Vettel elti þjófa á rafskutlu á götum Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2022 10:00 Sebastian Vettel stóð í ströngu í Barcelona, bæði á kappakstursbrautinni og á götum borgarinnar. getty/Eric Alonso Sebastian Vettel, fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu 1, elti þjófa á rafskutlu til að freista þess að endurheimta tösku sem hann stal af honum. Vettel lenti í 11. sæti í spænska kappakstrinum á sunnudaginn. Í gær lenti hann svo í leiðinlegu atviki þegar þjófar stálu tösku úr bíl hans. Í henni var meðal annars sími hans. Þjóðverjinn dó ekki ráðalaus og notaði GPS merki frá AirPods heyrnartólum sem voru í töskunni til að finna hana. Vettel stökk í kjölfarið upp á rafskútu og keyrði um götur Barcelona þangað til hann kom á réttan stað á kortinu. Hann fann heyrnartólin en ekki töskuna. Líklegt þykir að þjófarnir hafi losað sig við heyrnartólin til að gabba Vettel. Sá þýski lét lögregluna í Barcelona vita af þjófnaðinum og hún hóf í kjölfarið rannsókn á málinu. Vettel er í 14. sæti í keppni ökuþóra. Hann ekur fyrir Aston Martin. Hinn 34 ára Vettel varð heimsmeistari fjögur ár í röð (2010-13) með Red Bull. Formúla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Vettel lenti í 11. sæti í spænska kappakstrinum á sunnudaginn. Í gær lenti hann svo í leiðinlegu atviki þegar þjófar stálu tösku úr bíl hans. Í henni var meðal annars sími hans. Þjóðverjinn dó ekki ráðalaus og notaði GPS merki frá AirPods heyrnartólum sem voru í töskunni til að finna hana. Vettel stökk í kjölfarið upp á rafskútu og keyrði um götur Barcelona þangað til hann kom á réttan stað á kortinu. Hann fann heyrnartólin en ekki töskuna. Líklegt þykir að þjófarnir hafi losað sig við heyrnartólin til að gabba Vettel. Sá þýski lét lögregluna í Barcelona vita af þjófnaðinum og hún hóf í kjölfarið rannsókn á málinu. Vettel er í 14. sæti í keppni ökuþóra. Hann ekur fyrir Aston Martin. Hinn 34 ára Vettel varð heimsmeistari fjögur ár í röð (2010-13) með Red Bull.
Formúla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira