Laun verkafólks og starfsfólks í veitinga- og gististarfsemi hækka mest Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2022 13:48 Laun hækkuðu áberandi mest í veitinga- og gististarfsemi milli febrúarmánaða 2021 og 2022. Vísir/Vilhelm Launavísitalan hækkaði um 1,6% milli mars og apríl samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar sem er óvenjuleg mikil hækkun milli mánaða. Skýrist það af stærstum hluta af hagvaxtarauka sem virkjaðist hjá launafólki þann 1. apríl. Þá hækkuðu flestir kauptaxtar um 10.500 krónur en hagvaxtaraukinn virkjast þegar hagvöxtur á mann nær yfir 1%. Síðustu tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,5% sem er mun hærri árstaktur en hefur sést síðasta mánuði, eða vel rúmlega 7%. Fjallað er um þróunina í nýrri Hagsjá Landsbankans en verðbólga mældist 7,2% í aprílmánuði á sama tíma og árshækkun launavísitölu mælist nú 8,5%. Þannig jókst kaupmáttur launa um 1,2% milli aprílmánaða 2021 og 2022, þrátt fyrir að mesta verðbólga mælist nú frá því í maí 2010. „Kaupmáttur í apríl var engu að síður 1,2% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni þannig að mikil verðbólga síðustu mánaða hefur minnkað kaupmátt töluvert. Í nýútgefinni þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar er gert ráð fyrir að kaupmáttur aukist aðeins um 0,1% milli ára að jafnaði í ár, fyrst og fremst vegna verulega aukinnar verðbólgu,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gögnin sýni að laun hafi hækkað með svipuðum hætti á almenna markaðnum og hinum opinbera, bæði hjá ríkinu og sveitarfélögum. Laun hækka mest hjá verkafólki Laun tveggja starfsstétta skera sig úr ef litið er til launabreytinga milli febrúarmánaða 2021 og 2022. Þegar horft er til starfsstétta hækka laun verkafólks mest, eða um 9,2%, og laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks næst mest, um 8%. Laun annarra starfsstétta hafa hækkað í kringum 6%. „Segja má að þessar breytingar séu í takt við markmið gildandi kjarasamninga þar sem krónutöluhækkanir á lægri launum gefa meiri prósentubreytingar en á þeim hærri. Á þessu tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 6,2% þannig að kaupmáttur hafði annaðhvort lækkað eilítið eða staðið í stað meðal sumra hópanna,“ segir hagfræðideild Landsbankans. Ef horft er til atvinnugreina hækkuðu laun áberandi mest í veitinga- og gististarfsemi milli febrúarmánaða 2021 og 2022, eða um 11,6%. Næst mesta hækkunin var í byggingum og mannvirkjagerð og verslun og viðgerðum, eða 7,5%. Vinnumarkaður Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Þá hækkuðu flestir kauptaxtar um 10.500 krónur en hagvaxtaraukinn virkjast þegar hagvöxtur á mann nær yfir 1%. Síðustu tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,5% sem er mun hærri árstaktur en hefur sést síðasta mánuði, eða vel rúmlega 7%. Fjallað er um þróunina í nýrri Hagsjá Landsbankans en verðbólga mældist 7,2% í aprílmánuði á sama tíma og árshækkun launavísitölu mælist nú 8,5%. Þannig jókst kaupmáttur launa um 1,2% milli aprílmánaða 2021 og 2022, þrátt fyrir að mesta verðbólga mælist nú frá því í maí 2010. „Kaupmáttur í apríl var engu að síður 1,2% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni þannig að mikil verðbólga síðustu mánaða hefur minnkað kaupmátt töluvert. Í nýútgefinni þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar er gert ráð fyrir að kaupmáttur aukist aðeins um 0,1% milli ára að jafnaði í ár, fyrst og fremst vegna verulega aukinnar verðbólgu,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gögnin sýni að laun hafi hækkað með svipuðum hætti á almenna markaðnum og hinum opinbera, bæði hjá ríkinu og sveitarfélögum. Laun hækka mest hjá verkafólki Laun tveggja starfsstétta skera sig úr ef litið er til launabreytinga milli febrúarmánaða 2021 og 2022. Þegar horft er til starfsstétta hækka laun verkafólks mest, eða um 9,2%, og laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks næst mest, um 8%. Laun annarra starfsstétta hafa hækkað í kringum 6%. „Segja má að þessar breytingar séu í takt við markmið gildandi kjarasamninga þar sem krónutöluhækkanir á lægri launum gefa meiri prósentubreytingar en á þeim hærri. Á þessu tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 6,2% þannig að kaupmáttur hafði annaðhvort lækkað eilítið eða staðið í stað meðal sumra hópanna,“ segir hagfræðideild Landsbankans. Ef horft er til atvinnugreina hækkuðu laun áberandi mest í veitinga- og gististarfsemi milli febrúarmánaða 2021 og 2022, eða um 11,6%. Næst mesta hækkunin var í byggingum og mannvirkjagerð og verslun og viðgerðum, eða 7,5%.
Vinnumarkaður Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira