Erlent

Tedros endur­kjörinn fram­kvæmda­stjóri WHO

Kjartan Kjartansson skrifar
Tedros Ghebreyesus (t.v.) var vel fangað eftir að hann var endurkjörinn framkvæmdastjóri WHO í dag.
Tedros Ghebreyesus (t.v.) var vel fangað eftir að hann var endurkjörinn framkvæmdastjóri WHO í dag. Vísir/EPA

Afgerandi meirihluti aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) greiddu Tedros Ghebreyesus atkvæði sitt til nýs fimm ára skipunartímabils sem framkvæmdastjóri. Tedros hefur leitt stofnunin í gegnum umrót kórónuveirufaraldursins.

Atkvæðagreiðlan var leynileg en Tedros var einn í framboði. Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands, tilkynnti á Twitter að Tedros hefði fengið 155 af 160 atkvæðum.

Reuters-fréttastofan segir að kosningu Tedros hafi verið tekið með dúndrandi lófataki á Alþjóðaheilbrigðisþinginu í Genf. Forsetinn þingsins hafi þurft að beita fundarhamri sínum ítrekað til að koma ró á salinn.

WHO sætti nokkurri gagnrýni, sérstaklega í upphafi kórónuveirufaraldursins, fyrir meinta undirgefni við kínversk stjórnvöld. Þau leyfðu rannsakendum WHO meðal annars aldrei að rannsaka upptök faraldursins í Wuhan-héraði til hlýtar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×