Lífið

Leikari af­hjúpaður fyrir að leika nýja per­sónu í hverju við­tali

Snorri Másson skrifar

Allt er þegar þrennt er, eins og sannast í máli Hákonar Jóhannessonar leikara sem var „afhjúpaður“ í Íslandi í dag fyrir að setja upp sakleysislegan en fjölbreyttan leikþátt í hvert sinn sem fjölmiðlamaður gerist svo óheppinn að beina að honum hljóðnema.

Rifjuð voru upp dæmi allt frá 2019 og fram til síðustu viku, þar sem Hákon ræðir við fjölmiðlamenn og málflutningur hans er í alla staði uppspuni eða þá eðlileg svör með óeðlilegum málrómi.

Í einu viðtalinu kveðst Hákon vera viðgerðarmaður sem vinnur að viðgerð á gluggum í Perlunni, en lýsir áhyggjum sínum af því að greinast með Covid-19 og komast ekki í vinnuna. Það viðtal tók Stöð 2 en birti aldrei, af ástæðum sem raktar eru í innslaginu hér að ofan. Umfjöllunin hefst á mínútu 14.

„Ég er viðgerðarmaður og við vorum að gera við glerið í Perlunni. Ég þurfti að bregða mér frá um leið og ég fór að finna fyrir einkennum. Ég veit hreinlega ekki ef allt fer á versta veg í þessari sýnatöku, hvenær ég kemst aftur til vinnu.“Vísir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.