Tvíburasystur dúxuðu með nákvæmlega sömu meðaleinkunn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2022 21:07 Þær systur hafa hjálpast að með námið. Það skilaði sér í meðaleinkunn upp á 9,32, hjá þeim báðum. Vísir/Vésteinn Tvíburasystur sem dúxuðu menntaskóla með sömu lokaeinkunn, upp á kommu, segja dýrmætt að eiga lærdómsfélaga í gegnum skólagönguna. Þrátt fyrir að hafa hjálpast að með námið var keppnisskapið aldrei langt undan. Tvíburasysturnar Ásrún Adda og Þóra Kristín útskrifuðust í gær frá Menntaskóla Borgarfjarðar, með besta námsárángur útskriftarnema skólans í ár. Þær voru með sömu meðaleinkunn, upp á kommu, níu komma þrjátíu og tvo. Voruð þið í einhverri keppni, um hvor ykkar yrði með hærri meðaleinkunn og taka dúxinn? „Ekki endilega, en það alltaf á milli systra hvor verður hærri og eitthvað svoleiðis,“ segir Þóra. Þeim systrum kom nokkuð á óvart að hafa verið með sömu einkunn, en þær fengu ekki að vita lokaeinkunnir sínar fyrr en á útskriftarathöfninni. Þar var nafn Ásrúnar lesið upp á undan Þóru. Voruð þið þá farnar að hugsa að önnur ykkar myndi taka þetta og hin ekki? „Já þá vorum við farnar að hugsa að ég væri búin að vinna þetta og Þóra ekki, en svo þegar hún fékk sína einkunn þá kom þetta mjög á óvart,“ segir Ásrún. Hjálpin er aldrei langt undan Þær systur segja lítinn sem engan mun hafa verið á einkunnaspjöldum þeirra og eru ekki í vafa um hver lykillinn að námsárangri sé. „Við höfum alltaf sagt það að við skiljum ekki hvernig fólk getur lært án þess að vera með einhvern annan hjá sér. Við höfum alltaf verið tvær að læra saman, og það hjálpar mjög mikið. Það að geta talað saman og ef einhver veit ekki neitt þá getum við spurt hvor aðra. Það er eitt af því sem er lykillinn, og bara að vinna reglulega,“ segir Þóra. „Og gera verkefnin bara eins vel og maður getur,“ segir Ásrún. Framtíðin er alls óráðin hjá Ásrúnu og Þóru. Þær stefna á að hefja vinnu í haust, og ætla að sjá til hvert framtíðin leiðir þær eftir áramót. Skóla - og menntamál Tímamót Framhaldsskólar Borgarbyggð Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Tvíburasysturnar Ásrún Adda og Þóra Kristín útskrifuðust í gær frá Menntaskóla Borgarfjarðar, með besta námsárángur útskriftarnema skólans í ár. Þær voru með sömu meðaleinkunn, upp á kommu, níu komma þrjátíu og tvo. Voruð þið í einhverri keppni, um hvor ykkar yrði með hærri meðaleinkunn og taka dúxinn? „Ekki endilega, en það alltaf á milli systra hvor verður hærri og eitthvað svoleiðis,“ segir Þóra. Þeim systrum kom nokkuð á óvart að hafa verið með sömu einkunn, en þær fengu ekki að vita lokaeinkunnir sínar fyrr en á útskriftarathöfninni. Þar var nafn Ásrúnar lesið upp á undan Þóru. Voruð þið þá farnar að hugsa að önnur ykkar myndi taka þetta og hin ekki? „Já þá vorum við farnar að hugsa að ég væri búin að vinna þetta og Þóra ekki, en svo þegar hún fékk sína einkunn þá kom þetta mjög á óvart,“ segir Ásrún. Hjálpin er aldrei langt undan Þær systur segja lítinn sem engan mun hafa verið á einkunnaspjöldum þeirra og eru ekki í vafa um hver lykillinn að námsárangri sé. „Við höfum alltaf sagt það að við skiljum ekki hvernig fólk getur lært án þess að vera með einhvern annan hjá sér. Við höfum alltaf verið tvær að læra saman, og það hjálpar mjög mikið. Það að geta talað saman og ef einhver veit ekki neitt þá getum við spurt hvor aðra. Það er eitt af því sem er lykillinn, og bara að vinna reglulega,“ segir Þóra. „Og gera verkefnin bara eins vel og maður getur,“ segir Ásrún. Framtíðin er alls óráðin hjá Ásrúnu og Þóru. Þær stefna á að hefja vinnu í haust, og ætla að sjá til hvert framtíðin leiðir þær eftir áramót.
Skóla - og menntamál Tímamót Framhaldsskólar Borgarbyggð Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira