Handbolti

Sjö ís­lensk mörk er Mag­deburg flaug í úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ómar Ingi átti góðan leik að venju í kvöld.
Ómar Ingi átti góðan leik að venju í kvöld. Gualter Fatia/Getty Images

Magdeburg er komið í úrslit Evrópudeildarinnar í handbolta eftir fimm marka sigur á Nexe Našice frá Króatíu, lokatölur 34-29 Íslendingaliðinu í vil. Alls litu sjö íslensk mörk dagsins ljós í dag.

Leikið var í Lissabon í Portúgal og var Íslendingalið Magdeburgar – sem situr á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar – sterkara frá upphafi til enda. Staðan í hálfleik var 18-13 og hélt Magdeburg þeim mun allt þangað til loka leiks.

Lokatölur 34-29 þar sem þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu samtals sjö mörk. Ómar Ingi gerði fimm á meðan Gísli Þorgeir gerði tvö.

Í úrslitum mætir Magdeburg annað hvort Wisla Plock eða Benfica.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×