Vilja ekki nýtt kalt stríð við Kínverja Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2022 11:42 Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/John Minchillo Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjamenn ekki vilja nýtt kalt stríð við Kína og þeir muni ekki standa í vegi aukins hagvaxtar ríkisins. Þetta sagði Blinken í ræðu sem hann flutti í gær um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína og sagði hann að þó stríðið í Úkraínu væri stærsta ógn við stöðugleika í heiminum til skamms tíma, stafaði Bandaríkjunum meiri ógn af Kína. Í ræðunni sagði Blinken að Bandaríkjamenn vilji ekki reyna að breyta hinu pólitíska kerfi í Kína. Bandaríkin muni þó vernda alþjóðalög og stofnanir sem tryggja eiga frið í heiminum og gera ríkjum kleift að lifa í samlyndi, það er að segja fjölþjóðakerfinu svokallaða. „Jafnvel þó að stríð Pútíns haldi áfram, munum við áfram vera með alvarlegustu langtímaógnina gegn fjölþjóðakerfinu í brennidepli, og það er ógnin sem stafar af Kína,“ sagði Blinken í ræðunni samkvæmt AP fréttaveitunni. Blinken sagði Kína eina ríki heims sem hefði bæði vilja til að breyta fjölþjóðakerfinu og getu og sagði getu Kína vera að aukast á öllum sviðum. Þá sagði hann að framtíðarsýn Kína myndi færa heiminn frá þeim gildum sem hafi haldið uppi framþróun heimsins síðustu 75 ár. Bandaríkjamenn hafa á undanförnum árum tekið ákveðin skref til aukinnar stórríkjasamkeppni, ef svo má að orði komast. Í varnarmálastefnu Bandaríkjanna sem birt var árið 2018 kom fram að minni áhersla yrði lögð á baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi og Bandaríkjamenn myndu leggja frekari áherslu á keppni stórra ríkja um áhrif á komandi árum. Að Bandaríkin þyrftu að sporna gegn Rússlandi og sérstaklega Kína. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Blinken sagði í ræðu sinni í gær að Bandaríkjamenn myndu leggja áherslu á uppbyggingu bandalaga til að hafa áhrif á Kína. Til marks um það má benda á að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er nýkominn heim úr ferð um Asíu þar sem hann sótti heim ráðamenn í Suður-Kóreu og Japan. Á því ferðalagi varði hann miklum tíma í að ræða um Kína og aukin umsvif Kínverja. Biden lýsti því yfir í ferðinni að ef Kína reyni að gera innrás í Taívan muni Bandaríkjamenn standa við bakið á íbúum eyríkisins. Sjá einnig: Segir ummælin ekki marka breytta stefnu gagnvart Taívan Ósáttir við ræðuna Ráðamenn í Kína hafa ekki tekið vel í ræðu Blinkens og saka Bandaríkin um að reyna að koma óorði á Kínverja. Wang Wenbin, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, sagði í morgun að Blinken hefði dreift fölskum upplýsingum um Kína og utanríkisstefnu kommúnistaríkisins. Wang Wenbin, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína.AP/Liu Zheng Hann sagði að markmið Blinkens væri að einangra og halda aftur af þróun Kína. Þá vildu Bandaríkin halda yfirráðum sínum. „Varðandi þetta fjölþjóðakerfi sem Bandaríkin eru í málsvari fyrir, þá sjá allir sem eitthvað vita að það er ekkert annað en reglur samdar af Bandaríkjunum og nokkrum öðrum ríkjum til að halda uppi heimskerfi sem Bandaríkin stjórna,“ sagði Wang. Hann sakaði Bandaríkin um fylgja eigin alþjóðareglum eftir með hentisemi. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Mótmæli á Filippseyjum eftir kosningasigur Marcos Hundruð námsmanna mótmæltu kosningasigri Ferdinands Marcos yngri fyrir utan skrifstofur kjörstjórnar eftir forsetakosningarnar á Filippseyjum í dag. Sonur einræðisherrann er fyrsti frambjóðandinn í seinni tíð sem vinnur hreinan meirihluta í forsetakosningum. 10. maí 2022 09:35 Örvænting og ringulreið í Sjanghæ vegna faraldursins Mikil ringulreið hefur gripið um sig í Sjanghæ í Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann stóð yfir í tvær vikur en sumum var hleypt út í fyrsta skipti nú í vikunni. Fólk flykktist í matvöruverslanir og kepptist við að ná matvörum og nauðsynjavörum. 15. apríl 2022 12:13 Segir að Kína muni ekki reisa herstöð á Salómonseyjum Ráðamenn á Salómonseyjum segja að Kína verði ekki leyft að reisa herstöð þar. Það er þrátt fyrir að ríkin ætli sér að skrifa undir varnarsáttmála. Yfirvöld í Ástralíu og Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að sáttmálinn feli í sér aukin umsvif Kínverja á eyjunum sem eru hernaðarlega mikilvægar. 1. apríl 2022 10:31 „Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48 Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Í ræðunni sagði Blinken að Bandaríkjamenn vilji ekki reyna að breyta hinu pólitíska kerfi í Kína. Bandaríkin muni þó vernda alþjóðalög og stofnanir sem tryggja eiga frið í heiminum og gera ríkjum kleift að lifa í samlyndi, það er að segja fjölþjóðakerfinu svokallaða. „Jafnvel þó að stríð Pútíns haldi áfram, munum við áfram vera með alvarlegustu langtímaógnina gegn fjölþjóðakerfinu í brennidepli, og það er ógnin sem stafar af Kína,“ sagði Blinken í ræðunni samkvæmt AP fréttaveitunni. Blinken sagði Kína eina ríki heims sem hefði bæði vilja til að breyta fjölþjóðakerfinu og getu og sagði getu Kína vera að aukast á öllum sviðum. Þá sagði hann að framtíðarsýn Kína myndi færa heiminn frá þeim gildum sem hafi haldið uppi framþróun heimsins síðustu 75 ár. Bandaríkjamenn hafa á undanförnum árum tekið ákveðin skref til aukinnar stórríkjasamkeppni, ef svo má að orði komast. Í varnarmálastefnu Bandaríkjanna sem birt var árið 2018 kom fram að minni áhersla yrði lögð á baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi og Bandaríkjamenn myndu leggja frekari áherslu á keppni stórra ríkja um áhrif á komandi árum. Að Bandaríkin þyrftu að sporna gegn Rússlandi og sérstaklega Kína. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Blinken sagði í ræðu sinni í gær að Bandaríkjamenn myndu leggja áherslu á uppbyggingu bandalaga til að hafa áhrif á Kína. Til marks um það má benda á að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er nýkominn heim úr ferð um Asíu þar sem hann sótti heim ráðamenn í Suður-Kóreu og Japan. Á því ferðalagi varði hann miklum tíma í að ræða um Kína og aukin umsvif Kínverja. Biden lýsti því yfir í ferðinni að ef Kína reyni að gera innrás í Taívan muni Bandaríkjamenn standa við bakið á íbúum eyríkisins. Sjá einnig: Segir ummælin ekki marka breytta stefnu gagnvart Taívan Ósáttir við ræðuna Ráðamenn í Kína hafa ekki tekið vel í ræðu Blinkens og saka Bandaríkin um að reyna að koma óorði á Kínverja. Wang Wenbin, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, sagði í morgun að Blinken hefði dreift fölskum upplýsingum um Kína og utanríkisstefnu kommúnistaríkisins. Wang Wenbin, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína.AP/Liu Zheng Hann sagði að markmið Blinkens væri að einangra og halda aftur af þróun Kína. Þá vildu Bandaríkin halda yfirráðum sínum. „Varðandi þetta fjölþjóðakerfi sem Bandaríkin eru í málsvari fyrir, þá sjá allir sem eitthvað vita að það er ekkert annað en reglur samdar af Bandaríkjunum og nokkrum öðrum ríkjum til að halda uppi heimskerfi sem Bandaríkin stjórna,“ sagði Wang. Hann sakaði Bandaríkin um fylgja eigin alþjóðareglum eftir með hentisemi.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Mótmæli á Filippseyjum eftir kosningasigur Marcos Hundruð námsmanna mótmæltu kosningasigri Ferdinands Marcos yngri fyrir utan skrifstofur kjörstjórnar eftir forsetakosningarnar á Filippseyjum í dag. Sonur einræðisherrann er fyrsti frambjóðandinn í seinni tíð sem vinnur hreinan meirihluta í forsetakosningum. 10. maí 2022 09:35 Örvænting og ringulreið í Sjanghæ vegna faraldursins Mikil ringulreið hefur gripið um sig í Sjanghæ í Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann stóð yfir í tvær vikur en sumum var hleypt út í fyrsta skipti nú í vikunni. Fólk flykktist í matvöruverslanir og kepptist við að ná matvörum og nauðsynjavörum. 15. apríl 2022 12:13 Segir að Kína muni ekki reisa herstöð á Salómonseyjum Ráðamenn á Salómonseyjum segja að Kína verði ekki leyft að reisa herstöð þar. Það er þrátt fyrir að ríkin ætli sér að skrifa undir varnarsáttmála. Yfirvöld í Ástralíu og Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að sáttmálinn feli í sér aukin umsvif Kínverja á eyjunum sem eru hernaðarlega mikilvægar. 1. apríl 2022 10:31 „Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48 Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Mótmæli á Filippseyjum eftir kosningasigur Marcos Hundruð námsmanna mótmæltu kosningasigri Ferdinands Marcos yngri fyrir utan skrifstofur kjörstjórnar eftir forsetakosningarnar á Filippseyjum í dag. Sonur einræðisherrann er fyrsti frambjóðandinn í seinni tíð sem vinnur hreinan meirihluta í forsetakosningum. 10. maí 2022 09:35
Örvænting og ringulreið í Sjanghæ vegna faraldursins Mikil ringulreið hefur gripið um sig í Sjanghæ í Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann stóð yfir í tvær vikur en sumum var hleypt út í fyrsta skipti nú í vikunni. Fólk flykktist í matvöruverslanir og kepptist við að ná matvörum og nauðsynjavörum. 15. apríl 2022 12:13
Segir að Kína muni ekki reisa herstöð á Salómonseyjum Ráðamenn á Salómonseyjum segja að Kína verði ekki leyft að reisa herstöð þar. Það er þrátt fyrir að ríkin ætli sér að skrifa undir varnarsáttmála. Yfirvöld í Ástralíu og Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að sáttmálinn feli í sér aukin umsvif Kínverja á eyjunum sem eru hernaðarlega mikilvægar. 1. apríl 2022 10:31
„Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48
Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32