Umfjöllun og myndir: ÍBV - Valur 30-31 | Valsmenn kórónuðu draumatímabil Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. maí 2022 20:00 Íslands-, bikar- og deildarmeistarar Vals. óskar pétur friðriksson Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta annað árið í röð og í 24. sinn alls eftir sigur á ÍBV, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag. Valsmenn unnu einvígið, 3-1. Valur kórónaði þar með algjört draumatímabil hjá sér. Þeir urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar og komust þar með í hóp fárra liða sem hafa unnið þrennuna. Valsmenn urðu betri eftir því sem leið á tímabilið og unnu átta af níu leikjum sínum í úrslitakeppninni, flesta með miklum mun. Þetta Valslið er eitt af þeim betri sem hafa sést hér á landi og geta orðið enn betri. Næsta markmið hlýtur að vera að gera sig gildandi í Evrópukeppni. Róbert Aron Hostert var með betri mönnum vallarins í kvöld.óskar pétur friðriksson Eyjamenn geta gengið hnarreistir frá tímabilinu. Þeir, líkt og Valsmenn, urðu betri eftir því sem á leið og spiluðu þrjá hörkuleiki í úrslitaeinvíginu eftir að hafa tapað þeim fyrsta stórt. Róbert Aron Hostert og Stiven Tobar Valencia skoruðu sex mörk hvor fyrir Val og Magnús Óli Magnússon fjögur. Björgvin Páll Gústavsson varði fimmtán skot (33 prósent), þar af fjögur á lokakafla leiksins. Stiven Tobar Valencia var drjúgur fyrir Valsliðið eins og svo oft áður.óskar pétur friðriksson Rúnar Kárason skoraði sjö mörk fyrir ÍBV og Elmar Erlingsson fimm. Björn Viðar Björnsson varði tíu skot (fjörutíu prósent) og Petar Jokanovic sjö (32 prósent). Byrjunin á leik dagsins hefði ekki getað verið frábrugðnari byrjuninni á þriðja leiknum á miðvikudaginn. Leikurinn var frekar hægur og aðeins sex mörk voru skoruð á fyrstu tíu mínútunum. Á sama tíma í þriðja leiknum voru komin sextán mörk. Það var hart barist í Eyjum.óskar pétur friðriksson Valsmenn hitnuðu þó fljótlega og keyrðu upp hraðann. Þeir skoruðu fjölda marka eftir hraðaupphlaup og hraða miðju þar sem Stiven fór mikinn. Hann skoraði fimm af fyrstu átta mörkum Vals í leiknum og öll sín sex mörk í fyrri hálfleik. Stiven var verðskuldað valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Eftir að hafa misst af öðrum og þriðja leiknum sneri Rúnar aftur í lið ÍBV í dag og var beittur. Hann skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og Eyjamenn gátu helst þakkað honum fyrir að Valsmenn náðu ekki meira forskoti. Valur komst í 7-11 en þá herti ÍBV skrúfurnar svo um munaði. Eyjamenn lokuðu vörninni, voru miklu sneggri til baka en framan af leik og þá átti Björn Viðar góða innkomu í markið. ÍBV skoraði sjö mörk gegn þremur og jafnaði í 14-14. Dánjal Ragnarsson kom ÍBV svo yfir, 15-14, í fyrsta sinn síðan í stöðunni 2-1. Valur skoraði hins vegar síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks og leiddi að honum loknum, 15-16. Theodór Sigurbjörnsson í hraðaupphlaupi. Hann skoraði fjögur mörk í dag.óskar pétur friðriksson Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri, varnirnar sterkar og lítið skorað. Björn Viðar hélt uppteknum hætti og varði allt hvað af tók. Á meðan var Björgvin Páll frekar kaldur í Valsmarkinu. Eftir um tíu mínútur í seinni hálfleik breytti Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, í framliggjandi vörn sem sló ÍBV algjörlega út af laginu. Sex núll vörnin hjá Völsurum var góð en 5-1 vörnin enn betri. Það var hiti í mönnum.óskar pétur friðriksson Valur skoraði þrjú mörk í röð og breytti stöðunni úr 21-21 í 21-24. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, bætti þá sjöunda sóknarmanninum við og það gaf góða raun. Eyjamenn skoruðu þrjú mörk í röð og jöfnuðu í 25-25. Á lokakaflanum stigu svo reynslumestu menn Vals upp og þá sérstaklega Björgvin Páll. Eftir að hafa verið rólegur framan af seinni hálfleik varði hann fjögur skot á síðustu sex mínútum leiksins. Björvin Páll Gústavsson átti nokkrar mikilvægar vörslur á lokakafla leiksins.óskar pétur friðriksson Þorgils Jón Svölu Baldursson kom Valsmönnum yfir, 28-30, og þeir fengu tvö tækifæri til að komast þremur mörkum yfir en þau misfórust. Róbert Sigurðarson minnkaði muninn í 29-30 með sínu eina marki í leiknum. Arnór Snær Óskarsson fiskaði vítakast í næstu sókn. Bróðir hans, Benedikt Gunnar, fór á línuna en Petar Jokanovic varði frá honum. Valsmenn náðu hins vegar frákastinu og eftir leikhlé hjá Snorra Steini fengu þeir annað víti. Það tók Arnór Snær, skoraði og kláraði leikinn. Ásgeir Snær Vignisson skoraði svo síðasta mark leiksins og tímabilsins. Lokatölur 30-31, Val í vil. Stuðningsmenn Vals skemmtu sér konunglega í kvöld.óskar pétur friðriksson Olís-deild karla ÍBV Valur
Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta annað árið í röð og í 24. sinn alls eftir sigur á ÍBV, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag. Valsmenn unnu einvígið, 3-1. Valur kórónaði þar með algjört draumatímabil hjá sér. Þeir urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar og komust þar með í hóp fárra liða sem hafa unnið þrennuna. Valsmenn urðu betri eftir því sem leið á tímabilið og unnu átta af níu leikjum sínum í úrslitakeppninni, flesta með miklum mun. Þetta Valslið er eitt af þeim betri sem hafa sést hér á landi og geta orðið enn betri. Næsta markmið hlýtur að vera að gera sig gildandi í Evrópukeppni. Róbert Aron Hostert var með betri mönnum vallarins í kvöld.óskar pétur friðriksson Eyjamenn geta gengið hnarreistir frá tímabilinu. Þeir, líkt og Valsmenn, urðu betri eftir því sem á leið og spiluðu þrjá hörkuleiki í úrslitaeinvíginu eftir að hafa tapað þeim fyrsta stórt. Róbert Aron Hostert og Stiven Tobar Valencia skoruðu sex mörk hvor fyrir Val og Magnús Óli Magnússon fjögur. Björgvin Páll Gústavsson varði fimmtán skot (33 prósent), þar af fjögur á lokakafla leiksins. Stiven Tobar Valencia var drjúgur fyrir Valsliðið eins og svo oft áður.óskar pétur friðriksson Rúnar Kárason skoraði sjö mörk fyrir ÍBV og Elmar Erlingsson fimm. Björn Viðar Björnsson varði tíu skot (fjörutíu prósent) og Petar Jokanovic sjö (32 prósent). Byrjunin á leik dagsins hefði ekki getað verið frábrugðnari byrjuninni á þriðja leiknum á miðvikudaginn. Leikurinn var frekar hægur og aðeins sex mörk voru skoruð á fyrstu tíu mínútunum. Á sama tíma í þriðja leiknum voru komin sextán mörk. Það var hart barist í Eyjum.óskar pétur friðriksson Valsmenn hitnuðu þó fljótlega og keyrðu upp hraðann. Þeir skoruðu fjölda marka eftir hraðaupphlaup og hraða miðju þar sem Stiven fór mikinn. Hann skoraði fimm af fyrstu átta mörkum Vals í leiknum og öll sín sex mörk í fyrri hálfleik. Stiven var verðskuldað valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Eftir að hafa misst af öðrum og þriðja leiknum sneri Rúnar aftur í lið ÍBV í dag og var beittur. Hann skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og Eyjamenn gátu helst þakkað honum fyrir að Valsmenn náðu ekki meira forskoti. Valur komst í 7-11 en þá herti ÍBV skrúfurnar svo um munaði. Eyjamenn lokuðu vörninni, voru miklu sneggri til baka en framan af leik og þá átti Björn Viðar góða innkomu í markið. ÍBV skoraði sjö mörk gegn þremur og jafnaði í 14-14. Dánjal Ragnarsson kom ÍBV svo yfir, 15-14, í fyrsta sinn síðan í stöðunni 2-1. Valur skoraði hins vegar síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks og leiddi að honum loknum, 15-16. Theodór Sigurbjörnsson í hraðaupphlaupi. Hann skoraði fjögur mörk í dag.óskar pétur friðriksson Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri, varnirnar sterkar og lítið skorað. Björn Viðar hélt uppteknum hætti og varði allt hvað af tók. Á meðan var Björgvin Páll frekar kaldur í Valsmarkinu. Eftir um tíu mínútur í seinni hálfleik breytti Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, í framliggjandi vörn sem sló ÍBV algjörlega út af laginu. Sex núll vörnin hjá Völsurum var góð en 5-1 vörnin enn betri. Það var hiti í mönnum.óskar pétur friðriksson Valur skoraði þrjú mörk í röð og breytti stöðunni úr 21-21 í 21-24. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, bætti þá sjöunda sóknarmanninum við og það gaf góða raun. Eyjamenn skoruðu þrjú mörk í röð og jöfnuðu í 25-25. Á lokakaflanum stigu svo reynslumestu menn Vals upp og þá sérstaklega Björgvin Páll. Eftir að hafa verið rólegur framan af seinni hálfleik varði hann fjögur skot á síðustu sex mínútum leiksins. Björvin Páll Gústavsson átti nokkrar mikilvægar vörslur á lokakafla leiksins.óskar pétur friðriksson Þorgils Jón Svölu Baldursson kom Valsmönnum yfir, 28-30, og þeir fengu tvö tækifæri til að komast þremur mörkum yfir en þau misfórust. Róbert Sigurðarson minnkaði muninn í 29-30 með sínu eina marki í leiknum. Arnór Snær Óskarsson fiskaði vítakast í næstu sókn. Bróðir hans, Benedikt Gunnar, fór á línuna en Petar Jokanovic varði frá honum. Valsmenn náðu hins vegar frákastinu og eftir leikhlé hjá Snorra Steini fengu þeir annað víti. Það tók Arnór Snær, skoraði og kláraði leikinn. Ásgeir Snær Vignisson skoraði svo síðasta mark leiksins og tímabilsins. Lokatölur 30-31, Val í vil. Stuðningsmenn Vals skemmtu sér konunglega í kvöld.óskar pétur friðriksson
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti