Aftökur sjaldan færri en fjölgaði mikið milli ára Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2022 14:16 Í Íran er fólk meðal annars hengt. Vísir/Getty Kippur var í fjölda aftaka í fyrra eftir að þeim fækkaði umtalsvert í kórónuveiruheimsfaraldrinum árið 2020. Mest fjölgaði þeim í Íran og Sádi-Arabíu. Þrátt fyrir það voru sögulega fáir teknir af lífi í fyrra. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að fjölgun aftaka í fyrra sé áhyggjuefni þrátt fyrir að þær hafi ekki verið færri síðasta rúma áratuginn en síðustu tvö ár. Alls voru 579 manns teknir af lífi í átján löndum svo vitað sé til. Það var fimmtungsfjölgun á milli ára. Mest fjölgaði aftökum í Íran . Þar voru að minnsta kosti 314 teknir af lífi í fyrra en 246 árið 2020. Í Sádi-Arabíu fjölgaði aftökum hlutfallslega meira. Þær voru 65 í fyrra, meira en tvöfalt fleiri en árið áður, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Á eftir Íran voru flestar aftökur í Egyptalandi, Írak og svo Sádi-Arabíu. Bandaríkin voru í fimmta sæti yfir flestar aftökur í fyrra með á þriðja tug aftaka. Þau eru eina vestræna ríkið á listanum. Tölur Amnesty eru þó verulega gallaðar því samtökin hafa engin gögn um fjölda aftaka í Kína. Þar er farið með fjöldann sem mannsmorð en talið er að hann hlaupi á þúsundum á hverju ári. Eins hefur samtökunum reynst ómögulegt að staðfesta tölur frá Norður-Kóreu og Víetnam sem eru stórtæk í aftökum. Í Íran fjölgaði aftökum meðal annars vegna þess að fimmfalt fleiri voru teknir af lífi vegna fíkniefnabrota í fyrra en árið áður. Alls voru að minnsta kosti 132 drepnir fyrir þær sakir en 32 árið 2020. Í Sádi-Arabíu stefnir í að aftökum fjölgi enn meira á þessu ári. Fréttir bárust af því að 81 maður hefði verið tekinn af lífi þar á einum degi í mars. Dauðarefsingar Íran Sádi-Arabía Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að fjölgun aftaka í fyrra sé áhyggjuefni þrátt fyrir að þær hafi ekki verið færri síðasta rúma áratuginn en síðustu tvö ár. Alls voru 579 manns teknir af lífi í átján löndum svo vitað sé til. Það var fimmtungsfjölgun á milli ára. Mest fjölgaði aftökum í Íran . Þar voru að minnsta kosti 314 teknir af lífi í fyrra en 246 árið 2020. Í Sádi-Arabíu fjölgaði aftökum hlutfallslega meira. Þær voru 65 í fyrra, meira en tvöfalt fleiri en árið áður, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Á eftir Íran voru flestar aftökur í Egyptalandi, Írak og svo Sádi-Arabíu. Bandaríkin voru í fimmta sæti yfir flestar aftökur í fyrra með á þriðja tug aftaka. Þau eru eina vestræna ríkið á listanum. Tölur Amnesty eru þó verulega gallaðar því samtökin hafa engin gögn um fjölda aftaka í Kína. Þar er farið með fjöldann sem mannsmorð en talið er að hann hlaupi á þúsundum á hverju ári. Eins hefur samtökunum reynst ómögulegt að staðfesta tölur frá Norður-Kóreu og Víetnam sem eru stórtæk í aftökum. Í Íran fjölgaði aftökum meðal annars vegna þess að fimmfalt fleiri voru teknir af lífi vegna fíkniefnabrota í fyrra en árið áður. Alls voru að minnsta kosti 132 drepnir fyrir þær sakir en 32 árið 2020. Í Sádi-Arabíu stefnir í að aftökum fjölgi enn meira á þessu ári. Fréttir bárust af því að 81 maður hefði verið tekinn af lífi þar á einum degi í mars.
Dauðarefsingar Íran Sádi-Arabía Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira