Athugasemd SÍ við starfshætti SÁÁ Olga Ingólfsdóttir skrifar 23. maí 2022 11:00 Hvað felst í athugasemdum Sjúkratrygginga Íslands er varðar starfshætti SÁÁ sem nú eru komnar á borð Héraðssaksóknara? Hinn 29. desember 2021 sendu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stjórn SÁÁ bréf varðandi eftirlit vegna reikningsgerðar samtakanna. Í bréfinu tilkynntu SÍ þau endanleg áform sín að krefja SÁÁ um endurgreiðslu vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni um 174,5 mkr. Hvað eru tilhæfulausir reikningar? Til þess að geta sent SÍ reikning vegna viðtals og annarrar heilbrigðisþjónustu á göngudeild þarf sjúklingurinn að koma til viðtals og heilbrigðisstarfsmaðurinn að skrá lýsingu á þjónustunni í sjúkraskrá. Af því loknu er hægt að útbúa reikning sem sjúklingurinn samþykkir og senda hann SÍ. Þegar SÍ fór í eftirlitsferð til SÁÁ kom í ljós að reikningar höfðu verið sendir þrátt fyrir að mikið vantaði upp á að rétt vinnubrögð væru viðhöfð og SÍ borgað þá svo í góðri trú. Samkvæmt samningi SÁÁ við SÍ er einungis hægt að senda reikning fyrir viðtal eða hópmeðferð sem veitt er á staðnum. Engin dæmi eru um að borga fyrir símaviðtöl hvað þá óumbeðin símtöl. Þegar eftirlitsfólk SÍ sem hafði lagaheimild til að skoða málin fór í eftirlitsferð blasti alvaran við. Í fyrsta lagi kom í ljós að rúmlega 3.800 reikningar höfðu verið sendir fyrir óumbeðin símaviðtöl við sjúklinga sem ekki voru færði í sjúkraskrár. Þegar að þetta komst upp reyndu starfsmenn að bæta úr með því að breyta sjúkraskrám eftir á sem er alvarlegt. SÍ gerði einnig athugasemdir við óeðlilegan fjölda reikninga frá SÁÁ vegna ráðgjafaviðtala á göngudeildinni á Akureyri í nóvember 2020 eða 360 talsins. Til samanburðar komu að meðaltali 20 einstaklingar mánaðarlega á sömu göngudeild í öll úrræði árið 2019 – aukningin er því 18 föld. Óþörf lokun göngudeildar Tilraunir SÁÁ til þess að reka fjarheilbrigðisþjónustu komu til vegna lokunar göngudeildar SÁÁ. Var það mat SÁÁ að það ástand sem skapaðist í kjölfar heimsfaraldurs hafi mjög svo torveldað heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma benda SÍ á að starfsemi á göngudeildum fíknigeðdeildar Landspítala hafi farið fram með óbreyttu sniði frá maí 2020 og áfram, bæði hóptímar og einstaklingsviðtöl. Vanefndir á þjónustu og þjónustumagni SI gera alvarlegar athugasemdir við það að SÁÁ hafi ekki afhent það þjónustumagna í meðferð alkóhólista sem samið var um og greitt fyrir og telja SI sig því eiga inni hjá SÁÁ fyrir óafhenta þjónustu. Á sama tíma hefur biðlisti eftir meðferð lengst. En er SÁÁ komin á lygnan sjó? Þrátt fyrir þessar alvarlegu athugasemdir SÍ á starfsháttum SÁÁ sendir formaður SÁÁ til félagsmanna samtakanna í bréf hinn 17. maí síðastliðinn þar sem hann segir að starfsemi samtakanna sé nú ,,komin á lygnan sjó” eftir umbrotatíma, þrátt fyrir að „athugasemdir Sjúkratrygginga við SÁÁ hafi ekki verið leiddar til lykta.“ Að sögn formanns SÁÁ sem nú býður sig fram til endurkjörs telur þetta lítið mál og snúist ekki um ,,peninga”, heldur túlkun samninga og útfærslur meðferðarstarfsins í heimsfaraldrinum.“ Fram kemur í skeytinu að SÁÁ hafi átt í viðræðum við SÍ „um að landa þessu þannig að allir geti gengið sáttir frá borði.“ Niðurstaða SÍ stendur óhögguð Þetta segir formaður SÁÁ þrátt fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að bregðast við áformum SÍ um að krefjast endurgreiðslu upp á um 174,5 m.kr. Að mati SÍ hefur hins vegar ekkert í svörum SÁÁ breytt niðurstöðu stofnunarinnar og stendur því endurgreiðslukrafan óhögguð. Það má vera að núverandi framkvæmdastjórn SÁÁ telji samtökin sigla „lygnan sjó“ en allt bendir til þess að það sé einungis sagt til þess að slá ryki í augu þeirra sem ganga á næstunni að kjörborðinu og kjósa til stjórnar SÁÁ. Eftir stendur að enn er ósamið við SÍ um endurgreiðslu á gríðarlegum fjármunum auk þess sem mál tengd eftirliti SÍ bíða afgreiðslu hjá Héraðssaksóknara, Embætti landlæknis og Persónuvernd. Höfundur er félagsmaður í SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Batseba, konungar og völd Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Donald Trump – andlit og boðberi bandarísku þjóðarinnar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Kjörnir fulltrúar og buxnahysjanir! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Minnst vegna EES-samningsins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvað felst í athugasemdum Sjúkratrygginga Íslands er varðar starfshætti SÁÁ sem nú eru komnar á borð Héraðssaksóknara? Hinn 29. desember 2021 sendu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stjórn SÁÁ bréf varðandi eftirlit vegna reikningsgerðar samtakanna. Í bréfinu tilkynntu SÍ þau endanleg áform sín að krefja SÁÁ um endurgreiðslu vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni um 174,5 mkr. Hvað eru tilhæfulausir reikningar? Til þess að geta sent SÍ reikning vegna viðtals og annarrar heilbrigðisþjónustu á göngudeild þarf sjúklingurinn að koma til viðtals og heilbrigðisstarfsmaðurinn að skrá lýsingu á þjónustunni í sjúkraskrá. Af því loknu er hægt að útbúa reikning sem sjúklingurinn samþykkir og senda hann SÍ. Þegar SÍ fór í eftirlitsferð til SÁÁ kom í ljós að reikningar höfðu verið sendir þrátt fyrir að mikið vantaði upp á að rétt vinnubrögð væru viðhöfð og SÍ borgað þá svo í góðri trú. Samkvæmt samningi SÁÁ við SÍ er einungis hægt að senda reikning fyrir viðtal eða hópmeðferð sem veitt er á staðnum. Engin dæmi eru um að borga fyrir símaviðtöl hvað þá óumbeðin símtöl. Þegar eftirlitsfólk SÍ sem hafði lagaheimild til að skoða málin fór í eftirlitsferð blasti alvaran við. Í fyrsta lagi kom í ljós að rúmlega 3.800 reikningar höfðu verið sendir fyrir óumbeðin símaviðtöl við sjúklinga sem ekki voru færði í sjúkraskrár. Þegar að þetta komst upp reyndu starfsmenn að bæta úr með því að breyta sjúkraskrám eftir á sem er alvarlegt. SÍ gerði einnig athugasemdir við óeðlilegan fjölda reikninga frá SÁÁ vegna ráðgjafaviðtala á göngudeildinni á Akureyri í nóvember 2020 eða 360 talsins. Til samanburðar komu að meðaltali 20 einstaklingar mánaðarlega á sömu göngudeild í öll úrræði árið 2019 – aukningin er því 18 föld. Óþörf lokun göngudeildar Tilraunir SÁÁ til þess að reka fjarheilbrigðisþjónustu komu til vegna lokunar göngudeildar SÁÁ. Var það mat SÁÁ að það ástand sem skapaðist í kjölfar heimsfaraldurs hafi mjög svo torveldað heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma benda SÍ á að starfsemi á göngudeildum fíknigeðdeildar Landspítala hafi farið fram með óbreyttu sniði frá maí 2020 og áfram, bæði hóptímar og einstaklingsviðtöl. Vanefndir á þjónustu og þjónustumagni SI gera alvarlegar athugasemdir við það að SÁÁ hafi ekki afhent það þjónustumagna í meðferð alkóhólista sem samið var um og greitt fyrir og telja SI sig því eiga inni hjá SÁÁ fyrir óafhenta þjónustu. Á sama tíma hefur biðlisti eftir meðferð lengst. En er SÁÁ komin á lygnan sjó? Þrátt fyrir þessar alvarlegu athugasemdir SÍ á starfsháttum SÁÁ sendir formaður SÁÁ til félagsmanna samtakanna í bréf hinn 17. maí síðastliðinn þar sem hann segir að starfsemi samtakanna sé nú ,,komin á lygnan sjó” eftir umbrotatíma, þrátt fyrir að „athugasemdir Sjúkratrygginga við SÁÁ hafi ekki verið leiddar til lykta.“ Að sögn formanns SÁÁ sem nú býður sig fram til endurkjörs telur þetta lítið mál og snúist ekki um ,,peninga”, heldur túlkun samninga og útfærslur meðferðarstarfsins í heimsfaraldrinum.“ Fram kemur í skeytinu að SÁÁ hafi átt í viðræðum við SÍ „um að landa þessu þannig að allir geti gengið sáttir frá borði.“ Niðurstaða SÍ stendur óhögguð Þetta segir formaður SÁÁ þrátt fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að bregðast við áformum SÍ um að krefjast endurgreiðslu upp á um 174,5 m.kr. Að mati SÍ hefur hins vegar ekkert í svörum SÁÁ breytt niðurstöðu stofnunarinnar og stendur því endurgreiðslukrafan óhögguð. Það má vera að núverandi framkvæmdastjórn SÁÁ telji samtökin sigla „lygnan sjó“ en allt bendir til þess að það sé einungis sagt til þess að slá ryki í augu þeirra sem ganga á næstunni að kjörborðinu og kjósa til stjórnar SÁÁ. Eftir stendur að enn er ósamið við SÍ um endurgreiðslu á gríðarlegum fjármunum auk þess sem mál tengd eftirliti SÍ bíða afgreiðslu hjá Héraðssaksóknara, Embætti landlæknis og Persónuvernd. Höfundur er félagsmaður í SÁÁ.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun