Kaflaskil í Menntaskólanum í Reykjavík Árni Sæberg skrifar 28. maí 2022 14:52 Menntaskólinn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 176. sinn við brautskráningu stúdenta í gær. Auk þess að 208 nýstúdentar yfirgefa skólann lætur rektor skólans af störfum sem og fyrrverandi rektor. Menntaskólanum í Reykjavík var slitið við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gær þegar 208 nýstúdentar voru brautskráðir. Dúx 6. bekkjar að þessu sinni var Katrín Ósk Arnarsdóttir sem útskrifaðist með aðaleinkunn upp á 9,88. Katrín stundaði nám við náttúrufræðibraut skólans. Semidúx árgangsins var Hildur Gunnarsdóttir af eðlisfræðibraut með aðaleinkunn upp á 9,87. Alls hlaut 31 nemandi viðurkenningu fyrir að hafa hlotið ágætiseinkunn á stúdentsprófi. Fjölmargir afmælisstúdentar voru viðstaddir athöfnina, þeirra á meðal var Bogi Ágústsson fréttamaður sem flutti ávarp fyrir hönd fimmtíu ára stúdenta sem vakti mikla lukku. Tveir rektorar láta af störfum Elísabet Siemsen, rektor skólans brautskráði sinn síðasta stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þess má til gamans geta að undirritaður var fyrsti nýstúdentinn sem Elísabet brautskráði frá skólanum á sínum tíma. Elísabet segir nú skilið við framhaldsskólakerfið en þar hefur hún 45 ára farsælan feril að baki. Í ávarpi hennar kom fram að þrátt fyrir að heimsfaraldur hafi nokkuð litað skólastarfið hjá þeim nemendum sem nú eru að útskrifast hafi þeim tekist að stunda nám sitt af alúð og uppskera nú ríkulega. Þá minntist Elísabet á þröngan húsakost skólans í vetur en vegna þess að Casa Christi, eitt húsa skólans, var dæmt ónothæft þurfti að flytja hluta starfsemi skólans annað. Hún sagði þó að bjartari tímar væru framundan enda hafi skólinn fengið til afnota húsnæði í Austurstræti sem muni verða tilbúið undir kennslu í haust. Þá lætur Yngvi Pétursson, fyrrverandi rektor skólans, einnig af störfum eftir veturinn. Frá því að Yngvi hætti störfum sem rektor árið 2017 hefur hann sinnt stundakennslu í stærðfræði en samanlagður starfsaldur hans við skólann náði heilum fimmtíu árum. Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Sjá meira
Menntaskólanum í Reykjavík var slitið við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gær þegar 208 nýstúdentar voru brautskráðir. Dúx 6. bekkjar að þessu sinni var Katrín Ósk Arnarsdóttir sem útskrifaðist með aðaleinkunn upp á 9,88. Katrín stundaði nám við náttúrufræðibraut skólans. Semidúx árgangsins var Hildur Gunnarsdóttir af eðlisfræðibraut með aðaleinkunn upp á 9,87. Alls hlaut 31 nemandi viðurkenningu fyrir að hafa hlotið ágætiseinkunn á stúdentsprófi. Fjölmargir afmælisstúdentar voru viðstaddir athöfnina, þeirra á meðal var Bogi Ágústsson fréttamaður sem flutti ávarp fyrir hönd fimmtíu ára stúdenta sem vakti mikla lukku. Tveir rektorar láta af störfum Elísabet Siemsen, rektor skólans brautskráði sinn síðasta stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þess má til gamans geta að undirritaður var fyrsti nýstúdentinn sem Elísabet brautskráði frá skólanum á sínum tíma. Elísabet segir nú skilið við framhaldsskólakerfið en þar hefur hún 45 ára farsælan feril að baki. Í ávarpi hennar kom fram að þrátt fyrir að heimsfaraldur hafi nokkuð litað skólastarfið hjá þeim nemendum sem nú eru að útskrifast hafi þeim tekist að stunda nám sitt af alúð og uppskera nú ríkulega. Þá minntist Elísabet á þröngan húsakost skólans í vetur en vegna þess að Casa Christi, eitt húsa skólans, var dæmt ónothæft þurfti að flytja hluta starfsemi skólans annað. Hún sagði þó að bjartari tímar væru framundan enda hafi skólinn fengið til afnota húsnæði í Austurstræti sem muni verða tilbúið undir kennslu í haust. Þá lætur Yngvi Pétursson, fyrrverandi rektor skólans, einnig af störfum eftir veturinn. Frá því að Yngvi hætti störfum sem rektor árið 2017 hefur hann sinnt stundakennslu í stærðfræði en samanlagður starfsaldur hans við skólann náði heilum fimmtíu árum.
Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Sjá meira