Vaktin: Segir Rússa hafa komist hjá flestum þvingunaraðgerðum Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 27. maí 2022 06:41 Selenskí ávarpaði nemendur Stanfordháskóla í Bandaríkjunum í kvöld með aðstoð fjarfundabúnaðar. Á þessari mynd er hann reyndar að ávarpa Davos-ráðstefnuna með sama hætti. Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Bandaríkjamenn hafa samþykkt að senda langdræg vopn til Úkraínu en segjast á sama tíma óttast stigmögnun átaka og hafa átt samtöl við Úkraínumenn um hættuna af því að gera árásir á skotmörk langt inni í Rússlandi. Úkraínumenn segjast þurfa langdrægari vopn en átökin í austurhluta Úkraínu eru sögð vera orðin nokkurs konar einvígi með stórskotaliði. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Rússa munu ekki hernema allt Luhansk-hérað á næstu dögum. Þetta segir formlegur ríkisstjóri héraðsins en Rússar hafa þegar náð næstum öllu héraðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að Ekki væri hægt að treysta Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Ekki væri hægt að semja við krókódíl á meðan hann væri að éta á manni fótinn. Úkraínskir sjálfboðaliðar, lítt þjálfaðir og illa búnir varaliðshermenn, sem fluttir hafa verið á víglínurnar í Austur-Úkraínu, telja sig hafa verið yfirgefna og hafa jafnvel yfirgefið stöður sínar. Úkraínski herinn hefur verið undir miklum þrýstingi í Donbas og víðar undanfarna daga og hafa sjálfboðaliðar verið notaðir til að fylla upp í götin á varnarlínum Úkraínumanna. Yfirvöld í Úkraínu hafa viðurkennt að Rússar hafi nú yfirhöndina í átökunum í austurhluta landsins. Úkraínuher hafi hörfað til baka frá sumum varnarlínum sínum. Ríkisstjóri Luhansk segir aðeins um 5 prósent svæðisins enn á valdi Úkraínu. Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar hersveitir hafa umkringt borgirnar Severodonetsk og Lyschansk. Að minnsta kosti níu létust og sautján særðust í árásum á borgina Kharkív í gær. Ríkisstjórinn á svæðinu segir engin hernaðarleg rök á bakvið árásirnar, aðeins sé um að ræða tilraunir Rússa til að hræða íbúa og eyðileggja innviði. Rússar segjast hafa um 8 þúsund stríðsfanga í haldi í Donbas. Aðstoðarforsætisráðherra Krím, valinn af Rússum, segir Azov-haf tapað Úkraínumönnum að eilífu. Þá segja aðrir embættismenn Rússa í Úkraínu að svæðin umhverfis Kherson og Zaporizhzhia aldrei aftur munu verða á forræði stjórnvalda í Kænugarði. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir samvinnu Kína við Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu áhyggjuefni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Úkraínumenn segjast þurfa langdrægari vopn en átökin í austurhluta Úkraínu eru sögð vera orðin nokkurs konar einvígi með stórskotaliði. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Rússa munu ekki hernema allt Luhansk-hérað á næstu dögum. Þetta segir formlegur ríkisstjóri héraðsins en Rússar hafa þegar náð næstum öllu héraðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að Ekki væri hægt að treysta Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Ekki væri hægt að semja við krókódíl á meðan hann væri að éta á manni fótinn. Úkraínskir sjálfboðaliðar, lítt þjálfaðir og illa búnir varaliðshermenn, sem fluttir hafa verið á víglínurnar í Austur-Úkraínu, telja sig hafa verið yfirgefna og hafa jafnvel yfirgefið stöður sínar. Úkraínski herinn hefur verið undir miklum þrýstingi í Donbas og víðar undanfarna daga og hafa sjálfboðaliðar verið notaðir til að fylla upp í götin á varnarlínum Úkraínumanna. Yfirvöld í Úkraínu hafa viðurkennt að Rússar hafi nú yfirhöndina í átökunum í austurhluta landsins. Úkraínuher hafi hörfað til baka frá sumum varnarlínum sínum. Ríkisstjóri Luhansk segir aðeins um 5 prósent svæðisins enn á valdi Úkraínu. Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar hersveitir hafa umkringt borgirnar Severodonetsk og Lyschansk. Að minnsta kosti níu létust og sautján særðust í árásum á borgina Kharkív í gær. Ríkisstjórinn á svæðinu segir engin hernaðarleg rök á bakvið árásirnar, aðeins sé um að ræða tilraunir Rússa til að hræða íbúa og eyðileggja innviði. Rússar segjast hafa um 8 þúsund stríðsfanga í haldi í Donbas. Aðstoðarforsætisráðherra Krím, valinn af Rússum, segir Azov-haf tapað Úkraínumönnum að eilífu. Þá segja aðrir embættismenn Rússa í Úkraínu að svæðin umhverfis Kherson og Zaporizhzhia aldrei aftur munu verða á forræði stjórnvalda í Kænugarði. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir samvinnu Kína við Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu áhyggjuefni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira