Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum Tryggvi Páll Tryggvason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 26. maí 2022 19:07 Fulltrúar flokkanna funduðu í Elliðaárdal í dag. Stöð 2 Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði. Framsóknarflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Viðreisn ákváðu í vikunni að hefja formlegar meirihlutaviðræður. Fulltrúar flokkanna funduðu í veðurblíðunni í Elliðaárdlanum í dag. Alexanda ræddi ganginn í viðræðunum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Bara býsna vel held ég. Það er búið að vera mjög góður dagur í dag og góður dagur í gær. Í gær og dag vorum við mest að ræða barnamálin. Í dag fórum við líka í velferðina og náðum aðeins að koma inn á íþróttamálin. Í rauninni gengur bara mjög vel og ég leyfi mér að vera nokkuð bjartsýn,“ sagði Alexandra. Bætti hún við að veðrið hafi ekki skemmt fyrir og fulltrúarnir hafi meðal annars leyft sér að njóta veðurblíðunnar í dag. Flokkarnir ákváðu að ganga til formlega viðræðna í vikunni.Ragnar Visage Segir hún enn fremur að ekki sé byrjað að ræða mögulega skiptingu embætta á milli flokka. Málefnin verða rædd fyrst. „Við viljum helst vera með góða málefnalega lendingu áður en við förum að velta hinu of mikið fyrir okkur. Það er líka bara skynsamlegt,“ sagði Alexandra. Píratar útiloka ekki borgarstjórastólinn Mikið hefur verið rætt um að annað hvort Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar verði áfram borgarstjóri, eða að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, fái það hlutverk. En hvað með Pírata, vilja þeir ekki fá þann stól? „Við útilokum það ekki þegar þar að kemur. Það er augljóst skilaboðin frá Reykvíkingum að þeir vilji sjá aðeins meiri Pírata. En við þurfum ekki að pæla í því núna, þetta er allt til umræðu.“ Þá segist hún ekki geta sagt til um hvenær lending fæst í viðræðurnar, þó Alexandra voni að það verði fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils, þann 7. júní næstkomandi. „Við verðum bara að fá sjá til.“ Rætt var við Alexöndru í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjá má á viðtalið í klippunni hér að neðan. Viðtalið hefst þegar um ein og hálf mínúta er liðin af myndbandinu. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Harðlínugrænir Píratar í viðræður með aukið umboð Píratar hyggjast leggja áherslu á loftslagsmál, lýðræði og gagnsæi í meirihlutaviðræðum sínum við Framsókn, Samfylkinguna og Viðreisn. 24. maí 2022 14:42 Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 24. maí 2022 13:50 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Framsóknarflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Viðreisn ákváðu í vikunni að hefja formlegar meirihlutaviðræður. Fulltrúar flokkanna funduðu í veðurblíðunni í Elliðaárdlanum í dag. Alexanda ræddi ganginn í viðræðunum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Bara býsna vel held ég. Það er búið að vera mjög góður dagur í dag og góður dagur í gær. Í gær og dag vorum við mest að ræða barnamálin. Í dag fórum við líka í velferðina og náðum aðeins að koma inn á íþróttamálin. Í rauninni gengur bara mjög vel og ég leyfi mér að vera nokkuð bjartsýn,“ sagði Alexandra. Bætti hún við að veðrið hafi ekki skemmt fyrir og fulltrúarnir hafi meðal annars leyft sér að njóta veðurblíðunnar í dag. Flokkarnir ákváðu að ganga til formlega viðræðna í vikunni.Ragnar Visage Segir hún enn fremur að ekki sé byrjað að ræða mögulega skiptingu embætta á milli flokka. Málefnin verða rædd fyrst. „Við viljum helst vera með góða málefnalega lendingu áður en við förum að velta hinu of mikið fyrir okkur. Það er líka bara skynsamlegt,“ sagði Alexandra. Píratar útiloka ekki borgarstjórastólinn Mikið hefur verið rætt um að annað hvort Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar verði áfram borgarstjóri, eða að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, fái það hlutverk. En hvað með Pírata, vilja þeir ekki fá þann stól? „Við útilokum það ekki þegar þar að kemur. Það er augljóst skilaboðin frá Reykvíkingum að þeir vilji sjá aðeins meiri Pírata. En við þurfum ekki að pæla í því núna, þetta er allt til umræðu.“ Þá segist hún ekki geta sagt til um hvenær lending fæst í viðræðurnar, þó Alexandra voni að það verði fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils, þann 7. júní næstkomandi. „Við verðum bara að fá sjá til.“ Rætt var við Alexöndru í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjá má á viðtalið í klippunni hér að neðan. Viðtalið hefst þegar um ein og hálf mínúta er liðin af myndbandinu.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Harðlínugrænir Píratar í viðræður með aukið umboð Píratar hyggjast leggja áherslu á loftslagsmál, lýðræði og gagnsæi í meirihlutaviðræðum sínum við Framsókn, Samfylkinguna og Viðreisn. 24. maí 2022 14:42 Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 24. maí 2022 13:50 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31
Harðlínugrænir Píratar í viðræður með aukið umboð Píratar hyggjast leggja áherslu á loftslagsmál, lýðræði og gagnsæi í meirihlutaviðræðum sínum við Framsókn, Samfylkinguna og Viðreisn. 24. maí 2022 14:42
Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 24. maí 2022 13:50
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent