Tíska og hönnun

Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Skjáskot úr myndbandi Louis Vuitton.
Skjáskot úr myndbandi Louis Vuitton. Instagram

Íslandsvinurinn og stílistinn Bloody Osiris er með 66°Norður derhúfu á höfðinu í nýju myndbandi frá Louis Vuitton. Myndbandið var meðal annars birt á Instagram síðu Louis Vuitton.

Myndbandið sem um ræðir fjallar um arfleið hönnuðarins Virgil Abloah, sem var list­rænn stjórn­andi Lou­is Vuittons. Osiris var ná­inn sam­starfs­fé­lagi Abloh sem hann lést 28. nóvember á síðasta ári.

Skjáskot af Instagram síðu Louis Vuitton.Instagram

Myndbandið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Bloody er stjörnustílisti og áhrifavaldur. Osiris hef­ur meðal unnið sem stílisti fyr­ir rapp­ar­ann Travis Scott og sýnt fyr­ir tísku­merki Kanye West, YEEZY.

Hann ferðaðist um Ísland í fyrra og fékk ferðalagið mikla at­hygli á instagram-síðu hans. Hann birti þá meðal ann­ars mynd af sér í jakk­an­um Horn­strönd­um frá 66°Norður í Reyn­is­fjöru. Hann hefur einnig birt myndir af sér á Instagram í Snæfell jakkanum og tískufatnaði frá mörgum öðrum merkjum við Öxarárfoss, á Reykjanesi og fleiri stöðum. 

Stílist­inn klædd­ist í Íslandsferðinni meðal annnars svört­um loðfeldi frá Balenciaga yfir 66°Norður jakk­ann Hornstrandir og var í töffara­leg­um mótor­hjóla­bux­um frá Dainese og striga­skóm Ricks Owens.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá Íslandsheimsókninni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.