Útlendingastofnun vísar frásögn flóttakonu frá Úkraínu á bug Eiður Þór Árnason skrifar 29. maí 2022 15:28 Útlendingastofnun segir unnið að úrbótum á Ásbrú. Vísir/Vilhelm Útlendingastofnun hafnar frásögn úkraínskrar konu sem flúði hingað til lands vegna innrásar Rússa og hefur gagnrýnt móttöku stjórnvalda. Rætt var við Olenu Jadallah í helgarblaði Fréttablaðsins en hún kom til Íslands í febrúar með tveimur börnum sínum og palestínskum eiginmanni. Þar segir hún að fjölskyldan hafi dvalið í Reykjavík í tvo mánuði áður en þau hafi verið flutt gegn vilja sínum á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hún lýsir því að einn dag hafi verið bankað á hurðina á herberginu sem þau dvöldu í á Hótel Sögu og þeim tjáð að þau ættu að fara á Ásbrú. „Við sögðum þeim að við vildum ekki yfirgefa hótelið. Við vildum fá að fara daginn eftir,“ sagði hún í samtali við Fréttablaðið og bætir við að viðbrögð starfsfólksins hafi þá verið að kalla til lögreglu sem hafi komið og flutti þau nauðug úr herberginu. „Ég var í áfalli. Ég var með svo mikinn farangur sem ég átti eftir að pakka og svo börnin. Þau vöknuðu auðvitað við þetta,“ sagði Olena. Henni finnist óskiljanlegt hvers vegna ekki hafi verið hringt í þau og tilkynnt um flutninginn með meiri fyrirvara. „Við hefðum getað verið tilbúin. Við vorum mjög hissa á þessum viðbrögðum og viðhorfum starfsfólksins.“ Hafi látið alla vita Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, vísar þessari frásögn Olenu á bug í skriflegu svari til Vísis og segir að allir flóttamenn hafi verið látnir vita af flutningnum með fyrirvara. „Lýsingar sem koma fram í viðtalinu á aðdraganda þess að lögregla var kölluð til við flutning fjölskyldunnar á Ásbrú eru ekki réttar. Um var að ræða flutning af Hótel Rauðará, ekki Hótel Sögu, sem var tilkominn vegna þess að stjórnvöld voru að skila af sér hótelinu. Öllum íbúum var gerð grein fyrir því að flutningarnir stæðu til með fyrirvara, bæði með símtölum auk þess sem úkraínskumælandi starfsmaður gekk á öll herbergi og útskýrði stöðuna fyrir íbúum,“ segir í svari Útlendingastofnunar. Í gær birti Fréttablaðið svo myndskeið sem er sagt sýna frá því þegar eiginmaður hennar John M. F. S. Jadallah var handtekinn af lögreglu og fluttur nauðugur af hótelinu. Umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa gert athugasemdir við aðbúnað í búsetuúrræði Útlendingastofnunar á Ásbrú.Vísir/Vilhelm Ekki veitt alþjóðleg vernd Olena gagnrýnir aðstæður á Ásbrú í samtali við Fréttablaðið og gerir meðal annars athugasemd við að fólk sem hafi flúið stríðsaðstæður þurfi ítrekað að heyra í herþotum og farþegaflugvélum. Þá skorti ýmsan aðbúnað og íbúar þurfi að ganga í um 40 mínútur til að komast í matvöruverslun. Olena og fjölskylda sóttu um alþjóðlega vernd þegar þau komu til Íslands því þá var ekki búið að innleiða ákvæði um tímabundna vernd samkvæmt 44. grein útlendingalaga. Þeirri umsókn var hafnað að sögn Olenu. Fram kemur í svari Útlendingastofnunar að Rauði krossinn hafi nýverið gert úttekt á aðstæðum og aðbúnaði umsækjenda um vernd á Ásbrú og félag- og vinnumarkaðsráðuneytið vinni nú að úrbótum á grundvelli úttektarinnar. Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar. Dapurlegt að heyra af upplifun Olenu „Starfsfólk Útlendingastofnunar hefur ásamt mörgum öðrum aðilum lyft grettistaki við móttöku fordæmalauss fjölda umsækjenda um vernd á undanförnum þremur mánuðum, án þess að viðbúnaður væri til staðar í landinu. Taka hefur þurft í gagnið nýtt húsnæði og útvega nauðsynlegan búnað fyrirvaralítið,“ segir í svarinu. „Óhjákvæmilega hefur vantað upp á að aðbúnaður væri eins og best verður á kosið en gengið hefur verið í það hratt og örugglega að tryggja að nauðsynlegur búnaður væri til staðar sem fyrst. Þá hefur sameiginlegt átak Útlendingastofnunar, lögreglunnar, Landlæknisembættisins og Þjóðskrár Íslands leitt til þess að flóttafólk frá Úkraínu er nú alla jafna komið með íslenska kennitölu og öll þau réttindi sem því fylgja innan sólarhrings frá komunni til landsins. Í ljósi þessa er verulega dapurlegt að heyra af upplifun Olenu Jadallha af móttöku flóttafólks hér á landi.“ Segist vita af minnst tíu fjölskyldum í sömu stöðu Olena hafnar svörum Útlendingastofnunnar og segir í svari við fyrirspurn Vísis að hún viti af minnst tíu öðrum fjölskyldum sem vissu ekki af ætluðum flutningi frá Foss hótel fyrr en á föstudag. Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Rætt var við Olenu Jadallah í helgarblaði Fréttablaðsins en hún kom til Íslands í febrúar með tveimur börnum sínum og palestínskum eiginmanni. Þar segir hún að fjölskyldan hafi dvalið í Reykjavík í tvo mánuði áður en þau hafi verið flutt gegn vilja sínum á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hún lýsir því að einn dag hafi verið bankað á hurðina á herberginu sem þau dvöldu í á Hótel Sögu og þeim tjáð að þau ættu að fara á Ásbrú. „Við sögðum þeim að við vildum ekki yfirgefa hótelið. Við vildum fá að fara daginn eftir,“ sagði hún í samtali við Fréttablaðið og bætir við að viðbrögð starfsfólksins hafi þá verið að kalla til lögreglu sem hafi komið og flutti þau nauðug úr herberginu. „Ég var í áfalli. Ég var með svo mikinn farangur sem ég átti eftir að pakka og svo börnin. Þau vöknuðu auðvitað við þetta,“ sagði Olena. Henni finnist óskiljanlegt hvers vegna ekki hafi verið hringt í þau og tilkynnt um flutninginn með meiri fyrirvara. „Við hefðum getað verið tilbúin. Við vorum mjög hissa á þessum viðbrögðum og viðhorfum starfsfólksins.“ Hafi látið alla vita Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, vísar þessari frásögn Olenu á bug í skriflegu svari til Vísis og segir að allir flóttamenn hafi verið látnir vita af flutningnum með fyrirvara. „Lýsingar sem koma fram í viðtalinu á aðdraganda þess að lögregla var kölluð til við flutning fjölskyldunnar á Ásbrú eru ekki réttar. Um var að ræða flutning af Hótel Rauðará, ekki Hótel Sögu, sem var tilkominn vegna þess að stjórnvöld voru að skila af sér hótelinu. Öllum íbúum var gerð grein fyrir því að flutningarnir stæðu til með fyrirvara, bæði með símtölum auk þess sem úkraínskumælandi starfsmaður gekk á öll herbergi og útskýrði stöðuna fyrir íbúum,“ segir í svari Útlendingastofnunar. Í gær birti Fréttablaðið svo myndskeið sem er sagt sýna frá því þegar eiginmaður hennar John M. F. S. Jadallah var handtekinn af lögreglu og fluttur nauðugur af hótelinu. Umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa gert athugasemdir við aðbúnað í búsetuúrræði Útlendingastofnunar á Ásbrú.Vísir/Vilhelm Ekki veitt alþjóðleg vernd Olena gagnrýnir aðstæður á Ásbrú í samtali við Fréttablaðið og gerir meðal annars athugasemd við að fólk sem hafi flúið stríðsaðstæður þurfi ítrekað að heyra í herþotum og farþegaflugvélum. Þá skorti ýmsan aðbúnað og íbúar þurfi að ganga í um 40 mínútur til að komast í matvöruverslun. Olena og fjölskylda sóttu um alþjóðlega vernd þegar þau komu til Íslands því þá var ekki búið að innleiða ákvæði um tímabundna vernd samkvæmt 44. grein útlendingalaga. Þeirri umsókn var hafnað að sögn Olenu. Fram kemur í svari Útlendingastofnunar að Rauði krossinn hafi nýverið gert úttekt á aðstæðum og aðbúnaði umsækjenda um vernd á Ásbrú og félag- og vinnumarkaðsráðuneytið vinni nú að úrbótum á grundvelli úttektarinnar. Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar. Dapurlegt að heyra af upplifun Olenu „Starfsfólk Útlendingastofnunar hefur ásamt mörgum öðrum aðilum lyft grettistaki við móttöku fordæmalauss fjölda umsækjenda um vernd á undanförnum þremur mánuðum, án þess að viðbúnaður væri til staðar í landinu. Taka hefur þurft í gagnið nýtt húsnæði og útvega nauðsynlegan búnað fyrirvaralítið,“ segir í svarinu. „Óhjákvæmilega hefur vantað upp á að aðbúnaður væri eins og best verður á kosið en gengið hefur verið í það hratt og örugglega að tryggja að nauðsynlegur búnaður væri til staðar sem fyrst. Þá hefur sameiginlegt átak Útlendingastofnunar, lögreglunnar, Landlæknisembættisins og Þjóðskrár Íslands leitt til þess að flóttafólk frá Úkraínu er nú alla jafna komið með íslenska kennitölu og öll þau réttindi sem því fylgja innan sólarhrings frá komunni til landsins. Í ljósi þessa er verulega dapurlegt að heyra af upplifun Olenu Jadallha af móttöku flóttafólks hér á landi.“ Segist vita af minnst tíu fjölskyldum í sömu stöðu Olena hafnar svörum Útlendingastofnunnar og segir í svari við fyrirspurn Vísis að hún viti af minnst tíu öðrum fjölskyldum sem vissu ekki af ætluðum flutningi frá Foss hótel fyrr en á föstudag.
Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira