D'Hondt haukur í horni xD í Garðabæ Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2022 13:34 Fyrir liggur að reikniaðferðin sem notuð er að loknum kosningum við að úthluta sætum á þing og í bæjarstjórnir hyglir stærri framboðum á kostnað hinna minni. Þau Ólafur Þ. Harðarson, Gunnar Smári Egilsson og Sara Dögg Svanhildardóttir telja sitthvað bogið við það hvernig lýðræðið er útfært á Íslandi. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins bar sig vel eftir sveitarstjórnarkosningar þrátt fyrir tap flokksins víðs vegar um landið. Bjarni nefndi höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ til vitnis um sterka stöðu flokksins en þá stöðu getur Bjarni meðal annars þakkað D'Hondt. Bjarni Benediksson var kallaður til að gera upp kosningarnar og var hinn brattasti. Í Garðabæ dróst fylgi saman og Bjarni sagði að þar hefðu þau gjarnan viljað vera yfir 50 prósentunum, en sjö bæjarfulltrúar af ellefu sé frábær árangur hvernig sem á það er litið og í hvaða samhengi sem er. Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtoga Sósíalistaflokksins, hefur lengi velt fyrir sér kosningum og hvernig þær virka. Hann hefur skrifað greinar á Vísi þar sem hann fer í saumana á því kerfi sem hann vill meina að sé spillt í grunninn og óréttlátt. Taumlaus ósvífni „Besta leiðin til að skýra ólíka niðurstöðu þessara reikningsaðferða er að deila bæjarfulltrúum í Garðabæ milli flokka eftir þessum tveimur kerfum, D'Hondt og mildaðri Sainte-Laguë eins og notuð er á Norðurlöndum, miðað við úrslitin fyrir rúmri viku. Samkvæmt D'Hondt fékk Sjálfstæðisflokkurinn 7 fulltrúa, Garðabæjarlistinn 2 og Viðreisn og Framsókn sitt hvorn fulltrúann. Ef Sainte-Laguë hefði verið beitt, eins og gert er í nágrannalöndum okkar, hefði meirihluti Sjálfstæðisflokksins hins vegar fallið. Flokkurinn hefði fengið 5 fulltrúa, Garðabæjarlistinn 2 áfram en Viðreisn og Framsókn hefðu fengið 2 fulltrúa hvor flokkur. Í íslenska kerfinu fékk Sjálfstæðisflokkur 63,4% fulltrúa fyrir 49,1% atkvæða en hefði samkvæmt norrænni aðferð fengið 45,5% fulltrúa út á 49,1% atkvæða,“ segir í greininni. Gunnar Smári segir í samtali við Vísi að því miður nenni fáir að setja sig inn í það hversu háa múra stóru flokkarnir hafa byggt um sig en þetta sé taumlaus ósvífni. D'Hondt hyglir stærri flokkunum Einn þeirra sem hefur kynnt sér D'Hondt-kerfið í þaula er Ólafur Þ. Harðarson prófessor en hann, ásamt Indriða H. Indriðasyni ritaði einmitt mikla grein um það fyrirbæri sem birtist 2005. Hann segir þetta alveg rétt hjá Smára, D´Hondt hygli stærri flokkum sem Sainte-Laguë geri ekki. Hann tekur reyndar fram að honum sýnist sem Gunnari Smára hafi skjöplast eilítið í útreikningum sínum varðandi Garðabæinn. „Ég nota atkvæðatölur frá mbl. En samkvæmt þeim gæfi Sainte-Laguë Sjálfstæðisflokki sex fulltrúa (en ekki sjö eins og D'Hondt), Garðabæjarlista tvo, Viðreisn tvo (en ekki einn), Framsókn einn (eins og D´Hondt gerir, en ekki tvo eins og Smári reiknar eftir Sainte-Laguë), Miðflokkur engan. Sainte-Laguë færir einn fulltrúa frá D til C, sem er í betra samræmi við fylgið, en niðurstaða skv. D'Hondt. En meirihlutinn hefði ekki fallið þó Sainte-Laguë hefði verið notuð.“ Ólafur Þ. Harðarson prófessor segir að það megi túlka það sem svo að D´Hondt-kerfið sé liður í vörnum kerfisins en þetta sé hins vegar ekki óyfirstíganlegt tregðulögmál.vísir/vilhelm En allt að einu, hagsmunir stærstu flokkanna eru að nota D'Hondt, að sögn Ólafs. Það liggur fyrir. „Á árunum 1930-1994 var Sjálfstæðisflokkur með meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur í 60 ár af 64. Ef Sainte-Laguë hefði verið notuð í staðinn fyrir D'Hondt hefði hann ekki fengið meirihluta út á minnihluta atkvæða í 5 skipti eða 20 ár á þessu tímabili,“ segir Ólafur, þá að gefnum forsendum um óbreyttar atkvæðatölur. Og reyndar sé algengast í heiminum að nota D'Hondt í þingkosningum. Eru rökin fyrir því þá þau að auðveldara sé að mynda meirihluta eftir kosningar? „Já, stóru flokkarnir segja það. En í Skandinavíu féllust sósíaldemókratar að taka upp Sainte-Laguë í staðinn fyrir D'Hondt kringum 1950 þó þeir töpuðu á því sjálfir. Þeir voru í svipaðri stöðu varðandi stærð og Sjálfstæðisflokkur í gamla daga.“ D'Hondt liður í varnarmekkanisma kerfisins Er þá ekki eðlilegt að álykta sem svo að þetta sé snar þáttur í varnarmekkanisma kerfins; að það er á valdi þeirra einna að breyta sem hagnast á því sama kerfi? „Það má túlka það þannig. Meirihlutinn á Alþingi ákveður hvort nota skuli D'Hondt, Sainte-Laguë eða einhverja aðra reiknireglu við kosningar.“ Ólafur Þ. segir þetta ekki óyfirstíganlegt tregðulögmál, þó tregðan sé oftast mikil. 1987 féllust Framsóknarmenn á að jafna atkvæðavægi milli flokka (en ekki kjördæma) í þingkosningum þó þeir töpuðu á því 1-2 mönnum. „Jafnvægi eftir flokkum ríkti 1987-2009, en 2013, 2016, 2017 og 2021 fékk einn flokkur alltaf aukamann. Í kosningalögunum 1987-1999 var regla sem svipar til Sainte-Laguë notuð til að skipta þingmönnum í kjördæmum. Það gaf minni flokkum möguleika á að fá kjördæmakjörna þingmenn úti á landi. Við útdeilingu jöfnunarsæta var D'Hondt hins vegar áfram notuð. Heildarþingsætafjöldi flokka breyttist því ekki við þetta. En þegar D'Hondt er notuð til að skipta 63 þingsætum eru áhrifin lítil í þá átt að hygla stórum flokkum. Það eðli reglunnar kemur fyrst og fremst fram þegar fulltrúar eru fáir.“ 13,3 prósent en bara einn fulltrúa Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Viðreisnar í Garðabæ, sem fékk að kenna á D´Hondt-reglunni, Viðreisn hefði fengið tvo en ekki einn ef Sainte-Laguë hefði legið til grundvallar. Hún segir, í samtali við Vísi, gott að þau Gunnar Smári geti verið sammála um eitthvað. Sara Dögg hefur ýmislegt við þetta að athuga. Segir það vissulega ekki gott að það sé svo að lýðræðislegur vilji sýni sig ekki í niðurstöðunni. „Mér finnst áhugavert það sem aldrei er talað um, verandi í Garðabæ, að ef þú ætlar þér að ná einhverjum árangri gagnvart flokknum eina sanna þá verða allir hinir að vera saman. Það finnst mér lýðræðishalli ef allir aðrir flokkar mega ekki birtast eins og þeir nema eru í samkrulli með öðrum og búa til eitthvert miðjumoð sem enginn getur talað af fullri sannfæringu fyrir,“ segir Sara Dögg. En þessi staða leiðir til þess. Sara Dögg segir kerfið bjóða uppá lýðræðishalla og það birtist í stóru sem smáu. Sjálfstæðisflokkurinn getur í krafti kerfisins bolast á öðrum flokkum, öðrum sjónarmiðum sem snúast ekkert endilega um markmið, sem margir geti verið sammála um, heldur aðferðir.vísir/vilhelm „Þú nærð ekki að kristalla stefnu annarra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn einn er í þeirri stöðu.“ Hún segir að gagnrýnt hafi verið að Viðreisn hafi ekki farið fram með og/eða undir merkjum Garðabæjarlistans, það hefði velgt Sjálfstæðisflokknum undir uggum en það sé ekki eftirsóknarvert vegna þess sem áður sagði. Sara Dögg telur mikilvægara að margar raddir séu við borðið þar sem talað er skýrt fyrir ólíkum sjónarmiðum. En Sjálfstæðisflokkurinn og kerfið drepi slíkt í dróma. Sara Dögg segir þetta óheilbrigt og niðurstaðan sé sú að pólitískar umræður og skoðanaskipti eru í skötulíki. Þetta sé óheilbrigt vægi. „Við erum með 13,3 prósent en bara með einn fulltrúa.“ Hún gagnrýnir jafnframt að hvergi sé að finna í samþykktum Garðabæjar neitt um áheyrnarfulltrúa í nefndum sem þýði að þar eigi ólík sjónarmið undir högg að sækja, Sjálfstæðisflokkurinn ráði lögum og lofum og kerfið styðji við slíkt. Uppfært 14:14 Vísir bar mismunandi útreikninga Ólafs Þ. Harðarsonar og Gunnars Smára undir þann síðarnefnda sem sagðist hafa gert villu. Gunnar Smári reiknaði aftur og niðurstaða hans er sú að í Garðabæ vantaði Framsókn 29 atkvæði til að fella meirihlutann samkvæmt Sainte-Laguë. En til að fella meirihlutann samkvæmt D'Hondt hefði Viðreisn þurft að bæta við sig 66 atvkæðum og Framsókn 84 atkvæðum. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Alþingi Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30 Valdaseta byggð á vondu lýðræði Ég skrifaði grein á Vísi fyrr í vikunni þar sem ég benti á hvernig mörg ákvæði íslenskra kosningalaga hygla stærri flokkum. 25. maí 2022 08:31 Telur nauðsynlegt að breyta reikniaðferð við úthlutun sæta í sveitarstjórn Prófessor í stjórnmálafræði segir núverandi fyrirkomulag „afskræmingu á lýðræðinu.“ 4. júní 2014 15:46 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bjarni Benediksson var kallaður til að gera upp kosningarnar og var hinn brattasti. Í Garðabæ dróst fylgi saman og Bjarni sagði að þar hefðu þau gjarnan viljað vera yfir 50 prósentunum, en sjö bæjarfulltrúar af ellefu sé frábær árangur hvernig sem á það er litið og í hvaða samhengi sem er. Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtoga Sósíalistaflokksins, hefur lengi velt fyrir sér kosningum og hvernig þær virka. Hann hefur skrifað greinar á Vísi þar sem hann fer í saumana á því kerfi sem hann vill meina að sé spillt í grunninn og óréttlátt. Taumlaus ósvífni „Besta leiðin til að skýra ólíka niðurstöðu þessara reikningsaðferða er að deila bæjarfulltrúum í Garðabæ milli flokka eftir þessum tveimur kerfum, D'Hondt og mildaðri Sainte-Laguë eins og notuð er á Norðurlöndum, miðað við úrslitin fyrir rúmri viku. Samkvæmt D'Hondt fékk Sjálfstæðisflokkurinn 7 fulltrúa, Garðabæjarlistinn 2 og Viðreisn og Framsókn sitt hvorn fulltrúann. Ef Sainte-Laguë hefði verið beitt, eins og gert er í nágrannalöndum okkar, hefði meirihluti Sjálfstæðisflokksins hins vegar fallið. Flokkurinn hefði fengið 5 fulltrúa, Garðabæjarlistinn 2 áfram en Viðreisn og Framsókn hefðu fengið 2 fulltrúa hvor flokkur. Í íslenska kerfinu fékk Sjálfstæðisflokkur 63,4% fulltrúa fyrir 49,1% atkvæða en hefði samkvæmt norrænni aðferð fengið 45,5% fulltrúa út á 49,1% atkvæða,“ segir í greininni. Gunnar Smári segir í samtali við Vísi að því miður nenni fáir að setja sig inn í það hversu háa múra stóru flokkarnir hafa byggt um sig en þetta sé taumlaus ósvífni. D'Hondt hyglir stærri flokkunum Einn þeirra sem hefur kynnt sér D'Hondt-kerfið í þaula er Ólafur Þ. Harðarson prófessor en hann, ásamt Indriða H. Indriðasyni ritaði einmitt mikla grein um það fyrirbæri sem birtist 2005. Hann segir þetta alveg rétt hjá Smára, D´Hondt hygli stærri flokkum sem Sainte-Laguë geri ekki. Hann tekur reyndar fram að honum sýnist sem Gunnari Smára hafi skjöplast eilítið í útreikningum sínum varðandi Garðabæinn. „Ég nota atkvæðatölur frá mbl. En samkvæmt þeim gæfi Sainte-Laguë Sjálfstæðisflokki sex fulltrúa (en ekki sjö eins og D'Hondt), Garðabæjarlista tvo, Viðreisn tvo (en ekki einn), Framsókn einn (eins og D´Hondt gerir, en ekki tvo eins og Smári reiknar eftir Sainte-Laguë), Miðflokkur engan. Sainte-Laguë færir einn fulltrúa frá D til C, sem er í betra samræmi við fylgið, en niðurstaða skv. D'Hondt. En meirihlutinn hefði ekki fallið þó Sainte-Laguë hefði verið notuð.“ Ólafur Þ. Harðarson prófessor segir að það megi túlka það sem svo að D´Hondt-kerfið sé liður í vörnum kerfisins en þetta sé hins vegar ekki óyfirstíganlegt tregðulögmál.vísir/vilhelm En allt að einu, hagsmunir stærstu flokkanna eru að nota D'Hondt, að sögn Ólafs. Það liggur fyrir. „Á árunum 1930-1994 var Sjálfstæðisflokkur með meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur í 60 ár af 64. Ef Sainte-Laguë hefði verið notuð í staðinn fyrir D'Hondt hefði hann ekki fengið meirihluta út á minnihluta atkvæða í 5 skipti eða 20 ár á þessu tímabili,“ segir Ólafur, þá að gefnum forsendum um óbreyttar atkvæðatölur. Og reyndar sé algengast í heiminum að nota D'Hondt í þingkosningum. Eru rökin fyrir því þá þau að auðveldara sé að mynda meirihluta eftir kosningar? „Já, stóru flokkarnir segja það. En í Skandinavíu féllust sósíaldemókratar að taka upp Sainte-Laguë í staðinn fyrir D'Hondt kringum 1950 þó þeir töpuðu á því sjálfir. Þeir voru í svipaðri stöðu varðandi stærð og Sjálfstæðisflokkur í gamla daga.“ D'Hondt liður í varnarmekkanisma kerfisins Er þá ekki eðlilegt að álykta sem svo að þetta sé snar þáttur í varnarmekkanisma kerfins; að það er á valdi þeirra einna að breyta sem hagnast á því sama kerfi? „Það má túlka það þannig. Meirihlutinn á Alþingi ákveður hvort nota skuli D'Hondt, Sainte-Laguë eða einhverja aðra reiknireglu við kosningar.“ Ólafur Þ. segir þetta ekki óyfirstíganlegt tregðulögmál, þó tregðan sé oftast mikil. 1987 féllust Framsóknarmenn á að jafna atkvæðavægi milli flokka (en ekki kjördæma) í þingkosningum þó þeir töpuðu á því 1-2 mönnum. „Jafnvægi eftir flokkum ríkti 1987-2009, en 2013, 2016, 2017 og 2021 fékk einn flokkur alltaf aukamann. Í kosningalögunum 1987-1999 var regla sem svipar til Sainte-Laguë notuð til að skipta þingmönnum í kjördæmum. Það gaf minni flokkum möguleika á að fá kjördæmakjörna þingmenn úti á landi. Við útdeilingu jöfnunarsæta var D'Hondt hins vegar áfram notuð. Heildarþingsætafjöldi flokka breyttist því ekki við þetta. En þegar D'Hondt er notuð til að skipta 63 þingsætum eru áhrifin lítil í þá átt að hygla stórum flokkum. Það eðli reglunnar kemur fyrst og fremst fram þegar fulltrúar eru fáir.“ 13,3 prósent en bara einn fulltrúa Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Viðreisnar í Garðabæ, sem fékk að kenna á D´Hondt-reglunni, Viðreisn hefði fengið tvo en ekki einn ef Sainte-Laguë hefði legið til grundvallar. Hún segir, í samtali við Vísi, gott að þau Gunnar Smári geti verið sammála um eitthvað. Sara Dögg hefur ýmislegt við þetta að athuga. Segir það vissulega ekki gott að það sé svo að lýðræðislegur vilji sýni sig ekki í niðurstöðunni. „Mér finnst áhugavert það sem aldrei er talað um, verandi í Garðabæ, að ef þú ætlar þér að ná einhverjum árangri gagnvart flokknum eina sanna þá verða allir hinir að vera saman. Það finnst mér lýðræðishalli ef allir aðrir flokkar mega ekki birtast eins og þeir nema eru í samkrulli með öðrum og búa til eitthvert miðjumoð sem enginn getur talað af fullri sannfæringu fyrir,“ segir Sara Dögg. En þessi staða leiðir til þess. Sara Dögg segir kerfið bjóða uppá lýðræðishalla og það birtist í stóru sem smáu. Sjálfstæðisflokkurinn getur í krafti kerfisins bolast á öðrum flokkum, öðrum sjónarmiðum sem snúast ekkert endilega um markmið, sem margir geti verið sammála um, heldur aðferðir.vísir/vilhelm „Þú nærð ekki að kristalla stefnu annarra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn einn er í þeirri stöðu.“ Hún segir að gagnrýnt hafi verið að Viðreisn hafi ekki farið fram með og/eða undir merkjum Garðabæjarlistans, það hefði velgt Sjálfstæðisflokknum undir uggum en það sé ekki eftirsóknarvert vegna þess sem áður sagði. Sara Dögg telur mikilvægara að margar raddir séu við borðið þar sem talað er skýrt fyrir ólíkum sjónarmiðum. En Sjálfstæðisflokkurinn og kerfið drepi slíkt í dróma. Sara Dögg segir þetta óheilbrigt og niðurstaðan sé sú að pólitískar umræður og skoðanaskipti eru í skötulíki. Þetta sé óheilbrigt vægi. „Við erum með 13,3 prósent en bara með einn fulltrúa.“ Hún gagnrýnir jafnframt að hvergi sé að finna í samþykktum Garðabæjar neitt um áheyrnarfulltrúa í nefndum sem þýði að þar eigi ólík sjónarmið undir högg að sækja, Sjálfstæðisflokkurinn ráði lögum og lofum og kerfið styðji við slíkt. Uppfært 14:14 Vísir bar mismunandi útreikninga Ólafs Þ. Harðarsonar og Gunnars Smára undir þann síðarnefnda sem sagðist hafa gert villu. Gunnar Smári reiknaði aftur og niðurstaða hans er sú að í Garðabæ vantaði Framsókn 29 atkvæði til að fella meirihlutann samkvæmt Sainte-Laguë. En til að fella meirihlutann samkvæmt D'Hondt hefði Viðreisn þurft að bæta við sig 66 atvkæðum og Framsókn 84 atkvæðum.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Alþingi Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30 Valdaseta byggð á vondu lýðræði Ég skrifaði grein á Vísi fyrr í vikunni þar sem ég benti á hvernig mörg ákvæði íslenskra kosningalaga hygla stærri flokkum. 25. maí 2022 08:31 Telur nauðsynlegt að breyta reikniaðferð við úthlutun sæta í sveitarstjórn Prófessor í stjórnmálafræði segir núverandi fyrirkomulag „afskræmingu á lýðræðinu.“ 4. júní 2014 15:46 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30
Valdaseta byggð á vondu lýðræði Ég skrifaði grein á Vísi fyrr í vikunni þar sem ég benti á hvernig mörg ákvæði íslenskra kosningalaga hygla stærri flokkum. 25. maí 2022 08:31
Telur nauðsynlegt að breyta reikniaðferð við úthlutun sæta í sveitarstjórn Prófessor í stjórnmálafræði segir núverandi fyrirkomulag „afskræmingu á lýðræðinu.“ 4. júní 2014 15:46