Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Formlegar meirihlutaviðræður eru hafnar í Reykjavík milli Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar. Flokkarnir hafa viku til að ná saman um stór mál og ákveða hver næsti borgarstjóri verður. Píratar útiloka ekki að gera tilkall til embættisins.

Farið verður nánar yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá kíkjum við á síðasta fund fráfarandi borgarstjórnar og heyrum í borgarfulltrúum sem kveðja nú ráðhúsið.

Félagsmálaráðherra skoðar nú hvort einhverjir úr stórum hópi sem á að vísa úr landi geti fengið atvinnuleyfi fremur en að fara í gegnum verndarkerfið. Við fjöllum nánar um málið og ræðum við lögfræðing flóttafólksins.

Einnig verður farið yfir útbreiðslu apabólunnar auk þess sem við kynnum okkur ferðasumarið fram undan og hittum hóp kvenna sem fer nokkrum sinnum í viku í sjósund við Stykkishólm.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×