Tárvotur Mourinho skrifar söguna í Rómarborg Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 10:30 Tilfinningarnar voru miklar hjá Mourinho í leikslok sem gat vart haldið aftur af tárunum. Justin Setterfield/Getty Images Ítalska liðið Roma vann í gærkvöld sinn fyrsta titil í 14 ár eftir 1-0 sigur á Feyenoord frá Hollandi í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. José Mourinho, stjóri Roma, gat vart haldið aftur af tárunum í leikslok og kveðst vera afar stoltur. Miðjumaðurinn Niccolo Zaniolo skoraði eina mark leiksins í gærkvöld á 32. mínútu er Roma vann 1-0 á Kombetare-vellinum í Tirana í Albaníu. Roma er því fyrsta liðið til að fagna sigri í Sambandsdeildinni sem sett var á laggirnar síðasta sumar. José Mourinho = first coach to win all three current men's UEFA club competitions @ASRomaEN | #UECLfinal pic.twitter.com/oWTixYE4cS— UEFA Europa Conference League (@europacnfleague) May 26, 2022 Þjálfari Zaniolo, José Mourinho, varð þá jafnframt fyrsti stjórinn til að vinna allar þrjár Evrópukeppnir UEFA. Mourinho vann UEFA-bikarinn með Porto árið 2003 og Meistaradeildina með liðinu ári síðar. Hann stýrði þá Inter Milan til sigurs í Meistaradeildinni 2010, Manchester United til Evrópudeildartitls 2017 og vann sinn fimmta Evróputitil með Roma í gærkvöld. Hann fagnaði þeim fimmta með viðeigandi hætti og reisti fimm fingur á loft er lokaflautið gall. „Þetta mun alltaf vera hluti af sögu Roma, en einni hluti af minni eigin. Mér var sagt að aðeins ég, Sir Alex Ferguson og Giovanni Trappattoni hafi unnið titla á þremur mismunandi áratugum. Mér líður eins og gömlum manni, en það er gott fyrir ferilinn minn.“ sagði Mourinho eftir leik. Fimm Evróputitlar hjá þeim gamla.Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Liðið hafði þegar tryggt sér sæti í Evrópudeildarinnar að ári með því að lenda í 6. sæti ítölsku A-deildarinnar í vor, sem varð ljóst eftir 3-0 sigur á Tórínó í lokaumferð deildarinnar. Mourinho segir sigurinn sögulegan, enda um fyrsta titil Roma að ræða í 14 ár, frá því að liðið vann ítalska bikarinn árið 2008, og fyrsta Evróputitil liðsins frá því að félagið vann Borgakeppni Evrópu árið 1961. „Það voru svo margir hlutir sem fóru í gegnum hausinn á mér, svo margir hlutir á sama tíma.“ sagði Mourinho er hann barðist við að halda aftur af tárunum. „Ég hef verið hjá Roma í ellefu mánuði og ég áttaði mig á augnablikinu sem ég mætti hvað það þýddi, þeir voru að bíða eftir þessu. Eins og ég sagði við strákana í klefanum í Tórínó, við gerðum það sem við þurftum að gera, að komast í Evrópudeildina. Við unnum frábæra vinnu allt tímabilið.“ „Þetta var hins vegar ekki vinna í kvöld, þetta var sagan skrifuð. Við þurftum að skrifa söguna. Við skrifuðum hana. Ég verð hér áfram á næsta tímabili, ekki spurning.“ sagði Mourinho. José Mourinho! La la la la la la la... José Mourinho la la la la la la la #ASRoma #UECLfinal pic.twitter.com/awuPHZEqfc— AS Roma (@OfficialASRoma) May 26, 2022 Sambandsdeild Evrópu Ítalski boltinn Tengdar fréttir Mourinho bætir enn einum Evrópubikar í safn sitt AS Roma vann Feyenoord 1-0 í fyrsta úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Bikarinn er fimmti Evrópubikar Jose Mourinho á ferlinum og er hann um leið sá fyrsti til að vinna alla Evrópubikarana sem í boði eru. 25. maí 2022 21:29 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Golf Fleiri fréttir Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Sjá meira
Miðjumaðurinn Niccolo Zaniolo skoraði eina mark leiksins í gærkvöld á 32. mínútu er Roma vann 1-0 á Kombetare-vellinum í Tirana í Albaníu. Roma er því fyrsta liðið til að fagna sigri í Sambandsdeildinni sem sett var á laggirnar síðasta sumar. José Mourinho = first coach to win all three current men's UEFA club competitions @ASRomaEN | #UECLfinal pic.twitter.com/oWTixYE4cS— UEFA Europa Conference League (@europacnfleague) May 26, 2022 Þjálfari Zaniolo, José Mourinho, varð þá jafnframt fyrsti stjórinn til að vinna allar þrjár Evrópukeppnir UEFA. Mourinho vann UEFA-bikarinn með Porto árið 2003 og Meistaradeildina með liðinu ári síðar. Hann stýrði þá Inter Milan til sigurs í Meistaradeildinni 2010, Manchester United til Evrópudeildartitls 2017 og vann sinn fimmta Evróputitil með Roma í gærkvöld. Hann fagnaði þeim fimmta með viðeigandi hætti og reisti fimm fingur á loft er lokaflautið gall. „Þetta mun alltaf vera hluti af sögu Roma, en einni hluti af minni eigin. Mér var sagt að aðeins ég, Sir Alex Ferguson og Giovanni Trappattoni hafi unnið titla á þremur mismunandi áratugum. Mér líður eins og gömlum manni, en það er gott fyrir ferilinn minn.“ sagði Mourinho eftir leik. Fimm Evróputitlar hjá þeim gamla.Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Liðið hafði þegar tryggt sér sæti í Evrópudeildarinnar að ári með því að lenda í 6. sæti ítölsku A-deildarinnar í vor, sem varð ljóst eftir 3-0 sigur á Tórínó í lokaumferð deildarinnar. Mourinho segir sigurinn sögulegan, enda um fyrsta titil Roma að ræða í 14 ár, frá því að liðið vann ítalska bikarinn árið 2008, og fyrsta Evróputitil liðsins frá því að félagið vann Borgakeppni Evrópu árið 1961. „Það voru svo margir hlutir sem fóru í gegnum hausinn á mér, svo margir hlutir á sama tíma.“ sagði Mourinho er hann barðist við að halda aftur af tárunum. „Ég hef verið hjá Roma í ellefu mánuði og ég áttaði mig á augnablikinu sem ég mætti hvað það þýddi, þeir voru að bíða eftir þessu. Eins og ég sagði við strákana í klefanum í Tórínó, við gerðum það sem við þurftum að gera, að komast í Evrópudeildina. Við unnum frábæra vinnu allt tímabilið.“ „Þetta var hins vegar ekki vinna í kvöld, þetta var sagan skrifuð. Við þurftum að skrifa söguna. Við skrifuðum hana. Ég verð hér áfram á næsta tímabili, ekki spurning.“ sagði Mourinho. José Mourinho! La la la la la la la... José Mourinho la la la la la la la #ASRoma #UECLfinal pic.twitter.com/awuPHZEqfc— AS Roma (@OfficialASRoma) May 26, 2022
Sambandsdeild Evrópu Ítalski boltinn Tengdar fréttir Mourinho bætir enn einum Evrópubikar í safn sitt AS Roma vann Feyenoord 1-0 í fyrsta úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Bikarinn er fimmti Evrópubikar Jose Mourinho á ferlinum og er hann um leið sá fyrsti til að vinna alla Evrópubikarana sem í boði eru. 25. maí 2022 21:29 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Golf Fleiri fréttir Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Sjá meira
Mourinho bætir enn einum Evrópubikar í safn sitt AS Roma vann Feyenoord 1-0 í fyrsta úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Bikarinn er fimmti Evrópubikar Jose Mourinho á ferlinum og er hann um leið sá fyrsti til að vinna alla Evrópubikarana sem í boði eru. 25. maí 2022 21:29