Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Keflavík 0-2 | Sanngjarn sigur Keflvíkinga Árni Konráð Árnason skrifar 29. maí 2022 20:14 Kian Willaims skoraði annað mark Keflavíkur gegn ÍA. vísir/vilhelm Keflavík sótti mikilvæg þrjú stig þegar þeir mættu ÍA á Akranesi í dag þar sem að þeir fyrrnefndu unnu sannfærandi 0-2 sigur þar sem að Dani Hatakka og Kian Williams gerðu mörkin. Léleg spilamennska Skagamanna þar sem að þeir sáu aldrei til sólar og fjórði leikurinn í röð þar sem að þeim mistekst að skora mark né sækja stig. Keflvíkingar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og fengu fullt af flottum færum. Skagamenn voru í erfiðleikum með að vinna seinni bolta og Keflvíkingar komust allt of oft lóðbeint í gegnum miðju Skagamanna. Það tók Keflvíkinga einungis 13. mínútur að komast yfir en þar var Dani Hatakka á ferðinni. Adam Ægir tók hornspyrnu og boltinn endar á Kian Williams sem að var í kjörstöðu til þess að skjóta á markið frá vítapunkti, skot hans var fast en ekki í átt að marki heldur beint í lappirnar á Dani Hatakka sem að lúrði hægra megin á markteig. Dani tók á móti boltanum og þrumaði honum upp í þaknetið, 0-1 Keflavík í vil. Einungis þremur mínútum seinna komst Adam Ægir svo í ágætis færi til þess að lúðra boltanum inn, en boltinn rétt framhjá. Adam var svo aftur á ferðinni á 22. mínútu leiksins þegar að Ivan á frábæra sendingu fyrir markið, beint á Adam Ægi sem að var í frábæru skotfæri en Hlynur Snævar komst þó fyrir boltann. Það var síðan á 30. mínútu sem að það fór úr því að vera heiðskírt og sól yfir í það að mikil þoka læddist yfir völlinn. Þetta hafði þó ekki áhrif á spilamennsku Keflvíkinga og héldu þeir áfram að sækja hátt á Skagamenn þennan fyrri hálfleik, mörkin komu þó ekki þrátt fyrir fullt af færum og leiddu Keflvíkingar því 0-1 í fyrri hálfleik. Skagamenn komu ekki sannfærandi út í síðari hálfleik en Keflvíkingar áttu tvær marktilraunir að marki Skagamanna á fyrstu þremur mínútum síðari hálfleiks. Gísli Laxdal átti ágætis færi á 50. mínútu þegar að hann skaut í átt að marki en boltinn með viðkomu í varnarmann og rétt yfir, hættulegasta færi Skagamanna til þessa. Keflvíkingar héldu þó áfram að sækja að marki Skagamanna og það var á 68. mínútu leiksins sem að Ivan potar boltanum upp vinstri kantinn á Kian Williams. Sá síðarnefndi skokkaði rólega í átt að marki ÍA en enginn Skagamaður mætti honum. Kian tók því skotið, óáreittur og boltinn söng í netinu. Varnarleikur Skagamanna algjörlega til skammar og Árni Snær hefði klárlega getað gert betur. Á 91. mínútu leiksins fengu Skagamenn svo hættulegasta færi sitt í leiknum er Kaj Leo tók hornspyrnu þar sem að þeir náðu að skalla boltann í þverslánna. Á 75. mínútu átti Oliver Stefánsson skot frá nánast miðjum velli, langt yfir markið. Skotið var táknrænt fyrir vonleysisbrag sem að virtist einkenna Skagamenn í dag og þetta er eflaust leikur sem að þeir vilja gleyma. Mörkin urðu aldrei fleiri og endaði leikurinn því 0-2 Keflvíkingum í vil og Skagamenn sem að hafa ekki skorað mark, fjóra deildarleiki í röð en fengið á sig níu munu þurfa að vinna í sínum málum í landsleikjarhléinu. Af hverju sigraði Keflavík? Þeir voru einfaldlega betri á öllum sviðum í dag. Skagamenn náðu ekki að tengja saman sendingar og voru aldrei mættir í seinni boltann. Á tímabili byrjuðu Keflvíkingar að leika sér og voru að vippa yfir Skagamenn. Skagamenn eiga miklu meira inni en spilamennskan í dag sýndi, það er verkefni fyrir Jón Þór að rétta úr kútnum í landsleikjahléinu. Hverjir stóðu upp úr? Kian Williams, Joey Gibbs, Ivan Kaliuzhnyi og Adam Ægir voru frábærir fram á við hjá Keflavík í dag. Náðu að spila vel sín á milli og unnu vel til baka. Hvað gekk illa? Skagamenn sýndu lítið í þessum leik og það var undantekning ef að þeir náðu þremur eða fleiri sendingum sín á milli. Þeir nýttu ekki færin sem að þeir fengu og voru jafnframt aldrei mættir í seinni bolta. Keflavík átti allt of auðvelt með að spila bara beint upp í gegnum miðjuna. Hvað gerist næst? ÍA mætir á Meistaravelli eftir landsleikja hlé og mætir þar KR 15. júní kl. 19:15 Keflavík tekur á móti Stjörnunni 16. júní. Jón Þór Hauksson: Þeir bullyuðu okkur Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.Vísir/Vilhelm Jón var að vonum ekki ánægður með spilamennsku Skagamanna í dag, aðspurður hafði hann þetta að segja: „Þetta var gríðarlega sárt, sárt tap hérna á heimavelli á móti Keflavík sem að gerðu vel í því að þeir sterkari en við. Við fáum á okkur aulamark úr föstu leikatriði, horni sem að þeir vinna tvo, þrjá eða fjóra bolta í sömu atburðarrásinni og það bara gaf tóninn í þessum leik. Mér fannst þeir sterkari en við hérna alls staðar út á vellinum og þeir bara bullyuðu okkur“ sagði Jón. Skagamenn hafa fengið á sig 9 mörk í seinustu 4 leikjum en ekki skorað mark, er það áhyggjuefni? „Auðvitað er það, en það vantar ekki að við séum ekki að skapa okkur færi. Við erum að sleppa einir á móti markmanni í nánast öllum þessum leikjum og nýtum ekki færin. Bæði í fyrri og seinni hálfleik erum við í færi einn á móti markmanni og eigum svo skalla í slánna í restina en inn vill boltinn ekki. Þegar að það kemur svoleiðis kafli hjá liði að þá verða menn litlir í sér og því miður var það bara raunin í fyrri hálfleik, að menn voru hikandi og voru ekki tilbúnir til að mæta Keflvíkingunum í nánast engum stöðum. Þeir tóku frumkvæðið og það er verulegt áhyggjuefni“ sagði Jón. Besta deild karla ÍA Keflavík ÍF
Keflavík sótti mikilvæg þrjú stig þegar þeir mættu ÍA á Akranesi í dag þar sem að þeir fyrrnefndu unnu sannfærandi 0-2 sigur þar sem að Dani Hatakka og Kian Williams gerðu mörkin. Léleg spilamennska Skagamanna þar sem að þeir sáu aldrei til sólar og fjórði leikurinn í röð þar sem að þeim mistekst að skora mark né sækja stig. Keflvíkingar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og fengu fullt af flottum færum. Skagamenn voru í erfiðleikum með að vinna seinni bolta og Keflvíkingar komust allt of oft lóðbeint í gegnum miðju Skagamanna. Það tók Keflvíkinga einungis 13. mínútur að komast yfir en þar var Dani Hatakka á ferðinni. Adam Ægir tók hornspyrnu og boltinn endar á Kian Williams sem að var í kjörstöðu til þess að skjóta á markið frá vítapunkti, skot hans var fast en ekki í átt að marki heldur beint í lappirnar á Dani Hatakka sem að lúrði hægra megin á markteig. Dani tók á móti boltanum og þrumaði honum upp í þaknetið, 0-1 Keflavík í vil. Einungis þremur mínútum seinna komst Adam Ægir svo í ágætis færi til þess að lúðra boltanum inn, en boltinn rétt framhjá. Adam var svo aftur á ferðinni á 22. mínútu leiksins þegar að Ivan á frábæra sendingu fyrir markið, beint á Adam Ægi sem að var í frábæru skotfæri en Hlynur Snævar komst þó fyrir boltann. Það var síðan á 30. mínútu sem að það fór úr því að vera heiðskírt og sól yfir í það að mikil þoka læddist yfir völlinn. Þetta hafði þó ekki áhrif á spilamennsku Keflvíkinga og héldu þeir áfram að sækja hátt á Skagamenn þennan fyrri hálfleik, mörkin komu þó ekki þrátt fyrir fullt af færum og leiddu Keflvíkingar því 0-1 í fyrri hálfleik. Skagamenn komu ekki sannfærandi út í síðari hálfleik en Keflvíkingar áttu tvær marktilraunir að marki Skagamanna á fyrstu þremur mínútum síðari hálfleiks. Gísli Laxdal átti ágætis færi á 50. mínútu þegar að hann skaut í átt að marki en boltinn með viðkomu í varnarmann og rétt yfir, hættulegasta færi Skagamanna til þessa. Keflvíkingar héldu þó áfram að sækja að marki Skagamanna og það var á 68. mínútu leiksins sem að Ivan potar boltanum upp vinstri kantinn á Kian Williams. Sá síðarnefndi skokkaði rólega í átt að marki ÍA en enginn Skagamaður mætti honum. Kian tók því skotið, óáreittur og boltinn söng í netinu. Varnarleikur Skagamanna algjörlega til skammar og Árni Snær hefði klárlega getað gert betur. Á 91. mínútu leiksins fengu Skagamenn svo hættulegasta færi sitt í leiknum er Kaj Leo tók hornspyrnu þar sem að þeir náðu að skalla boltann í þverslánna. Á 75. mínútu átti Oliver Stefánsson skot frá nánast miðjum velli, langt yfir markið. Skotið var táknrænt fyrir vonleysisbrag sem að virtist einkenna Skagamenn í dag og þetta er eflaust leikur sem að þeir vilja gleyma. Mörkin urðu aldrei fleiri og endaði leikurinn því 0-2 Keflvíkingum í vil og Skagamenn sem að hafa ekki skorað mark, fjóra deildarleiki í röð en fengið á sig níu munu þurfa að vinna í sínum málum í landsleikjarhléinu. Af hverju sigraði Keflavík? Þeir voru einfaldlega betri á öllum sviðum í dag. Skagamenn náðu ekki að tengja saman sendingar og voru aldrei mættir í seinni boltann. Á tímabili byrjuðu Keflvíkingar að leika sér og voru að vippa yfir Skagamenn. Skagamenn eiga miklu meira inni en spilamennskan í dag sýndi, það er verkefni fyrir Jón Þór að rétta úr kútnum í landsleikjahléinu. Hverjir stóðu upp úr? Kian Williams, Joey Gibbs, Ivan Kaliuzhnyi og Adam Ægir voru frábærir fram á við hjá Keflavík í dag. Náðu að spila vel sín á milli og unnu vel til baka. Hvað gekk illa? Skagamenn sýndu lítið í þessum leik og það var undantekning ef að þeir náðu þremur eða fleiri sendingum sín á milli. Þeir nýttu ekki færin sem að þeir fengu og voru jafnframt aldrei mættir í seinni bolta. Keflavík átti allt of auðvelt með að spila bara beint upp í gegnum miðjuna. Hvað gerist næst? ÍA mætir á Meistaravelli eftir landsleikja hlé og mætir þar KR 15. júní kl. 19:15 Keflavík tekur á móti Stjörnunni 16. júní. Jón Þór Hauksson: Þeir bullyuðu okkur Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.Vísir/Vilhelm Jón var að vonum ekki ánægður með spilamennsku Skagamanna í dag, aðspurður hafði hann þetta að segja: „Þetta var gríðarlega sárt, sárt tap hérna á heimavelli á móti Keflavík sem að gerðu vel í því að þeir sterkari en við. Við fáum á okkur aulamark úr föstu leikatriði, horni sem að þeir vinna tvo, þrjá eða fjóra bolta í sömu atburðarrásinni og það bara gaf tóninn í þessum leik. Mér fannst þeir sterkari en við hérna alls staðar út á vellinum og þeir bara bullyuðu okkur“ sagði Jón. Skagamenn hafa fengið á sig 9 mörk í seinustu 4 leikjum en ekki skorað mark, er það áhyggjuefni? „Auðvitað er það, en það vantar ekki að við séum ekki að skapa okkur færi. Við erum að sleppa einir á móti markmanni í nánast öllum þessum leikjum og nýtum ekki færin. Bæði í fyrri og seinni hálfleik erum við í færi einn á móti markmanni og eigum svo skalla í slánna í restina en inn vill boltinn ekki. Þegar að það kemur svoleiðis kafli hjá liði að þá verða menn litlir í sér og því miður var það bara raunin í fyrri hálfleik, að menn voru hikandi og voru ekki tilbúnir til að mæta Keflvíkingunum í nánast engum stöðum. Þeir tóku frumkvæðið og það er verulegt áhyggjuefni“ sagði Jón.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti