Stórfenglegur Butler tryggði Miami oddaleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2022 10:00 Leikmenn Boston Celtics áttu ekki roð í Jimmy Butler í kvöld. Maddie Meyer/Getty Images Jimmy Butler steig heldur betur upp í nótt er Miami Heat tryggði sér oddaleik gegn Boston Celtics í úrslitaleik Austurdeildarinnar í NBA. Lokatölur 111-103 Miami í vil þar sem Butler skoraði 47 stig í leiknum. Leikur næturinnar fór fram í Boston og ljóst að með sigri myndu Celtics tryggja sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2010. Miami þurfti hins vegar á sigri til að halda draumum sínum um annað úrslitaeinvígi á aðeins þremur árum. „Úrslitakeppnis-Jimmy“ var eins og stigafjöldi hans gefur til kynna óstöðvandi í nótt. Hann hóf leikinn af miklum krafti og var snemma ljóst að leikmenn Miami ætluðu sér alls ekki í sumarfrí strax. Butler skoraði 14 stig strax í fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 29-22 Miami í vil. Jimmy Butler came out in the 1st quarter! pic.twitter.com/9e9BNdoXQH— NBA TV (@NBATV) May 28, 2022 Heimamenn voru ekki á því að láta rúlla yfir sig í TD-Garðinum og mættu sprækir til leiks í öðrum leikhluta. Jayson Tatum fór fyrir sínum mönnum sem minnkuðu muninn fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan þá 46-48. Aftur byrjuðu gestirnir sterkt og undir lok þriðja leikhluta var munurinn kominn upp í tíu stig. Þar með var leikurinn þó hvergi nærri búinn en Celtics hrukku í gírinn og Al Horford jafnaði metin með þriggja stiga skoti þegar tæplega mínútur lifðu leiks, staðan 91-91. Í kjölfarið náði Boston svo þriggja stiga forystu og heimamenn farnir að finna lyktina af úrslita einvíginu við Golden State Warriors. Kyle Lowry og Butler svöruðu strax fyrir gestina sem tóku forystuna enn á ný. Butler gerði svo út um leikinn þegar 45 sekúndur voru til leiksloka. Hann greip boltann eftir innkast, sneri á punktinum og smellti niður þriggja stiga skoti sem gerði endanlega út um vonir Boston. Defense.Hustle.Heart.@MiamiHEAT effort level in Game 6 road win: pic.twitter.com/QizRqE90mV— NBA (@NBA) May 28, 2022 Lokatölur 103-111 og einvígið ræðst í Miami á mánudaginn kemur. Jimmy Butler var eins og áður sagði óstöðvandi, hann skoraði 47 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka 9 fráköst. Þar á eftir kom Kyle Lowry með 18 stig og 10 stoðsendingar. Jimmy Butler has scored 40+ points 4 times this postseason, including a Playoff career-high 47 tonight! pic.twitter.com/i3mPO3DCmR— NBA (@NBA) May 28, 2022 Hjá Boston skoraði Tatum 30 stig og tók 9 fráköst. Þar á eftir kom Derrick White með 22 stig og Jaylen Brown með 20 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Leikur næturinnar fór fram í Boston og ljóst að með sigri myndu Celtics tryggja sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2010. Miami þurfti hins vegar á sigri til að halda draumum sínum um annað úrslitaeinvígi á aðeins þremur árum. „Úrslitakeppnis-Jimmy“ var eins og stigafjöldi hans gefur til kynna óstöðvandi í nótt. Hann hóf leikinn af miklum krafti og var snemma ljóst að leikmenn Miami ætluðu sér alls ekki í sumarfrí strax. Butler skoraði 14 stig strax í fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 29-22 Miami í vil. Jimmy Butler came out in the 1st quarter! pic.twitter.com/9e9BNdoXQH— NBA TV (@NBATV) May 28, 2022 Heimamenn voru ekki á því að láta rúlla yfir sig í TD-Garðinum og mættu sprækir til leiks í öðrum leikhluta. Jayson Tatum fór fyrir sínum mönnum sem minnkuðu muninn fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan þá 46-48. Aftur byrjuðu gestirnir sterkt og undir lok þriðja leikhluta var munurinn kominn upp í tíu stig. Þar með var leikurinn þó hvergi nærri búinn en Celtics hrukku í gírinn og Al Horford jafnaði metin með þriggja stiga skoti þegar tæplega mínútur lifðu leiks, staðan 91-91. Í kjölfarið náði Boston svo þriggja stiga forystu og heimamenn farnir að finna lyktina af úrslita einvíginu við Golden State Warriors. Kyle Lowry og Butler svöruðu strax fyrir gestina sem tóku forystuna enn á ný. Butler gerði svo út um leikinn þegar 45 sekúndur voru til leiksloka. Hann greip boltann eftir innkast, sneri á punktinum og smellti niður þriggja stiga skoti sem gerði endanlega út um vonir Boston. Defense.Hustle.Heart.@MiamiHEAT effort level in Game 6 road win: pic.twitter.com/QizRqE90mV— NBA (@NBA) May 28, 2022 Lokatölur 103-111 og einvígið ræðst í Miami á mánudaginn kemur. Jimmy Butler var eins og áður sagði óstöðvandi, hann skoraði 47 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka 9 fráköst. Þar á eftir kom Kyle Lowry með 18 stig og 10 stoðsendingar. Jimmy Butler has scored 40+ points 4 times this postseason, including a Playoff career-high 47 tonight! pic.twitter.com/i3mPO3DCmR— NBA (@NBA) May 28, 2022 Hjá Boston skoraði Tatum 30 stig og tók 9 fráköst. Þar á eftir kom Derrick White með 22 stig og Jaylen Brown með 20 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira