Vona að lífeyrissjóðirnir komi inn í félagið með fjármagn Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. maí 2022 22:26 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Stöð 2 Verkalýðshreyfingin varar við ófremdarástandi á leigumarkaði og hefur komið á fót nýju leigufélagi til að bregðast við stöðunni. Vonir eru bundnar við að lífeyrissjóðirnir taki þátt og að áhersla verði lögð á langtímasjónarmið, líkt og á Norðurlöndunum. Húsnæðisfélagið Blær var formlega sett á fót í dag en félagið mun framleiða og byggja húsnæði á hagkvæmu verði í auknum mæli og fyrir stærri hóp en hefur hingað til verið gert. Félagið er systurfélag Bjargs en það er þó rekið á meiri félagslegum grunni. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndin sé að koma með félag sem er á milli markaðarins og félagslega kerfisins. „Við erum að smíða þetta utan um vonandi að lífeyrissjóðirnir komi að með fjármagn og fjárfesti, og sömuleiðis líka að sveitarfélögin geti þá komið inn með lóðir sem eru þá notaðar í jákvæðum tilgangi, það er að segja að byggja undir húsnæðis- og framfærsluöryggi fólks,“ segir Ragnar. Skiptir máli hverjir eru að baki Undirbúningurinn hefur verið í gangi undanfarin ár en um er að ræða samstillt átak Alþýðusambandsins, BSRB og VR. Í hinu nýja félagi verða engin tekju eða eignarmörk heldur er það byggt á kerfi sem hefur virkað á Norðurlöndunum, þar sem langtímasjónarmið eru í forgrunni og hóflegar arðsemiskröfur gerðar. Það skipti máli hverjir eru að baki félagsins og hverjir eru með fjármagnið. „Það hefur alveg sýnt sig að fjárfestar sem fara fram með sambærilegum hætti og þeir gera á mörkuðum eru ekki hæfir til að eiga félög sem að leigja út húsnæði,“ segir Ragnar. Skortur á langtímasjónarmiðum hingað til Verkalýðshreyfingin hefur undanfarið varað við ófremdarástandi á leigumarkaði og gerði starfshópur á vegum þjóðhagsráðs tillögur að umbótum í síðustu viku. Drífa Snædal, formaður ASÍ, segir að með félaginu, sem og Bjargi sem er systurfélag Blævar, sé verkalýðshreyfingin að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Stöð 2 „Þetta er hugsað til langs tíma, þetta er ekki hugsað sem ágóði fyrir fjármagnseigendur heldur fyrst og fremst út frá húsnæðisöryggi landsmanna og það bara er hugsun sem hefur vantað,“ segir Drífa. „Það sem vantar sárlega eru leigufélög sem að ætla sér að vera til langs tíma, sem ætla sér ekki að koma inn á markaðinn, soga út fjármagn af honum og fara annað.“ Í grunninn er ljóst að það þurfi að auka framboð en sömuleiðis þarf að tryggja öryggi leigjenda. „Þetta er bara eitt stærsta lífskjaramálið, það eru húsnæðismálin. Það er að búa í öruggu húsnæði, það er að vera með húsnæði á viðráðanlegum kjörum, og þetta er eitt skref í því,“ segir Drífa. Húsnæðismál Leigumarkaður Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Ríkið þurfi að koma böndum á leiguverð Hagfræðingur sem sat í starfshópi sem skilaði á dögunum um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði til stjórnvalda segir að breyta þurfi húsnæðisstuðningi svo hann nái fyrst og fremst til tekjulágra og byggja þurfi upp í almenna íbúðakerfinu. Þar að auki þurfi að koma böndum á leigumarkaðinn svo tryggja megi húsnæðisöryggi leigjenda. 22. maí 2022 13:09 „Þetta lítur bara alveg skelfilega út“ Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. 21. maí 2022 18:31 Líst ekki á leiguþak og óttast að of ströng skilyrði geti skaðað framboð Fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði geti orðið til þess að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði, þar sem ofboðslegur vandi blasir við. 21. maí 2022 12:05 Endurnýjaðir leigusamningar Ölmu ekki hækkaðir umfram verðbólgu Stjórn Ölmu íbúðafélags hefur ákveðið að út þetta ár verði endurnýjaðir leigusamningar félagsins ekki hækkaðir umfram hækkun vísitölu neysluverðs en hún mælist núna 7,2 prósent. 19. maí 2022 18:24 Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Húsnæðisfélagið Blær var formlega sett á fót í dag en félagið mun framleiða og byggja húsnæði á hagkvæmu verði í auknum mæli og fyrir stærri hóp en hefur hingað til verið gert. Félagið er systurfélag Bjargs en það er þó rekið á meiri félagslegum grunni. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndin sé að koma með félag sem er á milli markaðarins og félagslega kerfisins. „Við erum að smíða þetta utan um vonandi að lífeyrissjóðirnir komi að með fjármagn og fjárfesti, og sömuleiðis líka að sveitarfélögin geti þá komið inn með lóðir sem eru þá notaðar í jákvæðum tilgangi, það er að segja að byggja undir húsnæðis- og framfærsluöryggi fólks,“ segir Ragnar. Skiptir máli hverjir eru að baki Undirbúningurinn hefur verið í gangi undanfarin ár en um er að ræða samstillt átak Alþýðusambandsins, BSRB og VR. Í hinu nýja félagi verða engin tekju eða eignarmörk heldur er það byggt á kerfi sem hefur virkað á Norðurlöndunum, þar sem langtímasjónarmið eru í forgrunni og hóflegar arðsemiskröfur gerðar. Það skipti máli hverjir eru að baki félagsins og hverjir eru með fjármagnið. „Það hefur alveg sýnt sig að fjárfestar sem fara fram með sambærilegum hætti og þeir gera á mörkuðum eru ekki hæfir til að eiga félög sem að leigja út húsnæði,“ segir Ragnar. Skortur á langtímasjónarmiðum hingað til Verkalýðshreyfingin hefur undanfarið varað við ófremdarástandi á leigumarkaði og gerði starfshópur á vegum þjóðhagsráðs tillögur að umbótum í síðustu viku. Drífa Snædal, formaður ASÍ, segir að með félaginu, sem og Bjargi sem er systurfélag Blævar, sé verkalýðshreyfingin að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Stöð 2 „Þetta er hugsað til langs tíma, þetta er ekki hugsað sem ágóði fyrir fjármagnseigendur heldur fyrst og fremst út frá húsnæðisöryggi landsmanna og það bara er hugsun sem hefur vantað,“ segir Drífa. „Það sem vantar sárlega eru leigufélög sem að ætla sér að vera til langs tíma, sem ætla sér ekki að koma inn á markaðinn, soga út fjármagn af honum og fara annað.“ Í grunninn er ljóst að það þurfi að auka framboð en sömuleiðis þarf að tryggja öryggi leigjenda. „Þetta er bara eitt stærsta lífskjaramálið, það eru húsnæðismálin. Það er að búa í öruggu húsnæði, það er að vera með húsnæði á viðráðanlegum kjörum, og þetta er eitt skref í því,“ segir Drífa.
Húsnæðismál Leigumarkaður Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Ríkið þurfi að koma böndum á leiguverð Hagfræðingur sem sat í starfshópi sem skilaði á dögunum um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði til stjórnvalda segir að breyta þurfi húsnæðisstuðningi svo hann nái fyrst og fremst til tekjulágra og byggja þurfi upp í almenna íbúðakerfinu. Þar að auki þurfi að koma böndum á leigumarkaðinn svo tryggja megi húsnæðisöryggi leigjenda. 22. maí 2022 13:09 „Þetta lítur bara alveg skelfilega út“ Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. 21. maí 2022 18:31 Líst ekki á leiguþak og óttast að of ströng skilyrði geti skaðað framboð Fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði geti orðið til þess að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði, þar sem ofboðslegur vandi blasir við. 21. maí 2022 12:05 Endurnýjaðir leigusamningar Ölmu ekki hækkaðir umfram verðbólgu Stjórn Ölmu íbúðafélags hefur ákveðið að út þetta ár verði endurnýjaðir leigusamningar félagsins ekki hækkaðir umfram hækkun vísitölu neysluverðs en hún mælist núna 7,2 prósent. 19. maí 2022 18:24 Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Ríkið þurfi að koma böndum á leiguverð Hagfræðingur sem sat í starfshópi sem skilaði á dögunum um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði til stjórnvalda segir að breyta þurfi húsnæðisstuðningi svo hann nái fyrst og fremst til tekjulágra og byggja þurfi upp í almenna íbúðakerfinu. Þar að auki þurfi að koma böndum á leigumarkaðinn svo tryggja megi húsnæðisöryggi leigjenda. 22. maí 2022 13:09
„Þetta lítur bara alveg skelfilega út“ Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. 21. maí 2022 18:31
Líst ekki á leiguþak og óttast að of ströng skilyrði geti skaðað framboð Fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði geti orðið til þess að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði, þar sem ofboðslegur vandi blasir við. 21. maí 2022 12:05
Endurnýjaðir leigusamningar Ölmu ekki hækkaðir umfram verðbólgu Stjórn Ölmu íbúðafélags hefur ákveðið að út þetta ár verði endurnýjaðir leigusamningar félagsins ekki hækkaðir umfram hækkun vísitölu neysluverðs en hún mælist núna 7,2 prósent. 19. maí 2022 18:24
Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59