Harðlínugrænir Píratar í viðræður með aukið umboð Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2022 14:42 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, vill ekki gefa upp hvort flokkurinn geri kröfu um borgarstjórastólinn. Vísir/Vilhelm Píratar hyggjast leggja áherslu á loftslagsmál, lýðræði og gagnsæi í meirihlutaviðræðum sínum við Framsókn, Samfylkinguna og Viðreisn. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, segir margt benda til að almenn ánægja sé með verk Pírata á síðasta kjörtímabili meðal kjósenda þar sem flokkurinn hafi verið sá eini í núverandi meirihlutasamstarfi sem bætti við sig fylgi milli kosninga. Það fari ekki á milli mála hvaða línur Píratar leggi í viðræðunum. „Við höfum stundum verið kölluð harðlínugræn þannig við viljum halda fast í loftslagsáherslurnar, Borgarlínu og vistvænar samgöngur og teljum ekki eðlilegt að víkja frá þeim áhersluatriðum,“ sagði Dóra Björt að loknum blaðamannafundi í Grósku í dag þar sem flokkarnir greindu frá upphafi meirihlutaviðræðna. „Við erum auðvitað líka flokkur lýðræðis og gagnsæis og það skiptir okkur miklu máli hvernig hlutirnir eru gerðir, fagleg vinnubrögð og upplýst ákvarðanataka. Þetta eru þættir sem við víkjum ekki frá enda tól og tæki í baráttunni gegn spillingu sem okkur er svo hugleikin,“ bætti hún við. Vill hafa Viðreisn með Takist Samfylkingu, Framsókn, Pírötum og Viðreisn að mynda meirihluta í borginni verða flokkarnir samtals með þrettán borgarfulltrúa af 23. Sumir hafa velt vöngum yfir því hvers vegna stærri flokkarnir hafi ákveðið að taka Viðreisn með í viðræðurnar í ljósi þess að þeir geti myndað meirihluta án Þórdísar Lóu Þórhallsdótturr, eina borgarfulltrúa Viðreisnar. Dóra Björt telur að það styrki meirihlutann að hafa breiðari skírskotun. „Mér finnst það lýðræðislegt að við séum aukinn meirihluti. Við höfum fleiri atkvæði á bakvið okkur sem þessi heild, við höfum fleiri raddir borgarbúa sem komast þá að borðinu. Við það að slípa ákvarðanatöku og sníða af annmarka og þannig að getum við átt upplýst og lýðræðislegt samtal fleirum til heilla.“ Hver á að verða næsti borgarstjóri? „Ég. Nei, það kemur allt í ljós,“ segir Dóra Björt létt í bragði. Ótímabært sé að ræða hvort Píratar geri kröfu um borgarstjórastólinn eða stjórn ákveðinna ráða og nefnda. „Við þurfum fyrst að ræða málefnin og komast að lendingu þar. Það er stóra myndin og það sem skiptir mestu máli. Svo er alltaf spurning hvernig eigi að fylgja því eftir og hvernig verkaskiptingin á að vera og utanumhaldið. Það skiptir líka máli en það er eitthvað sem kemur eftir á og mótast kannski svolítið í hugum okkar þegar við erum að skoða málefnin og vinna með þau.“ Reykjavík Píratar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Viðreisn hafi aðkomu frá hægri í meirihlutaviðræðunum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna. 24. maí 2022 14:40 Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, segir margt benda til að almenn ánægja sé með verk Pírata á síðasta kjörtímabili meðal kjósenda þar sem flokkurinn hafi verið sá eini í núverandi meirihlutasamstarfi sem bætti við sig fylgi milli kosninga. Það fari ekki á milli mála hvaða línur Píratar leggi í viðræðunum. „Við höfum stundum verið kölluð harðlínugræn þannig við viljum halda fast í loftslagsáherslurnar, Borgarlínu og vistvænar samgöngur og teljum ekki eðlilegt að víkja frá þeim áhersluatriðum,“ sagði Dóra Björt að loknum blaðamannafundi í Grósku í dag þar sem flokkarnir greindu frá upphafi meirihlutaviðræðna. „Við erum auðvitað líka flokkur lýðræðis og gagnsæis og það skiptir okkur miklu máli hvernig hlutirnir eru gerðir, fagleg vinnubrögð og upplýst ákvarðanataka. Þetta eru þættir sem við víkjum ekki frá enda tól og tæki í baráttunni gegn spillingu sem okkur er svo hugleikin,“ bætti hún við. Vill hafa Viðreisn með Takist Samfylkingu, Framsókn, Pírötum og Viðreisn að mynda meirihluta í borginni verða flokkarnir samtals með þrettán borgarfulltrúa af 23. Sumir hafa velt vöngum yfir því hvers vegna stærri flokkarnir hafi ákveðið að taka Viðreisn með í viðræðurnar í ljósi þess að þeir geti myndað meirihluta án Þórdísar Lóu Þórhallsdótturr, eina borgarfulltrúa Viðreisnar. Dóra Björt telur að það styrki meirihlutann að hafa breiðari skírskotun. „Mér finnst það lýðræðislegt að við séum aukinn meirihluti. Við höfum fleiri atkvæði á bakvið okkur sem þessi heild, við höfum fleiri raddir borgarbúa sem komast þá að borðinu. Við það að slípa ákvarðanatöku og sníða af annmarka og þannig að getum við átt upplýst og lýðræðislegt samtal fleirum til heilla.“ Hver á að verða næsti borgarstjóri? „Ég. Nei, það kemur allt í ljós,“ segir Dóra Björt létt í bragði. Ótímabært sé að ræða hvort Píratar geri kröfu um borgarstjórastólinn eða stjórn ákveðinna ráða og nefnda. „Við þurfum fyrst að ræða málefnin og komast að lendingu þar. Það er stóra myndin og það sem skiptir mestu máli. Svo er alltaf spurning hvernig eigi að fylgja því eftir og hvernig verkaskiptingin á að vera og utanumhaldið. Það skiptir líka máli en það er eitthvað sem kemur eftir á og mótast kannski svolítið í hugum okkar þegar við erum að skoða málefnin og vinna með þau.“
Reykjavík Píratar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Viðreisn hafi aðkomu frá hægri í meirihlutaviðræðunum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna. 24. maí 2022 14:40 Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Viðreisn hafi aðkomu frá hægri í meirihlutaviðræðunum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna. 24. maí 2022 14:40
Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31
Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06