Rangt að stefnan sé hörð: Ráðherrar VG aktívir að auglýsa landið sem áfangastað Snorri Másson skrifar 24. maí 2022 10:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tekur undir með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og andmælir því að hér sé að taka á sig mynd ein harðasta innflytjendastefna í Evrópu. Sigmundur Davíð var gestur Íslands í dag í gær en ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hafa verið til umræðu á Alþingi. Horfa má á viðtalið við hann í heild hér að ofan. „Það var mjög áhugavert að fylgjast með umræðunni um þetta í þinginu í dag, þar sem hin stórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og sagði að hér væri ein harðasta innflytjendastefna í heimi sem er bara della. En hvað gerist þá? Þá svöruðu ráðherrar Vinstri Grænna með því að benda á það sama og við höfum verið að benda á; að straumur hælisleitenda hingað og hælisveitingar eru margfalt meiri en í flestum löndum í Evrópu. Þær voru orðnar sexfalt fleiri en í Noregi og Danmökru fyrir tveimur árum síðan og ætli það sé ekki orðið svona áttfalt núna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að því fari fjarri að hér sé verið að herða umgjörð í hælisleitendamálum.Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir hafði sagt í svörum til Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar að það væri ekki rétt sem hann héldi fram að hér væri verið að fara fram með einhverja hörðustu stefnu í Evrópu. „Ef við berum okkur saman til að mynda við Norðurlönd hefur Ísland verið með mun frjálslyndari stefnu,“ sagði Katrín. Ráðum ekki við að taka á móti öllum Ólíkt því sem margir halda fram nú um mundir, segir Sigmundur ríkisstjórnina ekki vera að gera neitt til að hindra hingað straum flóttamanna. „Þvert á móti. Eins og ráðherrar VG auglýstu í dag þá eru þeir bara aktívir í því nánast að auglýsa Ísland sem áfangastað og það gerir okkur erfiðara fyrir að hjálpa þeim sem þurfa á mestri hjálp að halda. Eins og til dæmis núna er straumur flóttamanna frá Úkraínu sem ég held að allir séu meira og minna sammála um að við eigum að taka á móti og gera eins vel við og við mögulega getum,“ segir Sigmundur. Spurður hvort ástæða sé til að gera upp á milli þeirra flóttamanna og annarra, segir Sigmundur að líta þurfi til þess hvaða aðstæður fólk sé að flýja. Hann segir vissulega mikinn fjölda flóttamanna vera að flýja stríð, en aðra ekki. „Það er mjög stór hluti hælisleitenda, ekki bara á Íslandi, sem er að reyna að komast í betri lífsgæði, sem maður skilur. En við ráðum ekki við að taka á móti öllu því fátæka fólki sem myndi vilja bæta lífskjör sín og það bitnar á þeim sem eru mestri neyð,“ segir Sigmundur. Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Sigmundur Davíð var gestur Íslands í dag í gær en ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hafa verið til umræðu á Alþingi. Horfa má á viðtalið við hann í heild hér að ofan. „Það var mjög áhugavert að fylgjast með umræðunni um þetta í þinginu í dag, þar sem hin stórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og sagði að hér væri ein harðasta innflytjendastefna í heimi sem er bara della. En hvað gerist þá? Þá svöruðu ráðherrar Vinstri Grænna með því að benda á það sama og við höfum verið að benda á; að straumur hælisleitenda hingað og hælisveitingar eru margfalt meiri en í flestum löndum í Evrópu. Þær voru orðnar sexfalt fleiri en í Noregi og Danmökru fyrir tveimur árum síðan og ætli það sé ekki orðið svona áttfalt núna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að því fari fjarri að hér sé verið að herða umgjörð í hælisleitendamálum.Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir hafði sagt í svörum til Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar að það væri ekki rétt sem hann héldi fram að hér væri verið að fara fram með einhverja hörðustu stefnu í Evrópu. „Ef við berum okkur saman til að mynda við Norðurlönd hefur Ísland verið með mun frjálslyndari stefnu,“ sagði Katrín. Ráðum ekki við að taka á móti öllum Ólíkt því sem margir halda fram nú um mundir, segir Sigmundur ríkisstjórnina ekki vera að gera neitt til að hindra hingað straum flóttamanna. „Þvert á móti. Eins og ráðherrar VG auglýstu í dag þá eru þeir bara aktívir í því nánast að auglýsa Ísland sem áfangastað og það gerir okkur erfiðara fyrir að hjálpa þeim sem þurfa á mestri hjálp að halda. Eins og til dæmis núna er straumur flóttamanna frá Úkraínu sem ég held að allir séu meira og minna sammála um að við eigum að taka á móti og gera eins vel við og við mögulega getum,“ segir Sigmundur. Spurður hvort ástæða sé til að gera upp á milli þeirra flóttamanna og annarra, segir Sigmundur að líta þurfi til þess hvaða aðstæður fólk sé að flýja. Hann segir vissulega mikinn fjölda flóttamanna vera að flýja stríð, en aðra ekki. „Það er mjög stór hluti hælisleitenda, ekki bara á Íslandi, sem er að reyna að komast í betri lífsgæði, sem maður skilur. En við ráðum ekki við að taka á móti öllu því fátæka fólki sem myndi vilja bæta lífskjör sín og það bitnar á þeim sem eru mestri neyð,“ segir Sigmundur.
Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira