Harðlínugrænir Píratar í viðræður með aukið umboð Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2022 14:42 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, vill ekki gefa upp hvort flokkurinn geri kröfu um borgarstjórastólinn. Vísir/Vilhelm Píratar hyggjast leggja áherslu á loftslagsmál, lýðræði og gagnsæi í meirihlutaviðræðum sínum við Framsókn, Samfylkinguna og Viðreisn. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, segir margt benda til að almenn ánægja sé með verk Pírata á síðasta kjörtímabili meðal kjósenda þar sem flokkurinn hafi verið sá eini í núverandi meirihlutasamstarfi sem bætti við sig fylgi milli kosninga. Það fari ekki á milli mála hvaða línur Píratar leggi í viðræðunum. „Við höfum stundum verið kölluð harðlínugræn þannig við viljum halda fast í loftslagsáherslurnar, Borgarlínu og vistvænar samgöngur og teljum ekki eðlilegt að víkja frá þeim áhersluatriðum,“ sagði Dóra Björt að loknum blaðamannafundi í Grósku í dag þar sem flokkarnir greindu frá upphafi meirihlutaviðræðna. „Við erum auðvitað líka flokkur lýðræðis og gagnsæis og það skiptir okkur miklu máli hvernig hlutirnir eru gerðir, fagleg vinnubrögð og upplýst ákvarðanataka. Þetta eru þættir sem við víkjum ekki frá enda tól og tæki í baráttunni gegn spillingu sem okkur er svo hugleikin,“ bætti hún við. Vill hafa Viðreisn með Takist Samfylkingu, Framsókn, Pírötum og Viðreisn að mynda meirihluta í borginni verða flokkarnir samtals með þrettán borgarfulltrúa af 23. Sumir hafa velt vöngum yfir því hvers vegna stærri flokkarnir hafi ákveðið að taka Viðreisn með í viðræðurnar í ljósi þess að þeir geti myndað meirihluta án Þórdísar Lóu Þórhallsdótturr, eina borgarfulltrúa Viðreisnar. Dóra Björt telur að það styrki meirihlutann að hafa breiðari skírskotun. „Mér finnst það lýðræðislegt að við séum aukinn meirihluti. Við höfum fleiri atkvæði á bakvið okkur sem þessi heild, við höfum fleiri raddir borgarbúa sem komast þá að borðinu. Við það að slípa ákvarðanatöku og sníða af annmarka og þannig að getum við átt upplýst og lýðræðislegt samtal fleirum til heilla.“ Hver á að verða næsti borgarstjóri? „Ég. Nei, það kemur allt í ljós,“ segir Dóra Björt létt í bragði. Ótímabært sé að ræða hvort Píratar geri kröfu um borgarstjórastólinn eða stjórn ákveðinna ráða og nefnda. „Við þurfum fyrst að ræða málefnin og komast að lendingu þar. Það er stóra myndin og það sem skiptir mestu máli. Svo er alltaf spurning hvernig eigi að fylgja því eftir og hvernig verkaskiptingin á að vera og utanumhaldið. Það skiptir líka máli en það er eitthvað sem kemur eftir á og mótast kannski svolítið í hugum okkar þegar við erum að skoða málefnin og vinna með þau.“ Reykjavík Píratar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Viðreisn hafi aðkomu frá hægri í meirihlutaviðræðunum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna. 24. maí 2022 14:40 Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, segir margt benda til að almenn ánægja sé með verk Pírata á síðasta kjörtímabili meðal kjósenda þar sem flokkurinn hafi verið sá eini í núverandi meirihlutasamstarfi sem bætti við sig fylgi milli kosninga. Það fari ekki á milli mála hvaða línur Píratar leggi í viðræðunum. „Við höfum stundum verið kölluð harðlínugræn þannig við viljum halda fast í loftslagsáherslurnar, Borgarlínu og vistvænar samgöngur og teljum ekki eðlilegt að víkja frá þeim áhersluatriðum,“ sagði Dóra Björt að loknum blaðamannafundi í Grósku í dag þar sem flokkarnir greindu frá upphafi meirihlutaviðræðna. „Við erum auðvitað líka flokkur lýðræðis og gagnsæis og það skiptir okkur miklu máli hvernig hlutirnir eru gerðir, fagleg vinnubrögð og upplýst ákvarðanataka. Þetta eru þættir sem við víkjum ekki frá enda tól og tæki í baráttunni gegn spillingu sem okkur er svo hugleikin,“ bætti hún við. Vill hafa Viðreisn með Takist Samfylkingu, Framsókn, Pírötum og Viðreisn að mynda meirihluta í borginni verða flokkarnir samtals með þrettán borgarfulltrúa af 23. Sumir hafa velt vöngum yfir því hvers vegna stærri flokkarnir hafi ákveðið að taka Viðreisn með í viðræðurnar í ljósi þess að þeir geti myndað meirihluta án Þórdísar Lóu Þórhallsdótturr, eina borgarfulltrúa Viðreisnar. Dóra Björt telur að það styrki meirihlutann að hafa breiðari skírskotun. „Mér finnst það lýðræðislegt að við séum aukinn meirihluti. Við höfum fleiri atkvæði á bakvið okkur sem þessi heild, við höfum fleiri raddir borgarbúa sem komast þá að borðinu. Við það að slípa ákvarðanatöku og sníða af annmarka og þannig að getum við átt upplýst og lýðræðislegt samtal fleirum til heilla.“ Hver á að verða næsti borgarstjóri? „Ég. Nei, það kemur allt í ljós,“ segir Dóra Björt létt í bragði. Ótímabært sé að ræða hvort Píratar geri kröfu um borgarstjórastólinn eða stjórn ákveðinna ráða og nefnda. „Við þurfum fyrst að ræða málefnin og komast að lendingu þar. Það er stóra myndin og það sem skiptir mestu máli. Svo er alltaf spurning hvernig eigi að fylgja því eftir og hvernig verkaskiptingin á að vera og utanumhaldið. Það skiptir líka máli en það er eitthvað sem kemur eftir á og mótast kannski svolítið í hugum okkar þegar við erum að skoða málefnin og vinna með þau.“
Reykjavík Píratar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Viðreisn hafi aðkomu frá hægri í meirihlutaviðræðunum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna. 24. maí 2022 14:40 Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Viðreisn hafi aðkomu frá hægri í meirihlutaviðræðunum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna. 24. maí 2022 14:40
Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31
Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent