Opið bréf til forsætisráðherra Íslands um stöðu flóttafólks í Grikklandi! Sema Erla Serdar skrifar 24. maí 2022 09:30 Kæra Katrín Jakobsdóttir, það hefur legið fyrir árum saman hversu slæmar aðstæður eru fyrir fólk á flótta í Grikklandi. Ríkisstjórn þín tók fyrir nokkrum árum þá ákvörðun að hætta að endursenda fólk í hæliskerfinu þar í landi vegna óviðunandi aðstæðna. Það nær þó ekki til fólks með vernd í Grikklandi þó aðstæður þeirra séu í dag verri en aðstæður fólks í verndarkerfinu í sama landi. Það staðfesta alþjóðleg hjálpar- og mannúðarsamtök, frásagnir flóttafólks og sjálfboðaliða á svæðinu sem og fréttaflutningur síðustu ára en samkvæmt ummælum þínum síðustu daga virðast þær upplýsingar ekki hafa komist til skila til íslenskra stjórnvalda. Hér eru því nokkur dæmi um þær aðstæður sem bíða hátt í 100 einstaklinga sem ríkisstjórn þín ætlar að senda til Grikklands á næstu dögum, sem Rauði krossinn á Íslandi hefur meðal annarra ítrekað bent á: Aðstæður flóttafólks í Grikklandi eru óviðunandi. Í sumum tilfellum eru þær lífshættulegar. Fólk með vernd í Grikklandi á erfitt með að uppfylla grundvallarþarfir sínar vegna hindrana á hinum ýmsu sviðum. Aðgengi að opinberri framfærslu er takmörkuð fyrir fólk með vernd í Grikklandi sem hefur orðið til þess að fjöldi fólks hefur ekki tækifæri til að afla sér lágmarks lífsviðurværis. Fólk sem fær vernd í Grikklandi á einungis rétt á að dvelja í flóttamannabúðum í mjög stuttan tíma. Í flóttamannabúðum er öryggi, hreinlæti, matvælum og aðbúnaði verulega ábótavant. Flóttafólk hefur mjög skert aðgengi að húsnæðismarkaði og mikill fjöldi býr á götunni eftir að það fær vernd. Í sumum tilfellum á fólk ekkert til að skýla sér með nema pappaspjöld. Erfitt er fyrir fólk með vernd að sækja sér heilbrigðisþjónustu m.a. vegna álags á gríska heilbrigðiskerfinu. Gríðarlega mikið atvinnuleysi er á meðal flóttafólks í Grikklandi. Flóttafólk hefur skertan aðgang að atvinnu og er mismunað á atvinnumarkaði. Flóttafólk í Grikklandi verður fyrir miklu ofbeldi, kynferðisbrotum og rasisma, jafnt af höndum almennings sem og yfirvalda, t.d. lögreglu. Réttur flóttafólks til félagslegs stuðnings er nær enginn og hann er óaðgengilegur. Flóttafólk í Grikklandi lifir sumt við hungursneyð. Mikill fjöldi flóttabarna gengur ekki í skóla í Grikklandi og gögn benda til þess að rétturinn til menntunar sé ekki í öllum tilvikum virkur. Stór hluti þeirra flóttabarna sem koma hingað til lands eftir að hafa dvalið í Grikklandi eiga við heilsufarsvandamál að stríða. Dæmi eru um að börn sem hingað hafa komið frá Grikklandi þjáist af næringarskorti. Tannheilsu er almennt ábótavant auk þess sem útbrot og húðsjúkdómar sem rekja má til óviðundandi húsnæðis eru algeng. Mörg þeirra barna sem hingað koma frá Grikklandi glíma við kvíða, svefnvandamál og þroskafrávik sem rekja má til óviðunandi aðstæðna í Grikklandi. Að lokum, aðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi eru mögulega brot á 3. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Dómstólar ýmissa Evrópuríkja hafa úrskurðað að ekki sé óhætt að endursenda einstaklinga sem hlotið hafa alþjóðlega vernd til Grikklands þar sem hætta sé á að þar eigi þeir hættu á meðferð sem jafngildi ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Það þarf ekki lagabreytingu til að stöðva brottvísanir og endursendingar á flóttafólki frá Íslandi til Grikklands, enda hafa bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála fallist á í einstökum málum að senda fólk ekki til baka og taka mál til efnismeðferðar hér á landi. Að vísa hátt í 300 einstaklingum úr landi og í erfiðar aðstæður á einu bretti og um 100 af þeim í sérstaklega lífshættulegar aðstæður í Grikklandi er pólitísk ákvörðun sem hægt er að breyta með einu pennastriki. Það er pólitísk ákvörðun sem þú getur breytt! Höfundur er formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kæra Katrín Jakobsdóttir, það hefur legið fyrir árum saman hversu slæmar aðstæður eru fyrir fólk á flótta í Grikklandi. Ríkisstjórn þín tók fyrir nokkrum árum þá ákvörðun að hætta að endursenda fólk í hæliskerfinu þar í landi vegna óviðunandi aðstæðna. Það nær þó ekki til fólks með vernd í Grikklandi þó aðstæður þeirra séu í dag verri en aðstæður fólks í verndarkerfinu í sama landi. Það staðfesta alþjóðleg hjálpar- og mannúðarsamtök, frásagnir flóttafólks og sjálfboðaliða á svæðinu sem og fréttaflutningur síðustu ára en samkvæmt ummælum þínum síðustu daga virðast þær upplýsingar ekki hafa komist til skila til íslenskra stjórnvalda. Hér eru því nokkur dæmi um þær aðstæður sem bíða hátt í 100 einstaklinga sem ríkisstjórn þín ætlar að senda til Grikklands á næstu dögum, sem Rauði krossinn á Íslandi hefur meðal annarra ítrekað bent á: Aðstæður flóttafólks í Grikklandi eru óviðunandi. Í sumum tilfellum eru þær lífshættulegar. Fólk með vernd í Grikklandi á erfitt með að uppfylla grundvallarþarfir sínar vegna hindrana á hinum ýmsu sviðum. Aðgengi að opinberri framfærslu er takmörkuð fyrir fólk með vernd í Grikklandi sem hefur orðið til þess að fjöldi fólks hefur ekki tækifæri til að afla sér lágmarks lífsviðurværis. Fólk sem fær vernd í Grikklandi á einungis rétt á að dvelja í flóttamannabúðum í mjög stuttan tíma. Í flóttamannabúðum er öryggi, hreinlæti, matvælum og aðbúnaði verulega ábótavant. Flóttafólk hefur mjög skert aðgengi að húsnæðismarkaði og mikill fjöldi býr á götunni eftir að það fær vernd. Í sumum tilfellum á fólk ekkert til að skýla sér með nema pappaspjöld. Erfitt er fyrir fólk með vernd að sækja sér heilbrigðisþjónustu m.a. vegna álags á gríska heilbrigðiskerfinu. Gríðarlega mikið atvinnuleysi er á meðal flóttafólks í Grikklandi. Flóttafólk hefur skertan aðgang að atvinnu og er mismunað á atvinnumarkaði. Flóttafólk í Grikklandi verður fyrir miklu ofbeldi, kynferðisbrotum og rasisma, jafnt af höndum almennings sem og yfirvalda, t.d. lögreglu. Réttur flóttafólks til félagslegs stuðnings er nær enginn og hann er óaðgengilegur. Flóttafólk í Grikklandi lifir sumt við hungursneyð. Mikill fjöldi flóttabarna gengur ekki í skóla í Grikklandi og gögn benda til þess að rétturinn til menntunar sé ekki í öllum tilvikum virkur. Stór hluti þeirra flóttabarna sem koma hingað til lands eftir að hafa dvalið í Grikklandi eiga við heilsufarsvandamál að stríða. Dæmi eru um að börn sem hingað hafa komið frá Grikklandi þjáist af næringarskorti. Tannheilsu er almennt ábótavant auk þess sem útbrot og húðsjúkdómar sem rekja má til óviðundandi húsnæðis eru algeng. Mörg þeirra barna sem hingað koma frá Grikklandi glíma við kvíða, svefnvandamál og þroskafrávik sem rekja má til óviðunandi aðstæðna í Grikklandi. Að lokum, aðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi eru mögulega brot á 3. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Dómstólar ýmissa Evrópuríkja hafa úrskurðað að ekki sé óhætt að endursenda einstaklinga sem hlotið hafa alþjóðlega vernd til Grikklands þar sem hætta sé á að þar eigi þeir hættu á meðferð sem jafngildi ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Það þarf ekki lagabreytingu til að stöðva brottvísanir og endursendingar á flóttafólki frá Íslandi til Grikklands, enda hafa bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála fallist á í einstökum málum að senda fólk ekki til baka og taka mál til efnismeðferðar hér á landi. Að vísa hátt í 300 einstaklingum úr landi og í erfiðar aðstæður á einu bretti og um 100 af þeim í sérstaklega lífshættulegar aðstæður í Grikklandi er pólitísk ákvörðun sem hægt er að breyta með einu pennastriki. Það er pólitísk ákvörðun sem þú getur breytt! Höfundur er formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun