Pabbi Rúbens Dias skallaði Noel Gallagher Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2022 14:31 Eins og sjá má fékk Noel Gallagher má skurð eftir viðskiptin við pabba Rúbens Dias. getty/Cameron Smith Sauma þurfti nokkur spor í einn þekktasta stuðningsmanns Manchester City eftir að faðir leikmanns liðsins skallaði hann í fagnaðarlátunum þegar City varð Englandsmeistari í gær. City lenti í kröppum dansi gegn Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Gestirnir frá Birmingham komust í 0-2 en City svaraði fyrir sig með því að skora þrjú mörk á fimm mínútum og tryggði sér þar með Englandsmeistaratitilinn í fjórða sinn á síðustu fimm árum. Stuðningsmenn City ærðust af fögnuði, meðal annars faðir portúgalska varnarmannsins Rúbens Dias, sem endaði á því að skalla Noel Gallagher, fyrrverandi forsprakka Oasis og mikinn City-mann. Hann sagði talkSPORT frá atvikinu á Etihad. Noel Gallagher left covered in blood and needing stitches after headbutt from @rubendias' dad during Man City's title celebrations #MCFC https://t.co/YxrPAdxTSv— talkSPORT (@talkSPORT) May 23, 2022 „Þegar við skoruðum þriðja markið varð allt brjálað. Fjölskyldan hans Rúbens Dias var nokkrum röðum fyrir ofan okkur. Ég hoppaði um eins og fáviti, veifaði syni mínum eins og hann væri Englandsmeistarabikarinn og allir lyftu honum,“ sagði Gallagher. „Ég sneri mér við og pabbi Rúbens Dias hljóp beint á mig og skallaði mig. Ég lá eftir, ataður í blóði. Ég sá ekki lokin á leiknum því ég var sendur á sjúkrahús. Það voru saumuð nokkur spor í vörina á mér og ég fékk tvö glóðaraugu.“ Eftir á rakst Gallagher á Pep Guardiola, knattspyrnustjóra City. Þeir féllust í faðma og Gallagher sagði Spánverjanum svo að hafa ekki áhyggjur af sér og vera með leikmönnunum sínum. Að sögn Gallaghers sást ekkert á pabbanum. „Hann fékk ekki skrámu. Hann er tröll að burðum. Hann braut næstum því tennurnar í mér.“ Gallagher var á tónleikaferðalagi þegar City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn á eftirminnilegan hátt 2012 en fékk að upplifa dramatíkina í gær, þótt hann hafi misst af lokamínútunum. Enski boltinn Tengdar fréttir Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30 Man City Englandsmeistari eftir magnaða endurkomu Manchester City er Englandsmeistari í fimmta sinn eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Aston Villa á Etihad leikvangnum í Manchester í dag. 22. maí 2022 16:55 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
City lenti í kröppum dansi gegn Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Gestirnir frá Birmingham komust í 0-2 en City svaraði fyrir sig með því að skora þrjú mörk á fimm mínútum og tryggði sér þar með Englandsmeistaratitilinn í fjórða sinn á síðustu fimm árum. Stuðningsmenn City ærðust af fögnuði, meðal annars faðir portúgalska varnarmannsins Rúbens Dias, sem endaði á því að skalla Noel Gallagher, fyrrverandi forsprakka Oasis og mikinn City-mann. Hann sagði talkSPORT frá atvikinu á Etihad. Noel Gallagher left covered in blood and needing stitches after headbutt from @rubendias' dad during Man City's title celebrations #MCFC https://t.co/YxrPAdxTSv— talkSPORT (@talkSPORT) May 23, 2022 „Þegar við skoruðum þriðja markið varð allt brjálað. Fjölskyldan hans Rúbens Dias var nokkrum röðum fyrir ofan okkur. Ég hoppaði um eins og fáviti, veifaði syni mínum eins og hann væri Englandsmeistarabikarinn og allir lyftu honum,“ sagði Gallagher. „Ég sneri mér við og pabbi Rúbens Dias hljóp beint á mig og skallaði mig. Ég lá eftir, ataður í blóði. Ég sá ekki lokin á leiknum því ég var sendur á sjúkrahús. Það voru saumuð nokkur spor í vörina á mér og ég fékk tvö glóðaraugu.“ Eftir á rakst Gallagher á Pep Guardiola, knattspyrnustjóra City. Þeir féllust í faðma og Gallagher sagði Spánverjanum svo að hafa ekki áhyggjur af sér og vera með leikmönnunum sínum. Að sögn Gallaghers sást ekkert á pabbanum. „Hann fékk ekki skrámu. Hann er tröll að burðum. Hann braut næstum því tennurnar í mér.“ Gallagher var á tónleikaferðalagi þegar City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn á eftirminnilegan hátt 2012 en fékk að upplifa dramatíkina í gær, þótt hann hafi misst af lokamínútunum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30 Man City Englandsmeistari eftir magnaða endurkomu Manchester City er Englandsmeistari í fimmta sinn eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Aston Villa á Etihad leikvangnum í Manchester í dag. 22. maí 2022 16:55 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30
Man City Englandsmeistari eftir magnaða endurkomu Manchester City er Englandsmeistari í fimmta sinn eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Aston Villa á Etihad leikvangnum í Manchester í dag. 22. maí 2022 16:55
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti