Spillt kosningakerfi fjórflokksins Gunnar Smári Egilsson skrifar 23. maí 2022 07:30 Því er haldið fram að kosningar séu lýðræðisveisla og þannig ætti það náttúrlega að vera. Kosningar eru aðalfundur í ríki og sveitarfélagi þar sem við mörkum stefnu og veljum fólk til að stýra félögunum okkar. En kosningar fara fram samkvæmt kosningalögum og ákvæði þeirra eru ekki öll til að tryggja eða styðja lýðræðið, eiginlega þvert á móti. Lögin eru sett af þeim sem fara með völdin og þau vilja að ákvæði þeirra auki líkur á að þau haldi völdum. Það er náttúrlega ólýðræðislegt með afbrigðum. Mig langar að skýra þau ákvæði íslenskra kosningalaga sem hygla stærri og eldri flokkum með því að bera þau saman við dönsku lögin. Ekki vegna þess að dönsku lögin séu þau lýðræðislegustu í heiminum, frekar vegna þess að þau eru venjuleg og lík því sem algengast er. Ég ætla að fara með ykkur í gegnum þingkosningarnar 2013 og bera saman íslenska og danska útkomu. Vægi fjölda þingmanna milli kjördæma Fyrir kosningarnar 2013 voru 1,82 kjósandi á bak hvern þingmann í Norðvesturkjördæmi á móti 1,00 í Suðvesturkjördæmi. Í Danmörku er hærra hlutfall á milli Borgundarhólms og stærstu kjördæmanna en þingmenn Borgundarhólms eru aðeins tveir, svo það er smávægilegt frávik. Hlutfallið er hæðst 1,52 í hinum almennu kjördæmum. Til að laga íslenska kerfið að því sem Danir sætta sig við, er því nóg fyrir okkur að færa einn þingmann frá Norðvestri til Suðvestur. Þá erum við komin með danskt réttlæti varðandi fjölda þingmanna milli kjördæma. Klofin höfuðborg Það þekkist hvergi þar sem eru kjördæmi með mörgum þingmönnum að höfuðborgir séu klofnar í tvennt eins og hér er gert. Þetta var gert til að tryggja að smærri framboð geti síður náð kjördæmakjörnum þingmanni. Ef Reykjavík væri eitt kjördæmi eins og Kaupmannahöfn, og Osló og Stokkhólmur, væru þar 18 kjördæmakjörnir þingmenn. Til að ná inn myndi framboði duga um eða rétt yfir 5,0% fylgi. Með því að kljúfa borgina fækkar kjördæmakjörnum þingmönnum í 9 og þá þarf framboð að ná um eða yfir 10% atkvæða til að fá kjördæmakjörinn mann. Það er ekkert vandamál að kjördæmi séu misstór. Minnsta kjördæmið í Danmörku er með 2 þingmenn en það stærsta með 20. Minnsta kjördæmið í Svíþjóð er með 2 þingmenn en það stærsta með 44. Minnsta kjördæmið í Noregi er með 4 þingmenn en það stærsta með 17. Það er því mjög ólíkur þröskuldur að kjördæmakjörnum mönnum í þessum kjördæmum. Og enginn telur það vera vandamál. Það er fátítt á Íslandi að klofningur höfuðborgarinnar haldi flokkum utan þings sem þar ættu annars að vera. Eina dæmi eru þingkosningarnar í haust en þá hefðu Sósíalistar fengið kjördæmakjörinn mann í Reykjavík ef hér væri farið eftir sömu hugsun og á Norðurlöndunum. Fjöldi uppbótarmanna Meiri munur er á milli Íslands og Danmerkur þegar kemur að fjölda uppbótarþingmanna. Í undanförnum kosningum hefur ekki náðst að ná jafnvægi milli flokka vegna þess að uppbótarþingmenn eru of fáir. Eða flokkar of margir, eins og formenn hinna stærra flokka vilja orða það. Í Danmörku gengur lýðræðið fínt þótt flokkar séu margir. Þar eru 40 uppbótarþingmenn af 175 þingmönnum, eða tæp 23% þingsætanna. Hér eru 9 uppbótarþingmenn af 63, eða rúm 14%. Danir lenda ekki í vanda að finna jafnvægi milli flokka en Íslendingar nánast undantekningarlaust. Til að aðlaga íslenska kerfið að hugsuninni i danska kosningakerfinu þarf því fjölga uppbótarþingmönnum eins og hér segir: Norðvesturkjördæmi: 6 kjördæmakjörnir + 1 uppbótarmaður Norðausturkjördæmi: 8 kjördæmakjörnir + 2 uppbótarmenn Suðurkjördæmi: 8 kjördæmakjörnir + 2 uppbótarmenn Suðvesturkjördæmi: 10 kjördæmakjörnir + 5 uppbótarmenn Reykjavíkurkjördæmi: 16 kjördæmakjörnir + 6 uppbótarmenn Svona myndi íslenska kjördæmakerfið líta út ef það færi eftir dönskum lögmálum. Þröskuldur til útdeilingar uppbótarmanna Á Íslandi þarf framboð að ná 5% fylgi til að hafa möguleika á útdeilingu uppbótarmanna. Í Danmörku er þetta hlutfall 2%. Í Noregi hefur það verið 4% en var lækkað nýverið í 3% og sú regla mun gilda í næstu kosningum. Í Svíþjóð er hlutfallið 4% en með því fráviki að framboð sem fá 12% atkvæða í einstaka kjördæmi hafa þau rétt á úthlutun uppbótarmanna þar. Þetta er gert svo að stóru flokkarnir fái ekki alla þingmenn í þeim kjördæmum sem eru með fæsta þingmenn. Eins og sést á þessu er íslenski þröskuldur óvenjuhár. Hann er það ákvæði lagana sem hefur valdið mestum skaða. Sósíalistar hefðu náð inn 2021 miðað við þröskulda á öðrum Norðurlöndum og Flokkur fólksins hefði náð á þing strax 2016 miðað við danskan þröskuld og þann nýja norska. Og í kosningunum 2013 hefðu Dögun, Flokkur heimilanna og Lýðræðisvaktin komist inn á þing miðað við danska þröskuldinn og þeir tveir fyrrnefndu samkvæmt nýja norska þröskuldinum. Útdeiling þingmanna Á Íslandi er stuðst við D'Hondt aðferðina við að deila þingmönnum milli flokka. Í Danmörku, eins og á öðrum Norðurlöndum, er notast við eilítið breytta Sainte-Laguë-aðferð. Það er of plássfrekt að skýra muninn á þessum aðferðum en það er óumdeilt að D'Hondt hyglar stærri flokkum í samanburði við Sainte-Laguë. Besta leiðin til að skýra ólíka niðurstöðu þessara reikningsaðferða er að deila bæjarfulltrúum í Garðabæ milli flokka eftir þessum tveimur kerfum, D'Hondt og mildaðri Sainte-Laguë eins og notuð er á Norðurlöndum, miðað við úrslitin fyrir rúmri viku. Samkvæmt D'Hondt fékk Sjálfstæðisflokkurinn 7 fulltrúa, Garðabæjarlistinn 2 og Viðreisn og Framsókn sitt hvorn fulltrúann. Ef Sainte-Laguë hefði verið beitt, eins og gert er í nágrannalöndum okkar, hefði meirihluti Sjálfstæðisflokksins hins vegar fallið. Flokkurinn hefði fengið 5 fulltrúa, Garðabæjarlistinn 2 áfram en Viðreisn og Framsókn hefðu fengið 2 fulltrúa hvor flokkur. Í íslenska kerfinu fékk Sjálfstæðisflokkur 63,4% fulltrúa fyrir 49,1% atkvæða en hefði samkvæmt norrænni aðferð fengið 45,5% fulltrúa út á 49,1% atkvæða. Fyrir fjórum árum hafði D’Hondt annan fulltrúann af Sósíalistum í Reykjavík, færði hann yfir til Samfylkingar. Það var forsenda þess að hægt var að mynda meirihlutann sem féll fyrir viku, Samfylking, Viðreisn, Píratar og VG hefðu ekki fengið nema 11 fulltrúa samtals. Úrslit kosninganna 2013 Í kosningunum 2013 vann Framsóknarflokkurinn mikinn sigur. Og skiptir þá engu hvaða kosningakerfi við notum. Úrslitin eru alltaf þau sömu. Kosningarnar fóru svona: Sjálfstæðisflokkur: 26,7% Framsóknarflokkur: 24,4% Samfylkingin: 12,9% Vinstrihreyfingin - grænt framboð: 10,9% Björt framtíð:8,2% Píratar: 5,1% Dögun: 3,1% Flokkur heimilanna: 3,0% Lýðræðisvaktin: 2,5% Hægri grænir: 1,7% Regnboginn: 1,1% Fjögur önnur framboð fengu samtals 0,5% og koma ekki frekar við sögu í þessari frásögn. Samkvæmt íslensku kosningalögunum var þingmönnum deilt út svona: Sjálfstæðisflokkur: 19 þingmenn Framsóknarflokkur: 19 þingmenn Samfylkingin: 9 þingmenn Vinstrihreyfingin - grænt framboð: 7 þingmenn Björt framtíð:6 þingmenn Píratar: 3 þingmenn Önnur framboð fengu ekki þingmenn. 11,9% kjósenda fengu engan þingmann. Ef við notum hins vegar danska hugsun og anda danskra kosningalaga hefðu þingmönnunum verið deilt úr svona (innan sviga er breyting frá íslenska kerfinu): Sjálfstæðisflokkur: 18 þingmenn (-1) Framsóknarflokkur: 16 þingmenn (-3) Samfylkingin: 8 þingmenn (-1) Vinstrihreyfingin - grænt framboð: 7 þingmenn Björt framtíð:5 þingmenn (-1) Píratar: 3 þingmenn Dögun: 2 þingmenn Flokkur heimilanna: 2 þingmenn Lýðræðisvaktin: 2 þingmenn Þarna koma tveir þingmenn frá hverju framboði minni flokka, Dögun, Flokki heimilanna og Lýðræðisvaktinni, í stað þriggja Framsóknarmanna og eins frá hverjum flokki; Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Bjartri framtíð. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefði líklega verið mynduð hvort sem er með 34 þingmanna meirihluta í stað 38. Og líklega sprungið jafnt rækilega út af Panamskjölunum. En í svona kerfi hefðu aðeins atkvæði 3,3% kjósenda fallið niður dauð. Hefði þetta verið verra þing? Í danska kerfinu hefðu Andrea J. Ólafsdóttir og Margrét Tryggvadóttir komið inn á þing fyrir Dögun, Pétur Gunnlaugsson og Arnþrúður Karlsdóttir fyrir Flokk heimilanna og Þorvaldur Gylfason og Þórhildur Þorleifsdóttir fyrir Lýðræðisvaktina. Framsóknarmennirnir sem hefðu ekki náð kjöri væru: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Sigrún Magnúsdóttir. Auk þess hefðu ekki náð kjöri: Óttarr Proppé frá Bjartri Framtíð, Elín Hirst fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Helgi Hjörvar fyrir Samfylkinguna. Og eins og alltaf gerist hefðu þingmenn annar flokka færst til. Freyja Haraldsdóttir hefði komið inn fyrir Pál Val Björnsson hjá Bjartri framtíð; Sigríður Á Andersen fyrir Vilhjálmur Árnason hjá Sjálfstæðisflokki; og Smári McCarthy fyrir Jón Þór Ólafsson hjá Pírötum. Á þessu þingi hefðu ríkisstjórnarflokkarnir fengið 54,0% þingmanna fyrir 51,1% atkvæða. Íslenska kerfið færði þessum flokkum 60,3% þingmanna. Sums staðar er enginn þröskuldur Í sumum löndum er enginn þröskuldur fyrir útdeilingu uppbótarþingmanna, eins og t.d. í Hollandi þar sem lýðræðið gengur ágætlega með mörgum flokkum. Ef hollensk regla hefði gilt hefðu Hægri grænir fengið einn þingmann, líklega Kjartan Örn Kjartansson sem hefði þá fellt Sigríður Á Andersen af þingi. Og þá hefðu stjórnarflokkarnir fengið 33 þingmenn, eins manns meirihluta. Eða 52,4% þingmanna fyrir 51,1% atkvæða. Það er ágætt jafnvægi. Aðeins 1,6% atkvæða hefðu ekki fengið neinn þingmann. Ólýðræðislegir flokkar veita sjálfum sér lýðræðisstyrki Eins og sjá má af þessari yfirferð nota valdaflokkarnir öll ráð til að viðhalda völdum sínum og halda frá Alþingi allri hugmyndalegri endurnýjun. Kosningalögin eru eitt, en stórkostlegir styrkir sem flokkarnir veita sjálfum sér annað. Styrkina veita þeir sér í orði kveðnu til að styrkja lýðræðið, þótt öllum sé ljóst að þessir styrkir vinna gegn lýðræðinu og að flokkarnir sjálfir beiti svo til öllum ráðum til að draga úr virkni lýðræðisins. Það er ekki að undra að út úr þessu spillta kerfi komi stjórnvöld sem reki stefnu þvert á vilja meginþorra almennings í öllum mikilvægum málum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2022 Alþingi Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Því er haldið fram að kosningar séu lýðræðisveisla og þannig ætti það náttúrlega að vera. Kosningar eru aðalfundur í ríki og sveitarfélagi þar sem við mörkum stefnu og veljum fólk til að stýra félögunum okkar. En kosningar fara fram samkvæmt kosningalögum og ákvæði þeirra eru ekki öll til að tryggja eða styðja lýðræðið, eiginlega þvert á móti. Lögin eru sett af þeim sem fara með völdin og þau vilja að ákvæði þeirra auki líkur á að þau haldi völdum. Það er náttúrlega ólýðræðislegt með afbrigðum. Mig langar að skýra þau ákvæði íslenskra kosningalaga sem hygla stærri og eldri flokkum með því að bera þau saman við dönsku lögin. Ekki vegna þess að dönsku lögin séu þau lýðræðislegustu í heiminum, frekar vegna þess að þau eru venjuleg og lík því sem algengast er. Ég ætla að fara með ykkur í gegnum þingkosningarnar 2013 og bera saman íslenska og danska útkomu. Vægi fjölda þingmanna milli kjördæma Fyrir kosningarnar 2013 voru 1,82 kjósandi á bak hvern þingmann í Norðvesturkjördæmi á móti 1,00 í Suðvesturkjördæmi. Í Danmörku er hærra hlutfall á milli Borgundarhólms og stærstu kjördæmanna en þingmenn Borgundarhólms eru aðeins tveir, svo það er smávægilegt frávik. Hlutfallið er hæðst 1,52 í hinum almennu kjördæmum. Til að laga íslenska kerfið að því sem Danir sætta sig við, er því nóg fyrir okkur að færa einn þingmann frá Norðvestri til Suðvestur. Þá erum við komin með danskt réttlæti varðandi fjölda þingmanna milli kjördæma. Klofin höfuðborg Það þekkist hvergi þar sem eru kjördæmi með mörgum þingmönnum að höfuðborgir séu klofnar í tvennt eins og hér er gert. Þetta var gert til að tryggja að smærri framboð geti síður náð kjördæmakjörnum þingmanni. Ef Reykjavík væri eitt kjördæmi eins og Kaupmannahöfn, og Osló og Stokkhólmur, væru þar 18 kjördæmakjörnir þingmenn. Til að ná inn myndi framboði duga um eða rétt yfir 5,0% fylgi. Með því að kljúfa borgina fækkar kjördæmakjörnum þingmönnum í 9 og þá þarf framboð að ná um eða yfir 10% atkvæða til að fá kjördæmakjörinn mann. Það er ekkert vandamál að kjördæmi séu misstór. Minnsta kjördæmið í Danmörku er með 2 þingmenn en það stærsta með 20. Minnsta kjördæmið í Svíþjóð er með 2 þingmenn en það stærsta með 44. Minnsta kjördæmið í Noregi er með 4 þingmenn en það stærsta með 17. Það er því mjög ólíkur þröskuldur að kjördæmakjörnum mönnum í þessum kjördæmum. Og enginn telur það vera vandamál. Það er fátítt á Íslandi að klofningur höfuðborgarinnar haldi flokkum utan þings sem þar ættu annars að vera. Eina dæmi eru þingkosningarnar í haust en þá hefðu Sósíalistar fengið kjördæmakjörinn mann í Reykjavík ef hér væri farið eftir sömu hugsun og á Norðurlöndunum. Fjöldi uppbótarmanna Meiri munur er á milli Íslands og Danmerkur þegar kemur að fjölda uppbótarþingmanna. Í undanförnum kosningum hefur ekki náðst að ná jafnvægi milli flokka vegna þess að uppbótarþingmenn eru of fáir. Eða flokkar of margir, eins og formenn hinna stærra flokka vilja orða það. Í Danmörku gengur lýðræðið fínt þótt flokkar séu margir. Þar eru 40 uppbótarþingmenn af 175 þingmönnum, eða tæp 23% þingsætanna. Hér eru 9 uppbótarþingmenn af 63, eða rúm 14%. Danir lenda ekki í vanda að finna jafnvægi milli flokka en Íslendingar nánast undantekningarlaust. Til að aðlaga íslenska kerfið að hugsuninni i danska kosningakerfinu þarf því fjölga uppbótarþingmönnum eins og hér segir: Norðvesturkjördæmi: 6 kjördæmakjörnir + 1 uppbótarmaður Norðausturkjördæmi: 8 kjördæmakjörnir + 2 uppbótarmenn Suðurkjördæmi: 8 kjördæmakjörnir + 2 uppbótarmenn Suðvesturkjördæmi: 10 kjördæmakjörnir + 5 uppbótarmenn Reykjavíkurkjördæmi: 16 kjördæmakjörnir + 6 uppbótarmenn Svona myndi íslenska kjördæmakerfið líta út ef það færi eftir dönskum lögmálum. Þröskuldur til útdeilingar uppbótarmanna Á Íslandi þarf framboð að ná 5% fylgi til að hafa möguleika á útdeilingu uppbótarmanna. Í Danmörku er þetta hlutfall 2%. Í Noregi hefur það verið 4% en var lækkað nýverið í 3% og sú regla mun gilda í næstu kosningum. Í Svíþjóð er hlutfallið 4% en með því fráviki að framboð sem fá 12% atkvæða í einstaka kjördæmi hafa þau rétt á úthlutun uppbótarmanna þar. Þetta er gert svo að stóru flokkarnir fái ekki alla þingmenn í þeim kjördæmum sem eru með fæsta þingmenn. Eins og sést á þessu er íslenski þröskuldur óvenjuhár. Hann er það ákvæði lagana sem hefur valdið mestum skaða. Sósíalistar hefðu náð inn 2021 miðað við þröskulda á öðrum Norðurlöndum og Flokkur fólksins hefði náð á þing strax 2016 miðað við danskan þröskuld og þann nýja norska. Og í kosningunum 2013 hefðu Dögun, Flokkur heimilanna og Lýðræðisvaktin komist inn á þing miðað við danska þröskuldinn og þeir tveir fyrrnefndu samkvæmt nýja norska þröskuldinum. Útdeiling þingmanna Á Íslandi er stuðst við D'Hondt aðferðina við að deila þingmönnum milli flokka. Í Danmörku, eins og á öðrum Norðurlöndum, er notast við eilítið breytta Sainte-Laguë-aðferð. Það er of plássfrekt að skýra muninn á þessum aðferðum en það er óumdeilt að D'Hondt hyglar stærri flokkum í samanburði við Sainte-Laguë. Besta leiðin til að skýra ólíka niðurstöðu þessara reikningsaðferða er að deila bæjarfulltrúum í Garðabæ milli flokka eftir þessum tveimur kerfum, D'Hondt og mildaðri Sainte-Laguë eins og notuð er á Norðurlöndum, miðað við úrslitin fyrir rúmri viku. Samkvæmt D'Hondt fékk Sjálfstæðisflokkurinn 7 fulltrúa, Garðabæjarlistinn 2 og Viðreisn og Framsókn sitt hvorn fulltrúann. Ef Sainte-Laguë hefði verið beitt, eins og gert er í nágrannalöndum okkar, hefði meirihluti Sjálfstæðisflokksins hins vegar fallið. Flokkurinn hefði fengið 5 fulltrúa, Garðabæjarlistinn 2 áfram en Viðreisn og Framsókn hefðu fengið 2 fulltrúa hvor flokkur. Í íslenska kerfinu fékk Sjálfstæðisflokkur 63,4% fulltrúa fyrir 49,1% atkvæða en hefði samkvæmt norrænni aðferð fengið 45,5% fulltrúa út á 49,1% atkvæða. Fyrir fjórum árum hafði D’Hondt annan fulltrúann af Sósíalistum í Reykjavík, færði hann yfir til Samfylkingar. Það var forsenda þess að hægt var að mynda meirihlutann sem féll fyrir viku, Samfylking, Viðreisn, Píratar og VG hefðu ekki fengið nema 11 fulltrúa samtals. Úrslit kosninganna 2013 Í kosningunum 2013 vann Framsóknarflokkurinn mikinn sigur. Og skiptir þá engu hvaða kosningakerfi við notum. Úrslitin eru alltaf þau sömu. Kosningarnar fóru svona: Sjálfstæðisflokkur: 26,7% Framsóknarflokkur: 24,4% Samfylkingin: 12,9% Vinstrihreyfingin - grænt framboð: 10,9% Björt framtíð:8,2% Píratar: 5,1% Dögun: 3,1% Flokkur heimilanna: 3,0% Lýðræðisvaktin: 2,5% Hægri grænir: 1,7% Regnboginn: 1,1% Fjögur önnur framboð fengu samtals 0,5% og koma ekki frekar við sögu í þessari frásögn. Samkvæmt íslensku kosningalögunum var þingmönnum deilt út svona: Sjálfstæðisflokkur: 19 þingmenn Framsóknarflokkur: 19 þingmenn Samfylkingin: 9 þingmenn Vinstrihreyfingin - grænt framboð: 7 þingmenn Björt framtíð:6 þingmenn Píratar: 3 þingmenn Önnur framboð fengu ekki þingmenn. 11,9% kjósenda fengu engan þingmann. Ef við notum hins vegar danska hugsun og anda danskra kosningalaga hefðu þingmönnunum verið deilt úr svona (innan sviga er breyting frá íslenska kerfinu): Sjálfstæðisflokkur: 18 þingmenn (-1) Framsóknarflokkur: 16 þingmenn (-3) Samfylkingin: 8 þingmenn (-1) Vinstrihreyfingin - grænt framboð: 7 þingmenn Björt framtíð:5 þingmenn (-1) Píratar: 3 þingmenn Dögun: 2 þingmenn Flokkur heimilanna: 2 þingmenn Lýðræðisvaktin: 2 þingmenn Þarna koma tveir þingmenn frá hverju framboði minni flokka, Dögun, Flokki heimilanna og Lýðræðisvaktinni, í stað þriggja Framsóknarmanna og eins frá hverjum flokki; Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Bjartri framtíð. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefði líklega verið mynduð hvort sem er með 34 þingmanna meirihluta í stað 38. Og líklega sprungið jafnt rækilega út af Panamskjölunum. En í svona kerfi hefðu aðeins atkvæði 3,3% kjósenda fallið niður dauð. Hefði þetta verið verra þing? Í danska kerfinu hefðu Andrea J. Ólafsdóttir og Margrét Tryggvadóttir komið inn á þing fyrir Dögun, Pétur Gunnlaugsson og Arnþrúður Karlsdóttir fyrir Flokk heimilanna og Þorvaldur Gylfason og Þórhildur Þorleifsdóttir fyrir Lýðræðisvaktina. Framsóknarmennirnir sem hefðu ekki náð kjöri væru: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Sigrún Magnúsdóttir. Auk þess hefðu ekki náð kjöri: Óttarr Proppé frá Bjartri Framtíð, Elín Hirst fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Helgi Hjörvar fyrir Samfylkinguna. Og eins og alltaf gerist hefðu þingmenn annar flokka færst til. Freyja Haraldsdóttir hefði komið inn fyrir Pál Val Björnsson hjá Bjartri framtíð; Sigríður Á Andersen fyrir Vilhjálmur Árnason hjá Sjálfstæðisflokki; og Smári McCarthy fyrir Jón Þór Ólafsson hjá Pírötum. Á þessu þingi hefðu ríkisstjórnarflokkarnir fengið 54,0% þingmanna fyrir 51,1% atkvæða. Íslenska kerfið færði þessum flokkum 60,3% þingmanna. Sums staðar er enginn þröskuldur Í sumum löndum er enginn þröskuldur fyrir útdeilingu uppbótarþingmanna, eins og t.d. í Hollandi þar sem lýðræðið gengur ágætlega með mörgum flokkum. Ef hollensk regla hefði gilt hefðu Hægri grænir fengið einn þingmann, líklega Kjartan Örn Kjartansson sem hefði þá fellt Sigríður Á Andersen af þingi. Og þá hefðu stjórnarflokkarnir fengið 33 þingmenn, eins manns meirihluta. Eða 52,4% þingmanna fyrir 51,1% atkvæða. Það er ágætt jafnvægi. Aðeins 1,6% atkvæða hefðu ekki fengið neinn þingmann. Ólýðræðislegir flokkar veita sjálfum sér lýðræðisstyrki Eins og sjá má af þessari yfirferð nota valdaflokkarnir öll ráð til að viðhalda völdum sínum og halda frá Alþingi allri hugmyndalegri endurnýjun. Kosningalögin eru eitt, en stórkostlegir styrkir sem flokkarnir veita sjálfum sér annað. Styrkina veita þeir sér í orði kveðnu til að styrkja lýðræðið, þótt öllum sé ljóst að þessir styrkir vinna gegn lýðræðinu og að flokkarnir sjálfir beiti svo til öllum ráðum til að draga úr virkni lýðræðisins. Það er ekki að undra að út úr þessu spillta kerfi komi stjórnvöld sem reki stefnu þvert á vilja meginþorra almennings í öllum mikilvægum málum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar