Körfubolti

Borche tekur við Fjölni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Borche Ilievski er mættur í Grafarvoginn.
Borche Ilievski er mættur í Grafarvoginn. Vísir/Daníel

Fjölnir hefur samið við Borche Ilievski um að taka við þjálfun meistaraflokks karla ásamt öðrum flokkum félagsins til næst þriggja ára.

Borche er þekkt stærð á Íslandi og hefur þjálfað hér á landi í árabil. Hann byrjaði á Ísafirði og kom Vestra upp í efstu deild á sínum tíma. Þá hefur hann einnig þjálfað meistaraflokka Tindastóls, Breiðabliks og ÍR. Nú síðast starfaði hann sem yngri flokka þjálfari hjá KR.

Borche fær það verkefni að stýra Fjölni upp í Subway-deild karla. Hann er tilbúinn að takast á við þá áskorun.

„Ég hef ákveðið að taka áskoruninni og taka að mér þjálfun Fjölnisliðsins sem er ungt og mjög efnilegt. Það hefur greinilega hlotið góða þjálfun á undanförnum árum. Það þarf að halda vel utan um hópinn og verkefnið er skýrt,“ segir Borche í viðtali við Fjölni Körfu.

Fjölnir endaði í 5. sæti 1. deildar karla í körfubolta í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×