur þó verið mætt af tortryggni. Fastafulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf mun hafa sagt upp í dag vegna stríðsins í Úkraínu. Boris Bondarev segist aldrei hafa skammast sín eins mikið fyrir land sitt og hann gerir nú, þó hann hafi starfað sem erindreki í tuttugu ár. Rússneski hermaðurinn Vadim Shishimarin var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að skjóta úkraínskan mann til bana í upphafi innrásar Rússa. Hermaðurinn hafði játað sekt sína. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, munu einnig flytja ávörp í Davos í dag. Stoltenberg á ekki von á öðru en hægt verði að fá Tyrki til að láta af andstöðu við NATO-aðild Svía og Finna. Skipuleggjendur viðburðarins í Davos slitu öll tengsl við rússnesk fyrirtæki og embættismenn í mars og sögðu þá sem sættu refsiaðgerðum vegna innrásarinnar ekki velkomna á ráðstefnuna í ár. Breska varnarmálaráðuneytið segir mannfall í röðum Rússa líklega jafnast á við mannfall meðal sveita Sovétríkjanna í níu ára stríði þeirra í Afganistan. Þetta megi rekja til ýmissa mistaka og skorts á vernd úr lofti. Gera megi ráð fyrir vaxandi óánægju heima fyrir samhliða mannfallinu. Gervihnattamyndir virðast sýna að úkraínsku korni hafi verið skipað upp í rússnesk flutningaskip Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins reiknar með að 2022 verði slæmt ár, efnahagslega, á heimsvísu. Þar spilar stríðið í Úkraínu stórt hlutverk. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin sést ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira