Sævar Freyr áfram bæjarstjóri á Akranesi í nýjum meirihluta Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. maí 2022 10:28 Nýr meirhluti Bæjarstjórn Akranesbæjar, skipaður fulltrúum úr Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum. aðsend Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar kjörtímabilið 2022 – 2026, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá flokkunum. Samkvæmt tilkynningunni verður Sævar Freyr Þráinsson áfram bæjarstjóri en hann var samhljóða ráðinn bæjarstjóri Akraness 2017 og voru flokkarnir sammála um áframhaldandi bæjarstjórastöðu hans fyrir nýafstaðnar sveitastjórnarkosningar. Þá verður Líf Lárusdóttir, Sjálfstæðisflokki, formaður bæjarráðs og Valgarður Lyngdal Jónsson, Samfylkingu, forseti bæjarstjórnar. Fram kemur í tilkynningunni að málefnasamningur meirihlutans hafi verið samþykktur en í inngangi hans segir að lögð verði áhersla á gott samstarf við íbúa og áframhaldandi uppbyggingu og þróun á virku íbúalýðræði. Áfram verður unnið að því að styrkja fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. Samfylkingin mun fara með formennsku í velferðar- og mannréttindaráði og mennta- og menningarráði en Sjálfstæðisflokkurinn verður með formennsku í skipulags- og umhverfisráði. Meirihlutaviðræður fyrri meirihluta strönduðu Fyrri meirihluti Samfylkingar og Framsóknar á Akranesi mun því heyra sögunni til. Flokkarnir hófu viðræður um áframhaldandi samstarf eftir kosningar en þeim viðræðum var slitið. Fram kom í tilkynningu á Facebook frá Samfylkingunni á Akranesi fyrir viku að þau hafi upplifað fyrsta fund flokksins við Framsókn, um áframhaldandi samstarf, sem atvinnuviðtal. Framsókn hafi lagt fyrir Samfylkingu afarkosti sem þau gætu ekki sætt sig við. Viðræður hafi því siglt í strand. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Samkvæmt tilkynningunni verður Sævar Freyr Þráinsson áfram bæjarstjóri en hann var samhljóða ráðinn bæjarstjóri Akraness 2017 og voru flokkarnir sammála um áframhaldandi bæjarstjórastöðu hans fyrir nýafstaðnar sveitastjórnarkosningar. Þá verður Líf Lárusdóttir, Sjálfstæðisflokki, formaður bæjarráðs og Valgarður Lyngdal Jónsson, Samfylkingu, forseti bæjarstjórnar. Fram kemur í tilkynningunni að málefnasamningur meirihlutans hafi verið samþykktur en í inngangi hans segir að lögð verði áhersla á gott samstarf við íbúa og áframhaldandi uppbyggingu og þróun á virku íbúalýðræði. Áfram verður unnið að því að styrkja fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. Samfylkingin mun fara með formennsku í velferðar- og mannréttindaráði og mennta- og menningarráði en Sjálfstæðisflokkurinn verður með formennsku í skipulags- og umhverfisráði. Meirihlutaviðræður fyrri meirihluta strönduðu Fyrri meirihluti Samfylkingar og Framsóknar á Akranesi mun því heyra sögunni til. Flokkarnir hófu viðræður um áframhaldandi samstarf eftir kosningar en þeim viðræðum var slitið. Fram kom í tilkynningu á Facebook frá Samfylkingunni á Akranesi fyrir viku að þau hafi upplifað fyrsta fund flokksins við Framsókn, um áframhaldandi samstarf, sem atvinnuviðtal. Framsókn hafi lagt fyrir Samfylkingu afarkosti sem þau gætu ekki sætt sig við. Viðræður hafi því siglt í strand.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira