„Ég er aðeins að verða gráðug núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 11:45 Harpa Þorsteinsdóttir hrósar hér Örnu Sig fyrir frammistöðu sína í sigurleiknum á Breiðabliki í gær. S2 Sport Miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir tryggði Valskonum 1-0 sigur á Breiðabliki í stórleik Bestu deildar kvenna í gærkvöldi en Arna var síðan gestur í Bestu mörkunum eftir leikinn. Arna Sif er nú búin að skora þrjú mörk í sex fyrstu leikjunum og hefur einnig farið fyrir Valsvörninni sem hefur haldið fjórum sinnum hreinu í fyrstu sex umferðunum. „Ég vil byrja á því að hrósa Örnu Sif fyrir frábæra frammistöðu í dag. Mér finnst merkilegt að þó hún hafi skorað þetta sigurmark þá má ekki gleyma því að hún hreinsaði í burtu einhverjar áttatíu hornspyrnur. Hún var ekki bara að skora heldur var hún líka að eiga virkilega góðan leik í hjarta varnarinnar eins og hún er búin að eiga ítrekað í sumar,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Arna Sif Ásgrímsdóttir skorar hér sigurmarkið í leiknum í gær.Vísir/Pawel Arna Sif spilaði með Valsliðinu fyrir fyrir fimm árum en fór síðan aftur heim til Þór/KA sumarið 2018. Hún snéri aftur á Hlíðarenda fyrir þetta tímabil og Harpa vildi fá hana til að bera þessi lið saman. „Þetta er einhvern veginn allt annað. Síðast þegar ég var hjá Val þá var Valur að koma upp aftur eftir smá lægð. Maður fann alveg fyrir því en núna eru þær búnar að vera á toppnum í smá tíma. Andrúmsloftið er öðruvísi, körfur á að vinna allt, mikil samkeppni í hópnum og bæði gæðin og standardinn er hærri. Þetta er frábær umhverfi að vera í,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. Arna Sif er mjög sátt við að spila við hliðina á Mist Edvardsdóttur. „Það er ógeðslega gaman. Hún er ógeðslega góð í fótbolta og miklu betri í fótbolta en mig minnti. Ég spilaði með henni bæði 2016 og 2017. þetta er bata ógeðslega góður fótboltamaður og það er heiður að spila þarna með henni,“ sagði Arna Sif. S2 Sport Helena Ólafsdóttir forvitnaðist um það hvort velgengi Valsliðsins í öðrum íþróttum sé að smitast inn í Valsliðið. „Já það er gríðarlega mikil stemmning og maður finnur það bara þegar maður labbar þarna inn. Það er einhvern veginn allir að hálfpartinn að peppa yfir sig og gefa hverjum öðrum fimmu. Ég held að það smiti klárlega í öll liðin,“ sagði Arna Sif. En eru miðverðirnir hjá Val í markakeppni? Arna Sif er með þrjú mörk og Mist með tvö. „Við erum ekki í markakeppni. Mist er svo slök yfir þessu. Hún ætlar ekki að setja sér nein markmið með mörk en ég er aðeins að verða gráðug núna,“ sagði Arna. „Ég hef alltaf skorað fjögur mörk á hverju einasta tímabili í svona átján ár og núna langar mig að fara í svona sex eða sjö. Ég ætla síðan einhvern tímann að finna mér lið þar sem ég fæ að vera senter,“ sagði Arna létt. Það má sjá spjallið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Arna Sif mættir í settið Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Arna Sif er nú búin að skora þrjú mörk í sex fyrstu leikjunum og hefur einnig farið fyrir Valsvörninni sem hefur haldið fjórum sinnum hreinu í fyrstu sex umferðunum. „Ég vil byrja á því að hrósa Örnu Sif fyrir frábæra frammistöðu í dag. Mér finnst merkilegt að þó hún hafi skorað þetta sigurmark þá má ekki gleyma því að hún hreinsaði í burtu einhverjar áttatíu hornspyrnur. Hún var ekki bara að skora heldur var hún líka að eiga virkilega góðan leik í hjarta varnarinnar eins og hún er búin að eiga ítrekað í sumar,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Arna Sif Ásgrímsdóttir skorar hér sigurmarkið í leiknum í gær.Vísir/Pawel Arna Sif spilaði með Valsliðinu fyrir fyrir fimm árum en fór síðan aftur heim til Þór/KA sumarið 2018. Hún snéri aftur á Hlíðarenda fyrir þetta tímabil og Harpa vildi fá hana til að bera þessi lið saman. „Þetta er einhvern veginn allt annað. Síðast þegar ég var hjá Val þá var Valur að koma upp aftur eftir smá lægð. Maður fann alveg fyrir því en núna eru þær búnar að vera á toppnum í smá tíma. Andrúmsloftið er öðruvísi, körfur á að vinna allt, mikil samkeppni í hópnum og bæði gæðin og standardinn er hærri. Þetta er frábær umhverfi að vera í,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. Arna Sif er mjög sátt við að spila við hliðina á Mist Edvardsdóttur. „Það er ógeðslega gaman. Hún er ógeðslega góð í fótbolta og miklu betri í fótbolta en mig minnti. Ég spilaði með henni bæði 2016 og 2017. þetta er bata ógeðslega góður fótboltamaður og það er heiður að spila þarna með henni,“ sagði Arna Sif. S2 Sport Helena Ólafsdóttir forvitnaðist um það hvort velgengi Valsliðsins í öðrum íþróttum sé að smitast inn í Valsliðið. „Já það er gríðarlega mikil stemmning og maður finnur það bara þegar maður labbar þarna inn. Það er einhvern veginn allir að hálfpartinn að peppa yfir sig og gefa hverjum öðrum fimmu. Ég held að það smiti klárlega í öll liðin,“ sagði Arna Sif. En eru miðverðirnir hjá Val í markakeppni? Arna Sif er með þrjú mörk og Mist með tvö. „Við erum ekki í markakeppni. Mist er svo slök yfir þessu. Hún ætlar ekki að setja sér nein markmið með mörk en ég er aðeins að verða gráðug núna,“ sagði Arna. „Ég hef alltaf skorað fjögur mörk á hverju einasta tímabili í svona átján ár og núna langar mig að fara í svona sex eða sjö. Ég ætla síðan einhvern tímann að finna mér lið þar sem ég fæ að vera senter,“ sagði Arna létt. Það má sjá spjallið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Arna Sif mættir í settið
Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira